Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Mánudagur 3. desember 2012 Gefur Mæðrastyrksnefnd ilmvötn Þ að er gott að geta glatt mæður sem ná ekki endum saman sérstaklega á þess- um tíma árs,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Gyðju. Fyrirtækið var að bæta þriðja ilmvatninu í safnið, dömuilmvatninu Heklu. Af því tilefni ákvað Sigrún Lilja að sleppa stórum kynningarviðburði á ilmvatninu, líkt og áður hefur tíðkast, og gefa í stað- inn Mæðrastyrksnefnd ilmvötn sem nemur kostnaði slíkt viðburðar. „Jólagjafir eru stór þáttur í jóla- veisluhaldi Íslendinga og það finnst öllum gaman að gleðja ástvini sína á jólunum. En ekki allir hafa efni á því og þar fannst okkur við geta lagt hönd á plóginn með því að gefa ilm- vötn í jólapakka í jólaúthlutun,“ segir Sigrún Lilja sem er afar stolt af Heklu. „Áður en framleiðsla á Heklu hófst sóttum við vatn við Hekluræt- ur sem notað var í framleiðsluna og sendum það út ásamt hraunmolum sem að þessu sinni eru festir við fal- lega lyklakippu sem vafin er utan um ilmvatnsglasið. Við lögðum sérstak- lega mikla vinnu í umbúðirnar og er ég mjög stolt af þeim,“ segir Sigrún og bætir við að Heklu-ilmurinn sé sætur, kvenlegur og munúðarfullur með sætri vanillu og viðarundirtóni. Gyðja framleið- ir einnig dömuilmvatnið EFJ Eyja- fjallajökul og herrailminn VJK Vatnajökul en að sögn Sigrúnar Lilju hafa móttökurnar á ilmunum ver- ið framar vonum. „Íslendingar hafa tekið ilmvötnunum okkar rosalega vel og við erum afar þakklát fyrir það og í anda jólanna langar okkur að gefa til baka.“ n indiana@dv.is M orgunþátturinn Magasín, sem verið hefur verið í loftinu alla virka morgna á útvarpsstöðinni FM 957 síðasta árið, hefur ver- ið tekinn af dagskrá. Þátturinn var í umsjá Ernu Dísar Schweitz, Þórhalls Þórhallssonar og Brynjars Más Valdi- marssonar og naut töluverðra vin- sælda hjá ákveðnum hópi hlustenda. „Þau voru búin að standa sig rosa vel í loftinu og gera ýmsa góða hluti en þátturinn náði ekki því flugi sem við vorum að vonast eftir. Við ákváð- um því að breyta aðeins til,“ segir Heiðar Austmann, dagskrárstjóri út- varpsstöðvarinnar FM 957, aðspurð- ur hvers vegna þátturinn var tekinn af dagskrá. „Við förum fyrst og fremst eftir hlustunartölum og þegar við sáum að þátturinn var ekki að ná því marki sem við vorum að setja okkur og því flugi sem við héldum að yrði, þá þurftum við að setjast niður og spá í hvað við vildum gera. Niðurstaðan varð því miður þessi.“ Ástandið best á Rás 1 Miðað við athugasemdir á Face- book-síðu þáttarins þá virðast margir koma til með að sakna þess að vakna með þremenningunum á morgnana. Útvarpsmaðurinn Yngvi Eysteins- son hefur tekið við keflinu og er nú með morgunþátt á milli 7.00 og 10.00 virka daga. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið, en við mun- um gera eitthvað sniðugt á nýju ári,“ segir Heiðar þegar blaðamaður fiskar eftir því hvort hlustendur FM 957 megi eiga von á öðrum þætti í svipuðum dúr. Nú þegar Erna Dís er horfin á braut eru einungis eftir tvær konur sem þáttastjórnendur hjá útvarps- stöðinni, á móti tíu körlum. Það er því ljóst að töluvert hallar á hlut kvenna. Í raun eru konur almennt í minni- hluta þegar kemur að þáttastjórn í útvarpi á Íslandi. Á Bylgjunni eru einungis tvær á móti sextán körl- um í þáttastjórn og Á X-inu FM 977 er engum þætti stýrt af konu. Hjá Ríkis útvarpinu er ástandið þó betra. Á Rás 1 eru hlutföll- in á milli kynjanna nánast