Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 Heimasíða Lögmannafélags Íslands Í sumar fór ný heimasíða félagsins í loft- ið eftir gagngerar endurbætur og hefur hún fengið einkar jákvæðar viðtökur. Eins og gefur að skilja tekur tíma að koma heimasíðunni í endanlegt form og ef lögmenn hafa einhverjar ábend- ingar um það sem betur má fara þá eru þær vel þegnar. Lögmenn hafa saknað þess að komast ekki beint inn í „leit að lögmanni“ en hægt er að fara beint í það með því að smella á „íslenska“ eða með því að smella á myndina fyrir miðju sem breytist reglulega. Heimasíðunni er ætlað að vera upp- lýsingaveita fyrir alla lögfræðilega við- burði sem og veita almenningi upplýs- ingar um lögmenn og þjónustu þeirra. Þeir sem eru að skipuleggja fundi og aðra viðburði fyrir lögmenn er bent á að kynna sér viðburðadagatalið á heimasíðunni til að koma í veg fyrir að einstakir atburðir lendi á sama tíma. Eyrún Ingadóttir Frét­t­ir frá félagsdeild Námsferð til San Francisco Námsferð LMFÍ til SF er nýlokið en dagana 2.-9. september fóru 52 manns þang- að á vegum félagsins. Í ferðinni var Hæstiréttur Kaliforníu og lögmannsstofan Morgan Lewis & Bockius heimsótt en Erla S. Árnadóttir fjallar um þá heimsókn á öðrum stað í blaðinu. LMFÍ naut aðstoðar Lögmannafélags San Francisco við skipulagningu heimsóknanna sem bauð okkur í stutta heimsókn þar sem farið var yfir starfsemi félagsins. Eins og hjá LMFÍ býður félagið lögmönnum upp á endurmenntunarnámskeið. Auk þess er mikil starfsemi í kringum „pro bono“ vinnu lögmanna en félagið skipuleggur metnaðarfullt starf til að bjóða þeim ókeypis þjónustu sem ekki hafa efni á lögmanni. Ferðin heppnaðist ákaflega vel en frásögn af heimsókninni í Hæstarétt og myndir úr ferðinni bíða næsta blaðs. Námskeið vorannar Vinna við skipulagningu námskeiða haustannar hefur staðið yfir und- anfarið og hafa auglýsingar vegna þeirra þegar verið sendar lögmönn- um og þær settar á heimasíðuna. Nú þegar er einu námskeiði lokið; um lög og réttlæti í Njálu en Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hélt afar fróðlegt erindi um það. Námskeiðin eru auglýst á öðrum stað í blaðinu en skráning hefur gengið vel. Fáar starfsstéttir eru eins duglegar að sækja sér endurmennt- un og lögmenn. Árlega sækir þriðj- ungur félagsmanna námskeið hjá félaginu auk þess sem þeir sækja sér endurmenntun hjá öðrum aðilum. Kristrún Heimisdóttir flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um Njálu á námskeiði LMFÍ í september. Farið var skoðunarferð í hið alræmda Alcatraz fangelsi sem er á eyju rétt utan við San Francisco. Hæstaréttadómar til sölu Sjóvá er með til sölu innbundna hæstaréttadóma. Dómarnir eru frá árunum 1921-1992. Um er að ræða 79 bækur. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 844 2325 (Jóney).

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.