Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 52

Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 52
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 Tekjuhæstu tónlistar- konur í heiminum Tímaritið Forbes birti á dögunum lista yfi r tekjuhæstu tónlistarkonur heims. Kannski kemur það fáum á óvart að Beyoncé Knowles tróni á toppnum. ➜ Taylor Swift Í öðru sæti situr fyrrverandi kántrísöngkon- an Taylor Swift, með 64 milljónir dala eða tæpa 8 milljarða íslenskra króna. Velgengni hennar mætti mögulega tengja við það að hún færði sig úr kántrítónlistinni yfir í poppaðri tóna. Tekjur hennar eru helst af tónleikahaldi, en einnig frá auglýsinga- samningum sem hún er með við Diet Coke, Keds og CoverGirl.2 ➜ Pink Söngkonan og rokkarinn Pink situr í þriðja sæti með 52 milljónir dala, eða 6,4 milljarða íslenskra króna. Hún spilaði alls á 85 tón- leikum sem öfluðu henni um 1 milljón dala fyrir hverja borg. Hún gaf út plötuna The Truth About Love árið 2012 og hefur verið á tónleikaferðalagi vegna hennar síðan í fyrra. 3 ➜ Rihanna Söngkonan 26 ára frá Barbados situr í fjórða sæti með 48 milljónir dala, eða tæpa 6 milljarða íslenskra króna. Tekjur hennar eru helst af plötusölu, en plata hennar Unapol- ogetic kom út 2012 og innihélt stórsmellina Diamonds og Stay. Rihanna er einnig mjög virk á samfélagsmiðlum og notfærir sér þá til að auglýsa sig. 4 ➜ Katy Perry Í fimmta sæti er Katy Perry með 40 millj- ónir dala, eða rétt tæpa 5 milljarða króna. Tekjur hennar koma helst af plötusölu, því tónleikaferð hennar The Prismatic World Tour hófst í maí á þessu ári. Hún er einnig með auglýsingasamninga við CoverGirl og Pop Chips ásamt því að vera með eigin ilmvatn innan Coty-snyrtivörumerkisins, Killer Queen. 5 ➜ Beyoncé Knowles Þénaði 53 milljónir dala árið 2013 en á þessu ári hefur henni tekist að tvöfalda það og gott betur. Tekjur hennar 2014 nema 115 milljónum dala eða um 14 milljörðum íslenskra króna sem gerir hana að tekju- hæstu tónlistarkonu í heimi. Hún spilaði á alls 95 tónleikum og fékk um 2,4 milljónir dala fyrir hverja borg. Einnig fékk hún tals- verðar tekjur frá auglýsingasamningum sínum við H&M og Pepsi. 1 NORDICPHOTOS/GETTY Snjókastið fyndnast í Dumb and Dumber Í tilefni þess að Dumb and Dumb- er To er komin í bíó rifj a Sveppi og Ólafía Hrönn upp uppáhaldsatriðið sitt úr Dumb and Dumber. „Það atriði sem ég grenjaði mest úr hlátri yfir, fyrir utan öll hin atriðin sem mér finnst líka stórkostleg, var þegar þau fóru að leika sér í snjónum, Mary og Harry, og hún guslaði einhverjum smá snjó í hann og hann bombaði snjóbolta beint í andlitið á henni. Þetta er eitt það fyndnasta sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu. Þegar ég sá þetta fyrst var ég bara bergnuminn. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið og þetta kom mér svo á óvart. Ég vissi að þetta væri bullmynd en þetta atriði var alveg „legendary“.“ Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), leikari og fjölmiðlamaður Eitt það fyndnasta sem maður hefur séð Óborganlegt hefndaraugnaráð „Þetta atriði stendur langhæst upp úr, sérstaklega þessi punktur þegar augnaráð hans breytist úr gamni í alvöru, í þetta hefndaraugnarráð. Þá fékk ég hláturskast.“ Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona „Ég hef verið að rækta frá því ég var lítill polli og svepparæktun- in sprettur upp úr þeim áhuga,“ segir Ragnar Heiðar Guðjóns- son, ostrusveppabóndi og verk- fræðingur, sem tekur þátt í mat- armarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. „Þetta er blanda af ræktunar- áhuga og viðleitni til þess að búa eitthvað til, skapa einhver verð- mæti úr aukaafurðum úr íslensk- um landbúnaði.“ Ragnar ræktar ostrusveppina í plasthólkum sem hann fyllir með íslenskum hálmi sem fellur til við byggræktun. „Hólkarnir eru eins konar gervitré, svo gata ég plast- ið og sveppirnir vaxa út um götin alveg eins og þeir myndu gera á trjástofni.“ En ostrusveppir eru skógarsveppir sem vaxa og og lifa á dauðum trjám úti í náttúrunni. Ostrusveppir eru mikið notaðir í asískri matargerð og alls staðar þar sem hefð er fyrir matreiðslu með sveppum. Í mörgum heims- álfum vaxa þeir villtir, á Íslandi er loftslagið kalt og þurrt sem gerir ræktun á þeim utandyra ómögulega. „Sveppirnir eru mjög erfiðir í ræktun. Það er lítið mál að rækta einn og einn svepp, en að rækta þá á samkeppnishæfu verði í stórum stíl er mjög erfitt,“ segir Ragn- ar sem hefur þó ekki látið deigan síga. „Árið 2009 byrjaði ég að þróa þetta áfram og fikta við þetta. Svo byrjaði ég að selja sveppina til veitingahúsa árið 2011. Það tók tíma að heimfæra þetta á íslensk- ar aðstæður en þetta hefst allt með áhuganum og „dassi“ af þrjósku,“ segir Ragnar hress í bragði. „Bragðið af ostrusveppum er mjög frábrugðið bragðinu sem er af íslenskum kjörsveppum. Það er svolítill anískeimur af lyktinni en það er erfitt að lýsa bragð- inu sjálfu, maður verður bara að prófa,“ segir Ragnar en hægt verður að gæða sér á ostrusvepp- unum frá Sælkerasveppum, fyrir- tæki Ragnars, á matarmarkaðin- um um helgina. gydaloa@frettabladid.is Matreiðir ostrusveppi Ragnar Heiðar Guðjónsson ræktar ostrusveppi og verður á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. SVEPPABÓNDI Ragnar Heiðar Guðjónsson segir sveppina erfiða í ræktun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Uppskrift frá Ingvari Sigurðssyni matreiðslumeistara. Sem forréttur eða meðlæti fyrir tvo. 150 g ostrusveppir 30 g hvítlaukssmjör 1 msk. ólífuolía Salt og pipar 40 g gráðaostur Ferskt rucola-salat Rífið sveppina í sundur og steikið í smjörinu og olíunni á pönnu við meðalhita. Kryddið með grófu Maldon-salti og nýmöluðum pipar. Setjið á diska og myljið gráðaost yfir. Setjið rucola-salat ofan á sveppina áður en þeir eru bornir fram. Mjög gott er að dreypa nokkrum dropum af truffluolíu á salatið og rífa parmesan-ost yfir réttinn. Smjörsteiktir ostrusveppir með gráðaosti og rucola LÍFIÐ 14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.