Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 27
27 Upplýsingaleit á internetinu – námskeið í Karnov, Ufr, vef Alþingis, EES- vefnum og CELEX, sem er lagagagnagrunnur Evrópusambandsins. Kynntir eru möguleikar internetsins til að finna upp- lýsingar um lög, reglugerðir, dóma eða fræðigreinar. Kennt er að leita að upplýsingum í gagnagrunnum, m.a. eftir laganúmerum og stikkorðum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér mögu- leika internetsins í gagnaöflun. Kennarar:Guðný Ragnarsdóttir, bókasafnsfræðingur á Alþingi og Jón Steindór Valdimarsson frkvstj. Spurnar. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: þriðjudagur 21. október, kl. 17-19 Verð: kr. 8.000,- fyrir félaga í félagsdeild kr. 6.000,- Námskeið í tölvupósti Ertu leið/ur á ruslpósti? Viltu koma skipulagi á tölvu- póstinn þinn? Stutt námskeið í Outlook þar sem þátt- takendur læra helstu skipanir, s.s. að búa til nýtt póst- hólf, láta tölvupóst raðast sjálfkrafa í möppur eða eyð- ast, setja tilkynningar um fjarveru, nota dagbók ofl. Kennari: Gyða Richter Staður: NTV, Hlíðarsmára 9, 200 Kópavogi Tími: Þriðjudagur 18. nóvember kl. 16:00-18:00 Verð: kr. 7.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 5.000,- Gerð hæstaréttarágripa. – námskeið fyrir starfsmenn lögmannsstofa Á námskeiðinu verður farið í gerð hæstaréttarágripa, s.s. útlit, röðun gagna, merkingu, efnisskrá ofl. Nám- skeiðið er ætlað starfsmönnum lögmannsstofa. Kennarar:Birna Jóhannesdóttir hjá LOGOS og Guð- björg Matthíasdóttir lögfræðinemi. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Tími: Fimmtudagur 13. nóvember, kl. 12-16. Verð: kr. 17.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.000,- Villibráðarnámskeið Meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson hefur tekið að sér að kenna félögum LMFÍ listina að elda villibráð! Þátttakendur munu læra elda fasana, gæsalifrar- mousse, Groose (grás), reyktan lunda, reykta hreindýrarúllu, heitreyktan svartfugl, grafna gæs ásamt hugmyndum um meðlæti og sósur. Að lokum setjast þátttakendur að veisluborði ásamt kokkinum og smakka á kræsingunum. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á hvort námskeið svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst! Kennari: Úlfar Finnbjörnsson kokkur Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12. Tími: miðvikudagarnir 12. nóvember eða 19. nóvember, kl. 17-21. Verð: kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 13.000,- Enskunámskeið fyrir starfsmenn lögmannsstofa. Boðið verður upp á sex klukkustunda námskeið með það markmið að bæta orðaforða og efla sjálfstraust þátttakenda í erlendum samskiptum. Námskeiðið gerir starfsfólki kleift að svara erlendum símtölum og við- skiptavinum á ensku og auka skilning á enskum gögnum sem berast lögmönnum. Farið er yfir: sím- svörun, einföld bréfasamskipti, grunnuppsetning og málnotkun, viðtalstæki, einfaldur lesskilningur. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Athugið að haldin verða tvö námskeið: Kennari: Erlendína Kristjánsson sem hefur m.a. kennt lagaensku við EHÍ. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Alls 6 klst. Þriðjudagarnir 14. okt., 21. okt. og 28. október, kl. 10:00-12:00. eða föstudagarnir 24., 31. okt. og 7. nóv. kl. 10:00-12:00. Verð: kr. 19.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 16.000,- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is NTV veitir meðlimum félagsdeildar LMFÍ einnig afslátt af öðrum námskeiðum. NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.