Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað UMDEILDUSTU PRESTAR ÍSLANDS n Prestar sem vakið hafa athygli fyrir gjörðir sínar eða viðhorf n Þjóðkirkjan hefur leikið á reiðiskjálfi n „Ég verð að sanna sakleysi mitt“ Þ eir eru ófáir prestarnir sem vakið hafa neikvæða athygli fyrir viðhorf sín eða gjörð- ir síðustu misseri. Þjóðkirkj- an hefur leikið á reiðiskjálfi vegna ásakana fjölda kvenna um kynferðislega misnotkun biskupsins Ólafs Skúlasonar, og þúsundir hafa sagt sig úr kirkjunni. Snorra í Betel var vikið frá störfum sem kennari í kjölfar ummæla um samkynhneigða. Þá hröktust Jónína Benedikts- dóttir og Gunnar Þorsteinsson, fyrr- verandi forstöðumaður Krossins, úr söfnuðinum í kjölfar ásakana á hendur Gunnari. Segja má að það hafi alls engin lognmolla ríkt í kringum kirkjunnar menn að undanförnu. DV tók saman lista yfir presta sem hafa verið áber- andi í umræðunni síðustu ár. Sumir vegna dómgreindarbrests eða mis- taka í starfi en aðrir vegna alvarlegrar og ítrekaðrar misnotkunar. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is G uð hatar syndina – ekki mann- inn,“ var í grófum dráttum um- deildur boðskapur Gunnars Þorsteinssonar, þáverandi forstöðumanns í Krossinum, varð- andi samkynhneigð. Í því samhengi var talað um „afhommun“ – vildi Gunnar meina að samkynhneigðir gætu líkt og aðrir syndugir snúið frá synd sinni. Boðskapurinn mildaðist eftir að hann og Jónína Benediktsdóttir tóku saman, en þau giftu sig í mars árið 2010. Lítið hefur heyrst um afhomm- un af hálfu Gunnars síðan þá – helstu deilurnar hafa verið í kringum Krossinn. Gunnar og Jónína hröktu- st úr Krossinum í sumar, en það var í kjölfar valdatafls Gunnars við dóttur sína, Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, og fyrrverandi eiginkonu sína, Ingi- björgu Guðnadóttur. Forsaga málsins var sú að Gunn- ar sagði af sér sem forstöðumað- ur Krossins – starfi sem hann hafði gegnt frá stofnun félagsins árið 1979. Það hafði hann gert í kjölfar ásak- ana um kynferðislega áreitni, en sjö konur sökuðu hann um kynferðis- brot gegn sér. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá, þar sem meint brot voru fyrnd. „Ég verð að sanna sakleysi mitt. Ef ég get ekki gert það þá er ég dauð- ur,“ sagði Gunnar um málið. Eftir frá- vísun málsins bauð Gunnar sig aftur fram til forstöðumanns Krossins, en gegn dóttur sinni sem lét þung orð falla á safnaðarfundi, þar sem hún hvatti fólk til þess að kjósa Gunnar ekki. Að endingu hætti Gunnar í Krossinum, en Jónína hafði þetta að segja um það: „Gunnar minn hef- ur endanlega verið sigraður í þeirri kirkju sem hann byggði upp og það af sömu öflum og reyndu að kné- setja hann þegar við giftum okkur.“ Hún bætti við að hún hefði sagt sig úr Krossinum. n Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins „Ég verð að sanna sakleysi mitt“ Borinn þungum sökum „Ég furða mig bara á því að það sé hægt að mannorðsmyrða menn án dóms og laga,“ sagði Gunnar Þorsteinsson um ásakanir sjö kvenna gegn sér. Þ etta hefur aldrei komið upp í kennslustundum,“ sagði Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel, um það hvort málflutningur hans og skoðanir á samkynhneigðum hafi verið til umræðu í starfi hans sem kennari. „Nemendur geta spurt og þeir eru alveg tilbúnir til þess og ég get þá svarað einfalt. En þetta hefur aldrei komið til truflunar í kennslu. Ég hefði ekki verið í kennslu öll þessi ár ef ég kynni ekki að sniðganga heitu málin.“ Viðhorf hans til samkynhneigðar eru ansi umdeild: „Kjarninn í sjón- armiði evangelískra er sá að samkyn- hneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvar- leg,“ skrifaði Snorri um samkynhneigð á bloggsíðu sinni. Þessi viðhorf hans ollu hörðum viðbrögðum á með- al foreldra á Akureyri en hann starf- aði sem kennari hjá Brekkuskóla í Akureyrarbæ. „Þetta er spurning um tjáningarfrelsið. Á að fara fram á það við kennara að hann tjái sig ekki um mál sem vissulega snerta börn?