Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 34
„Ég datt niður í depurð“ 34 Viðtal 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Þ að er kalt en fallegt veður þegar blaðamaður hittir stórsöngvarann Kristján Jóhannsson á kaffihúsinu Mílanó í Faxafeni. Það er snjóþekja yfir öllu enda komið fram í miðjan nóvember. Mílanó er vel við hæfi í kuldanum enda Kristján búinn að búa og starfa á Ítalíu í nærri 40 ár. En nú er hann alkominn heim. Krist- ján pantar sér cappuccino og kleinu áður en spjallið hefst, teygir aðeins úr sér og segir ýmislegt nýtt að frétta. „Ég er fluttur endanlega með fjöl- skylduna til Íslands. Við erum búin að ákveða það að við ætlum að búa á Íslandi,“ segir hann ákveðinn. „Við komum hingað til prufu fyrir rúmum þremur árum. Svo fórum við niður til Ítalíu í sumar til að ná áttum. Konan er búin að klára sitt háskólanám eins og stóð til og miklar breytingar hafa orðið á háttum okkar,“ segir Kristján sem virðist sáttur við þessa ákvörðun þrátt fyrir að greina megi örlítinn trega í rödd hans. Síminn hringdi ekkert Það kom Kristjáni töluvert í opna skjöldu þegar hann snéri aftur til Ís- lands, eftir tæplega 40 ára dvöl er- lendis, að hann virtist Frónbúum gleymdur og grafinn. Eftirspurnin eftir stórtenórnum sem hafði gert garðinn frægan í þekktustu óperu- húsum heims, var lítil sem engin. „Ég tók eftir því þegar ég kom heim að það var nánast ekki hringt í mig. Og enn síður fyrir söng. Það var eins og ég væri kominn heim til að deyja, rétt skriðinn yfir sextugt. Ekki nóg með það heldur er ég í fínu and- legu og líkamlegu ástandi og mjög góðu raddástandi,“ segir Kristján og baðar hlæjandi út höndunum til að leggja áherslu á mál sitt. En verður skyndilega alvarlegri í bragði. „Því er samt ekki að leyna, að í sambandi við þessar breytingar á lífi okkar allra í fjölskyldunni og ekki síst mínu eigin, er ég búinn að vera í svolítilli krísu. Breytingarnar eru svo miklar. Það kom mér í opna skjöldu raunar að þetta varð ekki eins og í gamla daga, þegar það var hringt í mig nánast annan hvern dag og ég beðinn um söng hér og söng þar. En í þetta sinn var bara þögn.“ Varð sorgmæddur Skömmu áður en Kristján flutti heim tók hann þátt í uppsetningu á vegum Íslensku óperunnar í Gamla bíói sem hann segir hafa gengið mjög vel. En það dugði ekki til. Eftirspurnin eftir honum jókst ekki. „Það var ekki nóg til að fólk færi að hringja í mig.“ Það rann því smám saman upp fyrir Kristjáni að hann væri á ákveðn- um byrjunarreit og yrði að sanna sig á nýjan leik. Það fannst honum ekki góð tilfinning. „Ég varð sorgmædd- ur og datt niður í depurð. Ég átti ekki við nein vandamál að stríða þannig lagað en mér fannst þetta afskaplega skrýtið. Ég skildi þetta ekki og þetta var mjög erfitt,“ segir Kristján, fær sér sopa af kaffinu og bita af kleinu. Hann viðurkennir að vissulega hafi hann verið orðinn fastheldinn á Ítalíu og ítalska siði eftir öll þessi ár, en hann telur sig ekki minni Ís- lending fyrir vikið. „Ferskur eins og rósin“ Kristján vonar þó að honum sé að takast að sanna sig á ný. Símtölunum hefur farið fjölgandi og síðustu mánuðina hefur hann fengið fjöl- mörg tækifæri til að syngja sig inn í hug og hjörtu landsmanna á hinum ýmsu tónleikum. Kristján hendir þó gaman að viðbrögðum fólks eftir tón- leika hjá honum. Hann segir suma jafnvel vera hissa á því að hann geti yfirhöfuð ennþá sungið. „Síðustu mánuði hefur allt verið að komast í gang. Kallinn er ekki dauður, hann er flottur ennþá og þetta er bara gam- an,“ segir hann hlæjandi. Síðustu verkefnin sem Kristján tók þátt í voru tvennir tónleikar á Akur eyri. Annars vegar tónleikar í til- efni 90 ára afmælis karlakórs Akur- eyrar – Geysis. Það þótti honum mjög skemmtilegt en hann söng sjálfur með kórnum fyrir um 40 árum. Hins vegar styrktartónleikar fyrir bændur á Norðurlandi sem fóru illa út úr óveðrinu í byrjun september. „Ég náði saman átta manna söngliði og það vantaði fáa upp á að þarna væru samankomnir allir bestu söngvarar landsins. Án þess að ég ýki þá held ég að þetta séu einir glæsileg- ustu söngtónleikar sem ég hef heyrt eða tekið þátt í á Íslandi,“ segir Krist- ján og er augljóslega sáttur við að vera aftur farinn að sinna söngverk- efnum á Íslandi. „Ég get alveg kom- ið því opinberlega á framfæri að ég er hér, ferskur eins og rósin.