Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 10
0 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 réttri fjarlægð og hafa auga með jök- ulsprungum. Veðrið var afar stillt og milt og glitti í sólina í gegn um skýja- hulu með reglulegu millibili. Sjálfur hnjúkurinn er fjall á jöklinum, um 300 m hátt. Þegar þangað var komið tók göngufólkið af sér bakpoka og fór í mannbrodda utan yfir gönguskó áður en haldið var af stað í síðasta hluta göngunnar. Flestir voru á spánýjum broddum sem leigðir höfðu verið hjá Ferðafélagi Íslands. Nokkuð átak þurfti til að klífa hnjúkinn sjálfan sem er allbrattur og þá reyndi verulega á klifurgræjurnar, bæði mannbrodda og ísaxir. Að lokum náði hópurinn alla leið upp á topp. Að standa á hæsta tindi landsins eftir átta tíma göngu er einstök tilfinning sem ekki verður með orðum lýst. Sjálfsánægja vegna afreksins, í bland við tilfinningasemi, braust út í miklum gleðilátum og húrrahrópum. Því miður var skyggni ekki eins og best verður á kosið en sólin skein og hópurinn naut augnabliksins til hins ýtrasta. Eftir smá viðdvöl kólnaði all svakalega og við komumst að raun um að það næðir um mann á toppnum. Myndavélar hættu að virka og eftir hálftíma dvöl var mönnum ekki til setunnar boðið og var haldið af stað niður af hnjúknum. Eftir að hafa haft skamma viðdvöl við rætur tindsins var haldið skipulega til baka niður af jöklinum. Er óhætt að segja að þá hafi erfiðasti hluti göngunnar tekið við. Töluvert erfiðara var að ganga á jöklinum á bakaleiðinni þar sem áliðið var dags og snjórinn hafði bráðnað. Fór nú að reyna á úthaldið bæði hið líkamlega og ekki síður hið andlega. Það er til að mynda ekkert grín fyrir geðvondar konur að ganga í línu með sex öðrum eftir tólf tíma göngu! Ekki batnaði ástandið eftir að maður losnaði úr línunni. Leiðin hafði einhvern veginn lengst til muna á bakaleiðinni og var óþekkjanleg eftir að snjórinn var farinn. Það voru allra síðustu leifar af úthaldi sem skiluðu undirritaðri á leiðarenda og var þá þrekið löngu þorrið og geðvonskan ein eftir. Það var misjafnlega mikið af mönnum dregið þegar sest var að veisluborði á Hótel Skaftafelli í Freysnesi um kvöldið. Allir voru þó glaðir og verulega útiteknir. Það sem eftir lifði af viljastyrk var notað til að komast í gegnum súpu og aðalrétt en meðvirkni réð mestu um að pantaður var desert. Svefninn sótti flesta í fyrra falli þetta kvöld en einhverjir urðu þó til þess að halda merki félagsins á lofti fram yfir miðnætti. Sunnudagurinn 14. maí heilsaði með blíðviðri og landslagið í kringum Skaftafell var eins og stórt málverk. Stoltið yfir afreki gærdagsins varð til þess að þreytan vék um stund og á meðan búist var til heimferðar óx stærilætið. Sú hugsun kom jafnvel upp að þetta ætti maður eftir að gera aftur! Margrét Gunnlaugsdóttir hdl. Rétt vestan við Sandfell hófst gangan. Örlítil snjóföl var í hlíðum fjalla. Kalt og stillt veður. Í byrjun var gengið upp, upp, upp. Þegar komið var upp á Öræfajökul þurftu ferðalangar að klæðast belti og vera bundnir saman í línu. Lítið reyndi hins vegar á línurnar þar sem fáar sprungur voru i jöklinum. Það tilkynnist að ég hef komið aftur til starfa á stofu minni á Suðurgötu 12, Reykjavík. Ég hef sérhæft mig í matsmálum einstaklinga sem hlotið hafa vægan til meðalalvarlegan heilaskaða og tek að mér að gera taugasálfræðilegt mat á þeim hópi. Dr. Þuríður J. Jónsdóttir Sérfræðingur í klínískri taugasálfræði Símar 551 4611 og 860 0511 netfang ruri@fsa.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.