Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 >  Lögfræðingafélag Íslands hélt þann 22. september síðastliðinn í samstarfi við dómsmálaráðuneytið viðamikið mál- þing um frumvarp til laga um nýtt réttarfar í sakamálum og helstu mál- efni sem efst eru á baugi á því rétt- arsviði. Að loknum hádegisverði setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þingið. Í ræðu hans kom m.a. fram að þró- unin væri í þá átt í Evrópu að settar yrðu samræmdar reglur um flest svið refsiréttarins til að auðvelda viðbrögð við vaxandi alþjóðlegri glæpastarfsemi og til að tryggja lögreglu sem einfald- asta leið til að hafa hendur í hári afbrotamanna. Þá væri lögð áheyrsla á samræmi í rannsóknarheimildum lög- reglu, ekki síst á sviði fjarskipta sem rekja mætti til síaukinnar rafrænnar glæpastarfsemi. Í kjölfar ávarps dómsmálaráðherra gerði Eiríkur Tómasson lagaprófessor, einn frumvarpshöfunda, grein fyrir helstu breytingum og nýmælum frum- varpsins. Í máli hans kom fram að þrátt fyrir ýmsar breytingar, stórar og smáar, þá eru meginreglur sakamála- réttarfars óbreyttar. Meðal breytinga sem lagðar eru til með frumvarpinu er að tekið verði upp heitið sakamál í stað opinberra mála og að kveðið er á um meðferð sakamála á nokkurn veg- inn tæmandi hátt. Þá er form frum- varpsins hliðstætt í uppbyggingu og lög um meðferð einkamála. Ein helsta breytingin sem boðuð er í frumvarpinu er sú að ákæruvald- inu er skipt í þrjú stjórnsýslustig. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissak- sóknari fjallaði sérstaklega um þenn- an þátt frumvarpsins. Rakti hún fyrst sögu ákæruvaldsins en vék því næst að stöðu þess samkvæmt frumvarpinu. Gagnrýndi hún nokkuð að ekki væri nægjanlega skýrt kveðið á um það í frumvarpinu hverjir væru ákærendur, t.d. hver væri staða löglærðra fulltrúa ákæruvaldsins. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor gerði því næst grein fyrir hugtakinu sönnun og nokkrum meginreglum því tengdu. Skýrði hann frá rannsóknum sínum á erlendum rétti og ræddi gildi ólögmætra sönnunargagna, sönnunar- kröfur og sjónarmið um milliliðalausa málsmeðferð og sönnunarmat. Færði hann m.a. rök fyrir því að fræðilega stæðist það að dómari byggði áfell- isdóm aðallega eða eingöngu á einni munnlegri skýrslu. Að loknu kaffihléi fjallaði Lykke Sørensen vararíkissaksóknari í Dan- mörku um rannsóknaraðgerðir lög- reglu andspænis breyttum aðstæð- um svo sem vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Ljóst var Málþing um nýtt réttarfar í s­akamálum Mikill áhugi er meðal lögfræðinga á frumvarpi dómsmálaráðherra um nýtt réttarfar í sakamálum en 210 manns mættu á málþingið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.