Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 28

Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 28
4 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014 F rammistöðukvíði hrjáir marga karlmenn, sérstaklega unga og frekar óreynda.“ Svo mælti ungur myndarlegur maður er við sátum og teyguðum einn jólaöl. Ætli það hafi ekki þurft nokkra sopa til að losa um málbeinið því þetta var greinilega umræða sem er við- kvæm og orð sem erfitt var að segja upphátt. Ég velti því fyrir mér hvað fælist í því, var hann að tala um að ná honum ekki upp eða að hann fengi það of snemma eða jafnvel að hann vissi bara ekkert hvað hann ætti að gera og hvern- ig ætti að gera það. Allt þetta reyndist vera innifalið í orðun- um frammi stöðukvíði. „Mér finnst eins og við eigum að kunna allt og bara geta og gera.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri ungan mann hafa áhyggjur af þessu en ég hef aðeins heyrt af þessu frá strákum sem kela við stelpur. Þá er nokkuð áhugavert í þessu sam- hengi, að í einum tíma þegar við töluðum um sjálfsfróun þá svaraði ein stúlkan: „Æ, þetta er svo mikið vesen, hann bara gerir eitthvað, á hann ekki að kunna þetta?“ Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Af hverju eiga karlmenn að kunna á konur í kynlífi (nú eða aðra karlmenn)? Af því þeir hafa séð klám? Frammi stöðukvíði getur stafað af allskonar ástæð- um en mig grunar að undirstað- an liggi í að útskýra að kynlíf sé þekking á eigin líkama. Einnig að segja bólfélaganum hvað þér þykir gott og að spyrja hvað viðkomandi Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? „Elskhugar og bólfélagar þessa heims, það er ekki í ykkar höndum að kunna á líkama annarra heldur þurfið þið viljann til að læra.“ Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur ÉG NÆ HONUM EKKI UPP Það er fátt notalegra en að slaka á uppi í sófa og lesa góða bók. Úr- valið er mikið af öllum tegundum bókmennta í búðunum og margar góðar bækur komnar út fyrir jólin. Nældu þér í eina sem hentar þér og njóttu lestursins. HOLLRÁÐ HELGARINNAR Lestu bók Ert þú með fullkomnunaráráttu? Hefurðu tekið eftir að hún eykst þegar streitan er mikil? Passaðu þig á þessu því það er hætta á að þú farir að tala þig niður innra með þér. Þannig myndast innri streituvaldur sem truflar mikið. Reyndu heldur að gleðjast yfir því sem þú hefur gert vel. Heimild: www.stress.is STREITURÁÐ VIKUNNAR Fullkomnun er ekki markmiðið Um 60% af líkamanum eru vatn og allur líkaminn reiðir sig á vatn á einhvern hátt. Það flytur nær- ingarefni til frumna, losar líffær- in við eiturefni, heldur vefjum í eyrum, nefi og hálsi rökum og viðheldur heilbrigðri húð. Önnur dæmi um mikilvægi vatns í lík- amanum eru að það svalar þorsta, viðheldur blóðmagninu í líkam- anum, hjálpar meltingunni, smyr liðamótin, dregur úr matarlyst, og minnkar eða linar höfuðverk. Á hverjum degi losar líkaminn sig við mikið magn vatns einung- is í gegnum öndun, svita og þvag- lát. Líkaminn losar sig einnig við vatn við mikinn hita, streitu, við líkamlega áreynslu og við kaffi- og áfengisdrykkju en við eðlilegar aðstæður missir líkaminn um 2-3 lítra af vatni á dag. Við ákveðn- ar aðstæður gæti líkaminn þurft á meiri vökva að halda en það getur átt við ef stunduð er líkamsrækt, við veikindi þar sem um mikið vökvatap er að ræða, í miklum hita og raka eða á