jöfn, en það hallar á hlut kvenna á Rás 2. Strákarnir hugsanlega athyglissjúkari „Það hefur einhvern veginn alltaf verið meira pláss fyrir karl- menn í útvarpi. Konur hafa kannski verið minna fyrir það að koma sér áfram í útvarpi í gegnum tíðina,“ segir Heiðar aðspurður hvort þeir hjá FM 957 hyggist bæta hlut kvenna á stöðinni á nýju ári. Hann segist hafa orðið var við það þegar auglýst hefur ver- ið eftir þáttastjórnendum að karlmenn hafa átt mikinn meirihluta umsókna. „Við erum auðvitað alltaf opnir fyrir því að finna hæfileik- aríkar stelpur í útvarp. Við höfum einmitt verið mjög heppnir með það í gegn- um árin að það hafa mjög hæfileikaríkar og flottar stelp- ur komið til okkar og verið í vinnu á FM.“ Heiðar segist vilja halda hlutfallinu á milli kynj- anna eins jöfnu og hann getur. En hefur hann einhverjar skýringar á því af hverju konur virðist síður sækjast eftir því en karlmenn að starfa í útvarpi? „Það er rosalega erfitt að segja til um það og eflaust er það persónubundið. Kannski erum við strákarnir bara athyglissjúkari en stelpurnar.“ Heiðar segir þó ekki útséð með að Erna Dís, einn af stjórnendum Magasín, fái að spreyta sig frekar á stöðinni. „Það eru ýms- ar pælingar í gangi sem ég get ekki alveg sagt frá eins og stað- an er núna. En hún er ekkert endilega búin að kveðja okk- ur,“ segir Heiðar að lokum. n solrun@dv.is Hallar á konur í þáttastjórnun n Morgunþátturinn Magasín tekinn af dagskrá Þátturinn Magasín liðinn undir lok Heið- ar Austmann dagskrárstjóri segir þáttinn ekki hafa náð því flugi sem vonast var eftir. Mynd af facebook „Kannski erum við strákarnir bara athyglissjúkari J ónína Benediktsdóttir ákvað að láta gott heita eftir að hún komst ekki á lista uppstill- ingarnefndar Framsóknar- flokksins. Hún segist sátt við ákvörðun sína en ákvað að vera ekki viðstödd þegar listinn var samþykktur á aukakjördæmis- þingi Framsóknarmanna í Reykja- vík. Hún mætti þó engu að síður snemma um morguninn og kom með „bílfarm af bakkelsi“, að sögn framsóknarmanns sem tók þátt í valinu og á Facebook-síðu sinni segist glettin Jónína hafa „stillt sér á bak við eldavélina“, hug- tak sem annar framsóknarmaður, Guðni Ágústsson, gerði frægt fyrir nokkrum árum. n Bílfarmur af bakkelsi n Sátt þrátt fyrir allt n Í foreldrafélaginu n Ilmvatnið Hekla frá Gyðju er komið á markað L inda Pétursdóttir, heilsuræktar- frömuður og fyrrverandi fegurðar drottning, nýtur sín í foreldrahlutverkinu. Hún er í stjórn foreldra félags Álftanesskóla og á fullveldis daginn var haldinn þar sérstakur góðgerðadagur. Linda sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og hvatti sem flesta til að mæta: „Jæja, farin að leggja mitt af mörkum ásamt hin- um í stjórn Foreldrafélags Álftanesskóla. Hvet ykkur öll til að gera ykkur glaðan dag og mæta. Mér verður plantað niður við að selja miða í Söguferðir um Nesið fagra.“ n Linda P leggur sitt af mörkum nýtur sín Linda blómstrar í foreldrahlutverkinu. Sigrún Lilja Sigrún Lilja ákvað að halda ekki stóran kynningar- viðburð líkt og hún gerði þegar hin ilmvötnin komu á markað. Mynd eggeRt JóhanneSSon S öngkonan geðþekka Emiliana Torr- ini er samkvæmt heimildum DV að skipuleggja flutning heim til Íslands. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, strák, 6. september 2010 og hefur búið með syni sínum og kærasta í Brighton á Englandi undanfarin ár. Emiliana Torrini að flytja heim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.