Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 53
Skorar Torres? Það er spurning hvort Fernando Torres finni sig betur undir nýjum stjóra, Rafael Benitez. Myndin er úr leik Chelsea og City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágúst þar sem City hafði betur, 3–2. Mynd ReuTeRS Sport 53Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 n Chelsea tekur á móti City með nýjan stjóra n Botnliðið fer á Old Trafford „Særða stoltið ræður úrslitum“ Þ að verður sannkallaður stórleikur á Stamford Bridge á sunnudag þegar Chelsea tekur á móti Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea þarf nauðsynlega á sigri að halda enda hefur liðið ekki unnið í fjór- um síðustu leikjum sínum í úrvals- deildinni. Tveir þeirra hafa tapast og tveir hafa endað með jafntefli. Á sama tíma virðist Manchester City vera komið á sigurbraut enda liðið unnið sex af síðustu sjö leikj- um sínum í úrvalsdeildinni. City skaust á toppinn um síðustu helgi með sannfærandi 5–0 sigri á Aston Villa en á sama tíma tapaði Chelsea fyrir sterku liði WBA, 2–1. Jafnir leikir í fyrra Chelsea mætti Manchster City síð- ast í deildinni á heimavelli þann 12. desember í fyrra og hafði þá 2–1 sigur með mörkum frá Raul Meireles og Frank Lampard. Dæm- ið snérist hins vegar við þegar liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í mars síðastliðn- um en þá vann City 2–1 sigur með mörkum frá Sergio Aguero og Sam- ir Nasri eftir að Gary Cahill hafði komið Chelsea yfir. Roberto Di Matteo var sem kunnugt er rekinn á miðvikudag og er ljóst að það mun mikið mæða á nýjum stjóra Chelsea, Rafa Ben- itez, að koma liðinu aftur á sigur- braut. Chelsea byrjaði tímabilið frábærlega og var á toppi deildar- innar lengi framan af. Síðasti sigur þeirra í deildinni kom hins vegar gegn Tottenham á útivelli þann 20. október og síðan þá hafa þeir ekki unnið í fjórum leikjum í röð. City er enn taplaust í deildinni og hef- ur unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum á útivelli. Á sama tíma hef- ur Chelsea unnið fjóra af fyrstu sex heimaleikjum sínum, gert eitt jafn- tefli og tapað einum. united mætir botnliðinu Manchester United þarf nauðsyn- lega á sigri að halda þegar liðið tek- ur á móti botnliði QPR á Old Traf- ford á laugardag. United missteig sig illa á útivelli gegn Norwich um liðna helgi og er nú í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir topp- liði City. Fari allt samkvæmt bók- inni ætti United að landa þægi- legum sigri enda hefur QPR tapað 12 af síðustu 13 útileikjum sínum í deildinni. Á sama tíma hef- ur United unnið 33 af síðustu 38 heimaleikjum sínum í deildinni. QPR er auk þess enn í leit að sín- um fyrsta sigri á tímabilinu og er eina liðið í deildinni sem ekki hef- ur unnið einn einasta leik. Það má búast við hörkuleik þegar Liverpool heimsækir Swansea. Liverpool hefur aðeins rétt úr kútnum upp á síðkastið og er taplaust í síðustu átta leikjum í deildinni. Swansea hefur einnig verið á ágætri siglingu og aðeins tapað einum leik af síðustu sex. Bæði lið hafa hins vegar gert þó nokkuð mörg jafntefli, Liverpool sex en Swansea fjögur í tólf leikj- um. Laugardagur Sunderland – West Brom „Ég set jafntefli á þennan leik. Einhvern tímann hlýtur þetta háflug hjá West Brom að enda og Sunderland hefur sinn góða heimavöll.“ Wigan – Reading 1 „Erfiður leikur. Ég set heimasigur á þetta og hef ekkert fyrir mér í því nema heima- völlinn. Þessi lið eru bæði ólíkindatól.“ Everton – Norwich „Everton tekur þetta. Norwich er ennþá uppi í skýjunum eftir United-leikinn og Everton verður betra og klárar þetta.“ Manchester United – QPR „Ég held að þetta verði markaveisla. United-menn eru í sárum og QPR reyndar líka en ég held að United fari létt með þetta.