“ Ósanngjarnt að listamenn borgi með sér Kristján segir það hafa verið yndis- legt að syngja á tónleikum um síð- ustu helgi og á sama tíma rétta bænd- um hjálparhönd. Honum finnst það þó vera komið út í öfgar hversu mik- ið jafnvel opinberar stofnanir, líkt og sjúkrahús, þurfa að reiða sig á utan- aðkomandi aðstoð til að geta starf- að eðlilega og þá oft aðstoð frá lista- mönnum sem gefa vinnu sína. „Það eru alls konar safnanir í gangi, Rauði krossinn hér og sjúkra- húsið þar, tækjakaup og fleira. Þetta er með ólíkindum og tíðkast ekki erlendis. Ef það vantar aðstoð þá eru listamennirnir kallaðir til. Það er svolítið ósanngjarnt, en þó yndis- legt að geta hjálpað til. Hvar eru samt stjórnendur þessa lands? Og hvar er það fé sem á að fara í rekstur þessara stofnana?“ Kristjáni finnst sá hugs- unarháttur vera að festa sig í sessi að svona eigi þetta bara að vera, al- menningur og listamenn eigi að hlaupa undir bagga. „Við erum alltaf boðnir og búnir listamennirnir, en mér finnst þetta ganga út í öfgar. Líka vegna þess að þetta veldur því að þeir listamenn sem vilja verða al- þjóðalistamenn og lifa af list sinni, geta það ekki. Markaðurinn er til- tölulega lítill og þú ert svo fljótur að metta hann.“ Allir aðrir fá greitt Kristján bendir á að ef helstu lista- menn þjóðarinnar eru koma fram á tónleikum eða viðburðum tíu sinnum sömu vikuna þá fái fólk ein- faldlega nóg af þeim. „Svo það sem er ennþá verra; erlendis þegar listamenn eru fengn- ir til að taka þátt í svona söfnunum, hvort sem þeir eru á svæðinu eða þurfa að hafa mikið fyrir því, þá er alltaf séð um að fólk þurfi ekki að bera af því kostnað. Allur kostnaður er greiddur og fólk getur bara verið hamingjusamt. Hér er stundum ætl- ast til að þú eyðir í þetta dögum og jafnvel vikum og hafir af því kostn- að og það þykir bara sjálfsagt. Það er dálítið mikil ósanngirni.“ Kristján vill meina að allir aðrir en listamennirnir fái greitt, tæknimenn, húseigendur og aðrir sem komi að sömu verkefn- unum. Kom til að kippa í spotta Kristján fékk á sig töluverða gagnrýni árið 2004 eftir að í ljós kom að hann hafði fengið greitt fyrir að syngja á tónleikum til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Gefið hafði verið út að allir lista- menn gæfu vinnu sína en það var DV sem upplýsti um greiðsluna til Krist- jáns fyrir verkefnið. Í framhaldinu kom hann fram í frægu Kastljósvið- tali sem endaði með ósköpum. „Þá flaug ég alla leið frá Ítalíu til að taka þátt í þessu. Ég var ekki með búsetu á Íslandi og kom hingað raunar sem útlendingur. Og það sem meira var að ég kom á síðustu stundu vegna þess að miðasalan gekk ekki vel. Ég var kallaður til að kippa í spotta sem gekk heldur betur því við vorum með þrenna tónleika. Hvaða heilbrigður maður ímyndar sé það að ég fljúgi frá Ítalíu, sé hér í tvær vikur, syngi á þrennum tónleik- um og safni milljónum fyrir krabba- meinssjúk börn án þess að fá greitt uppihald? En almenningur virðist hafa ætlast til þess. Þetta var ofsalega ósanngjarnt.“ Öfund hafði áhrif Honum fannst fjölmiðlaumfjöllun um málið einstaklega óvægin í sinn garð. „Þetta var ekki eðlileg umfjöll- un. Þetta voru hreinlega ofsóknir. Mér var bókstaflega kálað, en það virðist vera allt of auðvelt hérna á Ís- landi,“ segir Kristján og er mikið niðri fyrir þegar hann rifjar þetta upp. Aðspurður hvort hann telji öfund vegna velgengi hans erlendis hafa átt einhvern þátt í því að málið vatt upp á sig líkt og það gerði, svarar hann játandi. „Örugglega mjög mikinn og einhvers konar illt hugarfar. Þetta fór bara úr böndunum og út í tóma vitleysu. En það virðist vera búið að snjóa yfir þetta, sem betur fer,“ segir Kristján og brosir. Hann telur þetta atvik eiga sinn þátt í því að símtölin voru fá fyrst um sinn eftir að hann flutti aftur heim til Íslands. „Ég er Íslendingur og hjartað slær íslenskt. Ég er búinn að starfa á erlendum vettvangi í nærri 40 ár og náð góðum árangri, þannig að ég held ég hljóti að vera þjóðinni til sóma þegar upp er staðið.“ Tónleikar í Búðstaðakirkju Kristján er nú að skipuleggja glæsi- lega tónleika, að eigin sögn, sem haldnir verða í Bústaðakirkju þann 8. desember næstkomandi. Um er að „Hvaða heilbrigður maður ímyndar sé það að ég fljúgi frá Ítalíu, sé hér í tvær vikur, syngi á þrennum tónleikum og safni milljónum fyrir krabba- meinssjúk börn án þess að fá greitt uppihald. Stórtenórinn Kristján Jóhannsson er nú alfarið fluttur til Íslands með fjöl- skylduna eftir tæplega 40 ára dvöl á Ítalíu. Hann hefur gert garðinn frægan í helstu óperuhúsum heims og sungið með þekktustu söngvurunum. Var sjálfur einn af þeim eftirsóttustu. Fyrst eftir að hann flutti heim fannst honum Íslendingar hafa gleymt sér. Kristján var úti í kuldanum og síminn hringdi ekkert. Í kjölfarið upplifið hann depurð sem hann hefur jafnt og þétt verið að vinna sig út úr og hefur á síð- ustu mánuðum verið að syngja sig inn í hug og hjörtu landsmanna á nýjan leik. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.