Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 3. desember 2012 Mánudagur Enn stækkar World Class n Málaferlum vegna stöðvarinnar hins vegar ekki lokið L íkamsræktarkeðjan World Class vinnur að því þessa dag- ana að stækka stöð sína í Ögur- hvarfi í Kópavogi. Stöðin mun taka yfir rými í húsnæðinu sem hún er þegar staðsett í en rýmið var nýtt fyrir sérverslun fyrir hestamenn. Við breytinguna mun stöðin taka yfir rúmlega 300 fermetra svæði til viðbótar við það sem stöðin hefur nú þegar í notkun í húsinu. Stefnt er að því að taka nýja rýmið í notk- un strax í næstu viku að hluta til en það verður formlega opnað eftir áramót. Á sama tíma standa enn yfir dómsmál varðandi eignarhald líkamsræktarstöðvarinnar en Björn Leifsson, eigandi World Class, færði félagið út úr eignarhaldsfé- lagi sínu sem síðar endaði í gjald- þroti vegna sligandi skulda. Skuld- irnar voru að mestu tilkomnar vegna misheppnaðs útrásarverk- efnis í Danmörku. Það var síðast á miðvikudag sem mál þrotabús gamla Þreks, sem rak World Class og heitir í dag ÞS69, gegn Laugum, núverandi eiganda líkamsræktar- keðjunnar, var tekið fyrir í héraðs- dómi. Því fer fjarri að þetta séu fyrstu eða einu framkvæmdirnar sem eigendur World Class ráðast í með- an á málaferlum hefur staðið. Í byrjun ársins var tilkynnt að World Class-stöð yrði opnuð á sama stað og Heilsuakademían var áður, í Egils- höll í Grafarvogi, og árið 2010 voru opnaðar tvær stöðvar, í Kringlunni í Reykjavík og áðurnefnd stöð í Ögur- hvarfi í Kópavogi. n Árétting Rétt er að taka fram að um- mæli sem höfð voru um Skúla Mogensen og viðskiptahætti hans í umfjöllun um viðskipta- veldi hans og endurbirt í um- fjöllun um ríkustu hjón lands- ins endurspegla ekki skoðun blaðsins, heldur eru þau skoðun einstakra einstakl inga sem rætt var við vegna nærmyndarinn- ar. Ummælin áttu ekki erindi í umfjöllun sem þessa og rötuðu þangað fyrir mistök. Við biðju- mst afsökunar á þessari yfirsjón. Á fullri ferð Björn Leifsson lætur ekki deigan síga þrátt fyrir málaferli. Mynd Sigtryggur Ari Styður áfram Framsókn „Kæru vinir ég þakka fyrir áhuga ykkar á framboði mínu sem ég hef ákveðið að ljúki núna,“ sagði athafnakonan Jónína Ben á Face- book-síðu sinni þegar ljóst var hverjir myndu leiða lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Hún komst ekki á listann sem uppstill- ingarnefnd flokksins samþykkti fyrir komandi Alþingiskosningar. Hún segist sætta sig við val upp- stillingarnefndar og er stolt af þátt- töku sinni en hún sóttist eftir fyrsta sætinu. Þau Frosti Sigurjónsson og Vigdís Hauksdóttir munu hins vegar leiða lista flokksins í höfuð- borginni. „Ég styð stefnu Fram- sóknarflokksins og mun standa vörð um þá trú mína að hér ættu allir að njóta ríkulega en ekki bara fáir innmúraðir og innvígðir. Ég komst ekki á lista í þetta sinni og sætti mig við það,“ sagði Jónína. Doktorar tóku við gullmerki Doktorar sem hafa varið ritgerðir sínar við Háskóla Íslands undan- farna tólf mánuði tóku við gull- merki háskólans á fullveldis- daginn, 1. desember. Gullmerkið var afhent á hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í hátíðarsal aðalbyggingar háskólans. Fjörutíu og þrír doktorar fengu gullmerki skólans þetta árið. Þetta er í annað sinn sem efnt var til hátíðarinnar og voru það Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, sem ávörpuðu nýdoktorana í tilefni dagsins. S ameinaði lífeyrissjóðurinn lánaði fasteignasalanum Þorláki Ómari Einarssyni rúmlega 25 milljónir króna í gegnum fasteignasölu hans, Stakfell-Stóreign ehf., í febrúar á þessu ári. Þá hafði bú Þorláks verið tekið til gjaldþrota- skipta en hann hefur síðastliðin ár verið einn aðsópsmesti fast- eignasali hér á landi. Skiptum lauk á búi Þorláks síðastliðið sumar og fékkst ekkert upp í 479 millj- óna króna kröfur sem lýst var í bú fasteignasalans. Þrátt fyrir þessa stöðu Þorláks lánaði Sameinaði lífeyrissjóðurinn, sem Kristján Örn Sigurðsson stýrir, félagi hans áðurnefnda upphæð. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Örn og Þorlákur Ómar séu vinir. Lánið var veitt til félagsins til að festa kaup á tæplega 180 fermetra raðhúsi að Móaflöt 25 í Garðabæ. Þorlákur er skráður til heimilis í húsinu um þessar mundir. Ætla má að kröfuhafar Þorláks Ómars hafi leyst til sín aðrar fasteignir sem skráðar voru persónulega á hans nafn vegna erfiðrar skulda- stöðu hans og má ætla að kaup fasteignasalans persónulega á slíkri húseign hefðu ekki litið vel út þar sem bú hans var til skiptameð- ferðar hjá lögfræðingi. Kröfu hafar Þorláks Ómars geta hins vegar ekki amast yfir því að félag á hans veg- um festi kaup á fasteign og geta ekki gert tilkall til hennar. Lánið frá Sameinaða lífeyrissjóðnum er á fyrsta veðrétti í raðhúsinu að Móa- flöt 25. Á öðrum veðrétti er lán frá MP Banka sem veitt var í septem- ber. DV hefur gert ítrekaðar til- raunir í tvo daga til að ná tali af Kristjáni Erni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyris- sjóðsins, vegna málsins. Skilin hafa verið eftir skilaboð til Krist- jáns á skrifstofum sjóðsins um að hringja í blaðið en það hefur hann ekki gert. DV hefur því ekki getað spurt hann um ástæður þess að Sameinaði lífeyrissjóðurinn lánaði fyrirtæki Þorláks Ómars. Lánareglum Sameinaða breytt Þann 19. nóvember greindi DV frá því að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði lánað hjónunum Sævari Jónssyni og Helgu Daníelsdóttur, eigendum skartgripa- og úraversl- unarinnar Leonard, rúmlega 100 milljónir króna út á 500 fermetra hús við Mosprýði 10 eftir íslenska bankahrunið. Á þessum tíma voru hjónin í verulegum fjárhagsvand- ræðum. Sævar var persónulega lýstur gjaldþrota árið 2009 og var lánveitingin til þeirra hjóna því lík láninu til Þorláks Ómars að því leytinu til. Í þeirri frétt kom fram að Ólafur Haukur Jónsson, skrif- stofustjóri og staðgengill fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyris- sjóðsins, væri eldri bróðir Sævars. Lánareglum Sameinaða lífeyris sjóðsins var breytt eftir að DV greindi frá því að Sævar og eigin kona hans hefðu fengið lánið. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við blaðið að sjóðurinn myndi framvegis einungis lána 40 milljónir króna að hámarki en ekki 100 líkt og verið hafði. tók þátt í Baugsviðskiptum Þorlákur Ómar Einarsson er fyrst og fremst þekktur sem fasteigna- sali og kemst reglulega í fréttirnar vegna eigna sem hann er að selja eða hefur selt. Þorlákur Einar hefur einnig komist í fréttirnar fyrir aðkomu að umdeildum fjármálagjörningum. Árið 2005 tók hann þátt í að kaupa upp stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar, ásamt Magnúsi Ægi Magnússyni og Jóni Auðuni Jóns- syni, þegar mikið kapphlaup stóð um sjóðinn og Baugur vildi sölsa hann undir sig. Lögmannsstof- an Lögmenn Laugardal annaðist kaupin á bréfunum en þau voru keypt fyrir hönd eignarhaldsfé- lagsins A-Holding, sem var í eigu Baugs. Stefán Hilmar Hilmarsson, þá fjármálastjóri Baugs, stýrði fé- laginu. DV hefur birt umfjöllun um málið þar sem blaðið hafði undir höndum kvittanir fyrir milli- færslum að andvirði nokkur hund- ruð milljóna króna inn á reikn- inga Þorláks, Magnús Ægis og Jóns Auðuns í Sviss og London, til kaupa í bréfunum, en þrátt fyrir það vildu þeir ekki kannast við umræddar greiðslur. Svo fór að A-Holding seldi bréf- in áfram innan Baugssamstæð- unnar á næstum helmingi hærra verði og hagnaðist félagið þannig um 1,4 milljarða króna. n gjaldþrota lánað fyrir raðhúsi sameinaði lífeyrissjóðurinn nAnnað mál sem tengist lánveitingum frá Sameinaða lífeyrissjóðnum Fékk lán Lánið sem Þorlákur fékk var upp á rúmar 25 milljónir króna. „Lánið var veitt til félagsins til að festa kaup á tæplega 180 fermetra raðhúsi að Móaflöt 25 í Garðabæ. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 19. nóvember 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.