“ Stoke – Fulham „Stoke vinnur þetta. Þeir klára þetta líklega með einu marki enda nokkuð seigir á heimavelli.“ Aston Villa – Arsenal „Arsenal vinnur þetta að sjálfsögðu. Liðið mun færast upp töfluna eftir þennan leik.“ Sunnudagur Swansea – Liverpool „Ég ætla að segja að þetta verði jafntefli. Liverpool virðist aðeins vera farið að hrista sig í gang en er óútreiknanlegt. Það sama á í raun við um Swansea.“ Southampton – Newcastle „Newcastle vinnur þetta. Þó að þeir hafi verið slakir hefur Southampton verið enn slakara og Newcastle kemst á sigurbraut.“ Tottenham – West Ham „Tottenham vinnur þetta og Gylfi hlýtur að fá tækifæri. Ég held að þetta fari 2–0.“ Chelsea – Manchester City „Chelsea með nýjan stjóra og ég held að það verði betra en City í þessum leik og klári þetta. Þetta verður ekki stórsigur en heimavöllurinn og særða stoltið mun ráða úrslitum.“ Spáir Chelsea naumum sigri DV fékk Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamann á RÚV og harðan stuðningsmann Arsenal, til að spá í leiki helgarinnar. Einar Örn spáir sínum mönnum að sjálfsögðu sigri gegn Aston Villa og að úrslit annarra leikja verði almennt nokkurn veginn eftir bókinni. n Einar Örn Jónsson spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar n Telur að Gylfi fái tækifæri gegn West Hamð Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Gengi Arsenal hefur verið sveiflu- kennt í síðustu leikjum en liðið mætir Aston Villa á Villa Park í síð- degisleiknum á laugardag. Villa er í 18. sæti fyrir umferðina en Arsenal í því sjötta. Arsenal náði góðum sigri gegn Tottenham um síðustu helgi á meðan Aston Villa steinlá gegn Manchester City, 5–0. Arsenal hefur hins vegar tapað síðustu tveimur útileikjum sínum í deildinni og má illa við því að tapa ætli liðið sér að halda í við toppliðin. Tottenham hefur gengið afleit- lega að undanförnu og tapað fjór- um af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Liðið er í 8. sæti og tek- ur á móti West Ham í Lundúnaslag á sunnudag. West Ham hefur farið vel af stað í deildinni og er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur meira en Totten- ham. n „Ég held að þetta verði markaveisla Vissir þú … … að QPR hefur tapað 12 af síðustu 13 útileikjum sínum í ensku úrvals- deildinni. … að Manchester City er ósigrað í síðustu 18 leikjum sínum í deildinni. … að Roberto Di Matteo entist 262 daga í starfi hjá Chelsea. Hann entist lengur en Villas-Boas (256), Avram Grant (247) og Luis Felipe Scolari (223). … að Mario Balotelli hefur átt flest skot að marki í úrvalsdeildinni án þess að skora, eða 26. … að Liverpool á fæstar heppnaðar fyrir- gjafir í ensku deildinni, eða 13 prósent. … að markið sem Stoke skoraði gegn West Ham á mánudag er aðeins annað markið sem West Ham fær á sig úr föstu leikatriði á tímabilinu. … að Mark Noble hjá West Ham hefur farið í flestar tæklingar allra á tímabil- inu, eða 49. … að Mikel Arteta hjá Arsenal varð um helgina fyrsti leik- maður deildarinnar til að gefa fleiri en 1.000 sendingar á tímabilinu. … að enginn leikmaður í deildinni átti fleiri misheppnaðar sendingar á vallarhelmingi andstæðingsins en Ryan Giggs í síðustu umferð. … að Lukas Podolski er eini leikmaður deildarinnar sem hefur byrjað alla leiki og verið skipt út af í þeim öllum, eða tólf sinnum. … að Sunderland varð um síðustu helgi síðasta liðið til að skora skallamark á tímabilinu. … að Steven Fletcher hefur skorað 6 mörk úr 10 skotum á tímabilinu. … að Manchester United hefur fengið flest mörk á sig allra liða á fyrsta korteri seinni hálfleiks, eða átta. … að Sergio Aguero hefur skorað 20 af 28 mörkum sínum í úrvalsdeildinni á heimavelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.