“ spurði Snorri í kjölfar gagnrýni á þessi viðhorf sín. Snorra var tímabundið vikið frá störfum í febrúar vegna viðhorfa sinna gagnvart samkynhneigð, en í sumar var honum að endingu sagt upp. „Ég met þetta þannig að Biblí- an sé að segja satt,“ sagði hann og stóð við sín viðhorf. Viðhorf hans gagnvart samkynhneigð eru ekki eina tilfellið þar sem hann syndir gegn straumn- um, því á vefsvæði sínu tekur hann upp hanskann fyrir Ísraelsmenn, og telur það einkennilegt að talað sé um „ofbeldisöldu“ í tengslum við árásir Ísraela á Gaza-svæðinu. G eir Waage sóknarprestur í Reykholti var árið 1996 kærð- ur af Ólafi Skúlasyni bisk- up fyrir ærumeiðingar. Geir talaði máli kvenna sem sökuðu Ólaf um kynferðisbrot gegn sér. Á þeim tíma var hann formaður Prestafé- lags Íslands og er ásakanir á hend- ur Ólafi komust í hámæli vildi hann að konurnar fengju áheyrn. Á flest- um stöðum innan kirkjunnar komu þær Stefanía Þorgrímsdóttir og Sig- rún Pálína Ingvarsdóttir að luktum dyrum. „Reiði biskups í minn garð var mest vegna þess, að eg gaf mig ekki með það, að þessar konur áttu rjett á áheyrn. Þær fengu hana hvergi. Biskup sá til þess,“ skrifaði Geir um málið. Síðar kom í ljós að ásakan- ir kvennanna voru á rökum reistar. En deilur Geirs við Ólaf biskup ristu djúpt og áttu sér rætur í kosningum til biskups; Geir var ósáttur við kosn- ingu Ólafs, andstæðingar biskupsins voru fylking kölluð Svartstakkar. Þegar þessar ofangreindu ásak- anir komu fram litu sumir þannig á málið að um valdabaráttu væri að ræða. Svartstakkar, með Geir í broddi fylkingar, væru að reyna að koma höggi á biskup. „Ég hafði á tilfinningunni að þetta væri svona hálfgert einelti gagnvart Ólafi,“ sagði einn viðmælandi rannsóknarnefnd- ar kirkjuþings. Þrátt fyrir stuðning sinn við kon- urnar og deilur sínar við biskup var Geir sakaður um þöggunartilburði. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hvatti Geir til þess að segja af sér, þar sem hann hefði lýst sig reiðubúinn til þess að þegja yfir níðingsskap á börn- um. Geir hafði sagt það mikilvægt að virða þagnarskyldu presta en undirstrikaði þó að hann virti lög- in, sem krefja hann um að segja frá verði hann þess áskynja að barn sé beitt ofbeldi. Geir sagði í bréfi í kjöl- farið að sér hefði verið kastað fyrir lýðinn. „Þá verður svo að vera, en grátbroslegt þykir mjer það,“ bætti hann við. Spánarferð á kostn- að hins opinbera n Séra Sigurð- ur Helgi Guðjónsson, fyrrverandi prestur hjá Víðistaðasókn, hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu vikur. DV fjallaði um það að á meðan hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Eirar lét hann hjúkrunarheimilið greiða fyrir utanlands- ferð dóttur sinnar. „Þetta var gert framhjá okkur og við vissum ekkert um þetta,“ sagði Magnús L. Sveinsson, núverandi stjórnar- formaður Eirar, en Ríkisendurskoðun fer nú yfir viðskiptin. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum hefur Sigurður nú endurgreitt Eir 200 þúsund krónur. Ýmislegt bendir til að Sigurður hafi hyglað sér og sínum ótæpilega í framkvæmdastjóratíð sinni, en hann réð meðal annars eiginkonu sína og dóttur til starfa hjá félaginu. Sagður káfa á stúlkum n Séra Gunnar Björnsson, fyrrver- andi sóknarprestur á Selfossi, var árið 2008 kærður fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunarsemi gagnvart tveimur stúlkum sem voru sóknarbörn hans. Í skýrslu sagði ein stúlkan að Gunnar hefði látið þau orð falla að straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl 2009 að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari Hæstaréttar sem sýknaði Gunnar af ákæru um kynferðisbrot árið 2009. Umdeildur biskup n Karl Sigurbjörnsson biskup baðst lausnar frá embætti fyrr á þessu ári. Það gerði hann í kjölfar mikillar um- ræðu um mál Ólafs Skúlasonar sem sakaður var um kynferðislega áreitni gagnvart ungum konum á tíunda áratug síðustu aldar. Karl var annar tveggja presta sem beittu áhrifum sínum til að fá konurnar til að falla frá málum sínum. „Munu prest- arnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í mála- rekstri gegn biskupi,“ segir í frétt DV þann 6. mars 1996. Karl hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í þessum málum. Hann var sakaður um að hafa brugðist þeim konum sem leituðu til hans eftir aðstoð og voru margir sem vildu að Karl segði af sér. Þá hafa fjölmargir sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þessara mála en samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðskrá hafa liðlega 8.000 manns skipt um trúfélag frá 1. desember 2009. Samkynhneigð „grafalvarleg“ n Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir í Betel Kastað fyrir lýðinn n Geir Waage prestur Þjóðkirkjunnar Svartstakkar gegn Ólafi Geir Waage átti í miklum deilum við Ólaf Skúlason biskup. Einn viðmælandi rannsóknarnefndar kirkju- þings taldi að hin svokallaða Svartstakkahreyfing – and- stæðingar Ólafs í biskups- kosningunum – væri ásamt Geir að leggja Ólaf í einelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.