Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 Eins og margir lögmenn vita er oft og einatt erfitt að fóta sig í réttarfarinu þegar kemur að málatilbúnaði fyr- ir dómstólum. Dómur Hæstaréttar í málinu 511/ 2005 gaf mér tilefni til eftirfarandi hugleiðinga um Hæstarétt Íslands. I Í málinu nr. 117/2001; Hafnar- fjarðarkaupstaður gegn Varasjóði við- bótarlána fjallaði Hæstiréttur um það hvort að kaupskylda sveitarstjórna á félagslegum eignaríbúðum skv. lögum nr. 44/1998 hefði verið fyrir hendi á tilteknum tíma. Í dómi Hæstaréttar segir m.a: „...Auk þeirra málsástæðna, sem áfrýj- andi tefldi fram í greinargerð sinni í héraði, reisir hann sýknukröfu sína fyrir Hæstarétti á því, að verði lög nr. 44/1998 túlkuð svo, að eiganda fasteignarinnar Hvammabrautar 12 í Hafnarfirði hafi verið skylt að selja sveitarfélaginu og því að kaupa, sbr. 84. gr. laga nr. 97/1993 um Húsnæðisstofnun ríkisins og ákvæði I til bráðabirgða í fyrrnefndu lögunum, fari það gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórn- arskrárinnar, sbr. til hliðsjónar 72. gr. um friðhelgi eignarréttar og 76. gr. um félagsleg réttindi. Er ekki að sjá, að þessar málsástæður hafi komið til umfjöllunar við aðalmeðferð málsins í héraði. Þykir engu að síður rétt að huga að þeim, þar sem þær varða stöðu almennrar löggjafar gagnvart stjórnarskrá... [leturbr. HJ] Eins og sjá má þá ákvað rétturinn, sem var skipaður fimm dómurum, að hleypa málsástæðunum að þótt þær væru of seint fram komnar þar sem þær lutu að gildi lagareglu gagnvart stjórn- arskránni. Þrátt fyrir að það komi ekki beinlínis fram í dómnum má ætla að málsástæðunum hafi verið mótmælt af stefnda og Hæstiréttur hafi því tekið þær til umfjöllunar þó að ákvæðum 5.tl., 101.gr. EML væri ekki fullnægt og þar af leiðandi litið framhjá málsfor- ræðisreglunni. Þó Hæstiréttur orði það svo í dómnum að ...rétt sé að huga... að málsástæðunum þá verður að skilja orðin svo að rétturinn taki þær til efn- islegrar meðferðar sbr. þá niðurstöðu réttarins að áfrýjanda hafi ekki „...tekist að sýna fram á, að fortakslaus kaupskylda sveitarfélaga á innlausn- artímanum eftir gildistöku laga nr. 44/1998, sbr. ákvæði þeirra til bráða- birgða, sé reist á ómálefnalegum forsend- um og fari í bága við eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar....“ Á grundvelli þessa dóms hefði mátt telja hafið yfir vafa að málsforræð- isreglan gilti ekki þegar byggt væri á því að lög samrýmdust ekki stjórn- arskrá og slíkar málsástæður fengju efnislega umfjöllun, án tillits þess hve- nær þær væru settar fram í máli. Það virðist blasa við. II Í málinu nr. 511/2005; Gullver sf. gegn íslenska ríkinu og Símanum hf. reyndi á hvort löglega hefði verið stað- ið að eignarnámi á spildu á grundvelli laga um fjarskipti nr. 81/2003. Í mál- inu var þeirri málsástæðu hreyft fyrir Hæstarétti að 70 gr. fjarskiptalaga bryti gegn meðalhófsreglu 72.gr. stjórnar- skrárinnar þar sem lagareglan heimilar eignarnám ef „... samningum um kaup verður ekki við komið...“, í stað þess að miða við að samningar um kaup eða önnur afnot hefðu ekki náð fram að ganga. Í þessu máli voru þrír dómarar og einn þeirra hafði setið í fyrrgreindu máli nr. 117/2001. Í ljósi dómsins í því máli var rökrétt að áætla að það skipti engu máli þó að framangreind málsástæða hefði fyrst komið fram fyrir Hæstarétti, rétturinn myndi „... huga að henni þar sem [hún] varða[r] Hróbjartur Jónatansson hrl. Hinir óranns­akanlegu vegir Hæs­taréttar Pantone 202 Cool Gray 7 Cool Grey 11 100m 60y 40k 50k 80k Process NÝTT HEIMILISFANG: SUÐURLANDSBRAUT 24 Sími 545 4400 – Fax 545 4401 – www.gutenberg.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.