meðan meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Ekki eru allir meðvitaðir um þetta og því er mjög algengt að fólk drekki ekki nægilega mikið vatn. Flestir fá sér þó að drekka þegar þorstinn fer að segja til sín. Vatnsdrykkjan verður þó að eiga sér stað fyrr en það því við þorsta er aðeins 2% af nægilegu vatns- magni eftir í líkamanum. Við vökva skort lækkar hlutfall vatns í blóðvökva sem verður til þess að nemar í munnholi senda boð til ákveðinna þorstastöðva í heilan- um. Þegar þetta gerist bregst lík- aminn við með þorsta og munn- þurrki. Þegar við svo fáum okkur að drekka eykst magn vatnins í blóðvökvanum aftur og nemarn- ir í munnholinu senda boð um að hætta skuli vatnsdrykkju. Við öldrun minnkar oft hæfi- MIKILVÆGI VATNS DRYKKJU Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. HÉR ERU NOKKUR EINFÖLD RÁÐ TIL ÞESS AÐ PASSA AÐ LÍKAMINN FÁI NÆGILEGA MIKINN VÖKVA 1. Ekki bíða með það að drekka vatn þangað til þú finnur fyrir þorsta, drekktu reglulega yfir allan daginn. 2. Drekktu frekar minni skammta oftar heldur en stærri skammta sjaldnar. 3. Hafðu með þér vatnsflösku í bílnum, í vinnunni, þegar þú ert heima að horfa á sjón- varpið, á æfingu o.s.frv. 4. Drekktu vatn fyrir, á meðan og eftir æfingu. 5. Drekktu frekar vatn en aðra drykki. Það er besti svaladrykkurinn, al- gjörlega hitaeiningalaust og kostar ekki neitt. 6. Drekktu frekar venju- legt vatn í stað sóda- vatns, líkaminn nýtir það betur. 7. Það er síðan ágæt- is regla að fylgjast með litnum á þvaginu en við næga vatnsdrykkju er það glært en ekki gult. Vendu þig á að hafa vatn meðferðis. leiki líkamans til þess að nema þorsta og því er algengt að eldra fólk þjáist af vatnsskorti. Þegar líkaminn fer að þorna hægist á honum og þreyta fer að segja til sín. Bjúgur getur stafað af ónægum vökvabúskap en hann getur komið fram þegar nýrun ná ekki að hreinsa sig nægilega vel. Önnur einkenni ofþornunar eru hungur, þurr húð, höfuðverkur, hægðatregða og dökkt og illa lykt- andi þvag. Til þess að koma í veg fyrir ofþornun er mikilvægt að drekka nægilegan vökva en eðli- leg vatnsneysla er talin vera um 2-3 lítrar á dag, eða það sem sam- svarar því sem líkaminn tapar daglega. Einnig þarf þó að passa að drekka ekki of mikið vatn því ef það gerist hafa nýrun ekki í við að skila frá sér vatninu sem getur orðið til þess að magn natríums í blóðinu minnkar. þyki gott. Í einum tíma kom ungur maður til mín og talaði um ris- vandamál sitt og hvað honum þætti skrýtið og mikið vesen að vera far- inn að taka Viagra, aðeins 16 ára gamall. Við sátum saman í dágóða stund og fórum saman í gegnum málin. Honum gat risið hold, hann gat stundað sjálfsfróun, hann gat fengið fullnægingu en þegar það kom að því að kela með annarri manneskju, þá varð hann ekki nógu harður. Þegar við köfuðum dýpra þá komu allskonar flækjur í ljós með erfiðum tilfinningum eins og svikum og höfnun. Auð vitað er erf- itt að ná honum upp við þrúgandi aðstæður, það er meira en skiljan- legt og þar er blá pilla ekki lausnin. Elskhugar og bólfélagar þessa heims, það er ekki í ykkar höndum að kunna á líkama annarra held- ur þurfið þið viljann til að læra. Það eina sem hægt er að biðja um í kynlífi er að þú þekkir þinn eigin líkama og komir fram við hann af virðingu. NORDICPHOTOS/GETTY Heilsuvísir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.