Lögmannablaðið - 01.03.2011, Qupperneq 21

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Qupperneq 21
lögmannablaðið tbl 01/11 21 UMfjöllUn skildi almennt ekki mikið í störfum lögfræðinga og lögmanna almennt. taldi hann störf lögfræðinga í áliti almennings hafa beðið hnekki í kjölfar hrunsins en þrátt fyrir stöðuga gagnrýni og kvartanir heyrðist lítið í lögfræðingastéttinni. rödd lögfræðinga í samfélaginu ætti að vera sterkari og heyrast þyrfti meira í þeim til að leiðrétta rangfærslur og misskilning sem áberandi sé í umræðunni. Brynjar óttaðist að menn teldu sig ekki lengur þurfa að fara að lögum heldur væru hin pólitísku sjónarmið og hið óskilgreinda réttlæti orðin æðri lögunum. Ef slík sjónarmið yrðu ofaná í umræðunni er hætta á að hið hefðbundna vestræna réttarríki brotnaði. Því reyndi mikið á lögfræðingana, meira en nokkru sinni fyrr, til að fræða almenning um lög og aðferðarfræði lögfræðinnar og gæta hagsmuna réttarríkisins. Brynjar tók undir með tryggva hvað varðaði aukningu lagadeilda í háskólunum. Hann taldi alls ekki mega draga úr lagahyggju heldur bæta í lagatæknina og fara að lögunum. skiljanleg lagasetning „getur ólöglærður einstaklingur skilið lög?“ var meðal þeirra spurninga sem Halla gunnarsdóttir varpaði fram. Halla taldi að ef svarið væri neikvætt amaði eitthvað að lagasetningunni. Lög hlytu að eiga að vera skiljanleg enda fólki gert að lifa eftir lögum. Væri lagasetning torskilin þá væri samfélaginu hætta búin. „óskýr lög, og lögfræðingar sem reyndu að finna á þeim glufur, var meðal þess sem leiddi til efnahagshrunsins hér á landi. Virki lög ekki fyrir almenning virkar réttarkerfið ekki fyrir almenning,“ sagði Halla og benti á að þótt fæstir hafi lesið alla gildandi löggjöf þá sé hinum almenna Íslendingi nokkurn veginn ljóst hvað honum sé heimilt og hvað ekki. Það væri vegna þess að lög byggi á viðmiðum samfélagsins um æskilega hegðun. Halla fjallaði um mikilvægi gagn- rýnnar hugsunar og velti því upp hvort lögfræðin gæti lært af öðrum fræðigreinum sem fjalla um samspil einstaklings og samfélags. Hún spurði hvernig laganemar lærðu að skilja á milli persónulegrar skoðunar og lagatextans. til þess þyrfti mikla þjálfun. Það væri hverjum laganema nauðsyn að spyrja sig hvaðan þekking innan lagadeildarinnar kæmi. Hvort deildin væri lokuð og einangruð, eða hvort hún væri í miklum alþjóðatengslum. Hún taldi laganám og þekkingu á lögum vera verkfæri til að efla og þróa - jafnvel skapa réttarríki á Íslandi. að lokum tilgangur þessa málþings var að vekja lögfræðinga, laganema og aðra til umhugsunar um stöðu lögfræðinnar í samfélaginu. málþingið tókst vel í alla staði og umræðurnar voru bæði líflegar og fræðandi. tilgangnum var því náð. Orator þakkar Lögmannafélagi Íslands kærlega fyrir samstarfið og félagsmönnun þess fyrir komuna á málþingið. Vonum við að umræðan haldi áfram á vitrænum nótum. f.h. Orators, félags laganema Harpa Rún Glad stud.jur halla gunnarsdóttir fyrir hönd „hinna“. f.v. halla, tryggvi gunnarsson og brynjar níelsson. tryggvi gunnarsson talaði um stöðu lögfræðinnar í samfélaginu.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.