Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14
14 3 / 2 0 0 3 P I S T I L L F O R M A N N S : Lögmenn eru væntanlega sammála um aðlögmennska geti verið ákjósanlegur undir- búningur að starfi sem hæstaréttardómari. Því sjónarmiði hefur ítrekað verið komið á framfæri af stjórn félagsins við veitingarvaldshafann. Lögmenn hljóta að fagna því að Hæstiréttur hafi tekið undir þetta sjónarmið í umsögn sinni vegna síðustu skipunar í embætti hæsta- réttardómara, jafnvel þótt ráðherra hafi kosið að fara aðra leið en Hæstiréttur taldi heppilegasta. Ráð- herrann tilgreindi Evrópuréttar- þekkingu þess sem skipaður var sem meginástæðu ákvörðunar sinnar. Ekki skulu bornar brigður á þekkingu dómarans á því sviði, en nýjum hæstaréttardómara óskað velfarnaðar í mikilvægu starfi. Evrópurétturinn teygir anga sína víðar. Af hans sökum verður að breyta lögmannalögunum frá 1998. Lögin sem þau leystu af hólmi stóðu í nánast heilan mannsaldur, frá miðju seinna stríði. Skuldbindingar Íslendinga að Evrópurétti krefjast þess hins vegar að þegar verði settar reglur um það með hvaða hætti kollegar af Evr- ópska efnahagssvæðinu geti starfað hér á landi í skjóli eigin réttinda. Niðurstaðan varð sú að ekki dygði annað en lagabreyting til. Evrópu- skuldbindingar stóðu reyndar til þess að regl- urnar yrðu settar fyrir 1. mars á þessu ári, þannig að Ísland er orðið í skömm með málið. Ekki er vitað til þess að þetta hafi komið að sök en við svo búið má ekki standa. Það var ekki svo, sem stundum vill verða, að stjórnvöld hafi vaknað upp við vondan draum og gert sér grein fyrir skuldbindingu sinni alveg nýverið. Þvert á móti var vinna að endurskoðun lögmannalaganna hafin fyrir allnokkru. Dóms- málaráðuneytið, í samstarfi við stjórn LMFÍ starfsárið 2001-2002, vann frumvarpsdrög, sem fyrirhugað var að leggja fram á haustþingi 2002. Ákveðið var að einskorða vinnuna ekki við mál- efni evrópskra starfssystkina, heldur láta fara fram heildarendurskoðun. Frumvarpsdrögin fólu í sér tillögur að verulegum breytingum. Ekki náðist að kynna drögin fyrir félags- mönnum LMFÍ. Ný stjórn LMFÍ taldi rétt að taka frumvarps- drögin til frekari skoðunar áður en þau yrðu kynnt félagsmönnum. Varastjórnar- menn og laganefndarmenn voru fengnir til liðs við stjórnina um það verkefni og kallað eftir athuga- semdum þeirra. Þá var ennfremur farið fram á að frumvarpið yrði sent réttarfarsnefnd til umsagnar. Leikar fóru þannig að eitt atriði frumvarpsins, sem varðaði menntun- arkröfur til lögmannsefna, stal umræðunni um málið og fór með það í hjólfar sem ekki varð komist upp úr. Frumvarp, sem tryggja átti að Íslend- ingar virtu skuldbindingar sínar gagnvart evrópskum lögmönnum, varð að frum- varpi um það hvort aðrir en Háskóli Íslands gætu útskrifað lögmannsefni. Umræðan varð bæði heit og áköf, svo áköf að frumvarpinu var breytt og sniðið af því annað en Evróputilskip- unin og menntunarkröfurnar. Það dugði þó ekki til og frumvarpið dagaði uppi á stuttu kosninga- þingi. En nú á að leggja frumvarpið fram að nýju, fullbúið. Áður en til þess kemur verður það kynnt lögmönnum og ekki er annað vitað en það verði sent réttarfarsnefnd til umsagnar. Í frum- varpinu verður að finna tillögur að ýmsum breytingum, misveigamiklum Þær sem ég ímynda mér að mikilsverðastar teljist, auk rétt- inda Evrópulögmanna, varða öflun lögmanns- réttinda, bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, heimildir Úrskurðarnefndar til að taka upp málagjald og fella á aðila kostnað og, síðast en ekki síst, heimildir annarra en Háskóla Íslands til þess að útskrifa embættisgenga, eða fulln- uma, lögfræðinga. Vonandi er að afraksturinn verði lögmannalög sem menn geti fellt sig við. Varðandi heimildir annarra en Háskóla Íslands til þess að útskrifa embættisgenga lög- fræðinga sýnist mér augljóst að vilji löggjafans Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.