Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 3. desember 2012 Arsenal að missa af lestinni n Enn þyngist pressan á Arsene Wenger eftir tap á heimavelli E itthvað alvarlegt er á seyði hjá Arsenal. Um helgina tap- aði liðið illa fyrir Swansea City á heimavelli og hefur liðið nú einungis haft sigur þríveg- is á Emirates-velli af sjö skiptum alls þessa leiktíðina. Enginn með vit í kolli átti raun- verulega von á stórum hlutum frá Arsenal þessa leiktíðina en ekki áttu heldur margir von á hreinu miðju- moði eins og raunin hefur verið. Arsene Wenger hefur um árabil tek- ist að keppa við alla þá stóru og átt í fullu tré við þá þó áföll dynji reglu- lega yfir liðið og stórstjörnur þess yfirgefi herbúðirnar með reglulegu millibili. Á þessu hefur orðið breyting. Að frátöldum Spánverjanum Santi Cazorla hefur enginn leikmaður liðsins spriklað framar vonum hing- að til. Markverðir og vörn í lama- sessi leik eftir leik og dýrir framherj- ar liðsins ekki skilað neinu í takt við laun sín. Í öllu falli hafa þeir alls ekki fyllt skarð Robins van Persie. Mikið er talað um nauðsyn þess að Liverpool geri einhver stór- liðskaup í leikmannaglugganum í janúar en ekki er minni þörf á slíku hjá Arsenal. Vel yfir þriðjungur er liðinn af leiktíðinni og þrátt fyr- ir stöku andartak þar sem leikmenn liðsins fara á kostum eru þau fleiri þar sem liðið er úti á þekju. Og með afar góða leikmenn í hverri stöðu má ljóst vera að sá hópur er ekki að gera eins og Wenger vonaðist eftir. n Þrír á palli n Ronaldo, Iniesta og Messi tilnefndir í keppninni um Gullknött FIFA Þ ann sjöunda janúar næst- komandi verður opinberað hvaða knattspyrnumaður þykir hafa skarað fram úr árið 2012 en þá veitir Alþjóða knattspyrnusambandið Gullknött sinn. Þrír koma til greina samkvæmt útnefningu; Cristiano Ronaldo, Lion- el Messi og Andres Iniesta. Ekki þarf að eyða miklum tíma til að komast að því að helstu veðbankar heims telja Lionel Messi líklegastan þessara þriggja þó einn og einn telji líkur Portúgalans bestar. Iniesta, þó frábær sé, á litla sem enga möguleika samkvæmt sömu bönkum. Þó er vænlegast að útiloka ekkert þó reyndar fátt við valið undanfarin ár beri merki um annað en hjarðhegðun en það eru blaðamenn annars vegar og þjálfarar og fyrirliðar landsliða heims hins vegar sem kjósa um hver hreppir hnossið ár hvert. Leo Messi hefur hlotið nafnbótina síðustu þrjú árin og þar áður hampaði Cristiano Ronaldo titlinum. Iniesta hins vegar er sá eini þeirra þriggja sem hampaði Evrópumeistara titli þetta árið og sá eini þeirra sem hlotið hef- ur heimsmeistaratitil í knattspyrnu. Fyrir utan auðvitað að mata félaga sína, þar á meðal Messi, með félags- liði sínu sýknt og heilagt á frábærum tækifærum. En kannski segir það allt sem segja þarf að félagi Iniesta hjá Barcelona og landsliði Spánar og sá sem talinn hefur verið um áraraðir eini ómis- sandi leikmaður beggja liða, Xavi, hefur aldrei hlotið þessa nafnbót. Sem, ólíkt því sem margir telja, snýst ekki um að skora sem flest mörk þó það hjálpi auðvitað. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is aNDrES iNiESTa Barcelona Árslaun: 1,3 milljarðar króna. Styrktaraðilar: Nike, Kalise, GolTV, BBVA auk smærri fyrirtækja. Eignir: Andres á tvö spænsk fyrirtæki. Annars vegar vínframleiðsluna Bodegas Iniesta og verktakafyrirtækið Iniesta Construcciones. Heimili: Hann á stóra villu í Sant Feliu de Llobregat í Barcelona auk villu í fæðingarbæ sínum Albacete. Aðdáendur: 11 milljónir aðdáenda á Facebook og fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Bílafloti: Audi Q7 og BWM X5. CriSTiaNO rONalDO Real Madrid Árslaun: 1,64 milljarðar króna Styrktaraðilar: Nike, Armani, Castrol, Konami, Banco Espi- ritu Santo, Clear, Time Force, Toyota auk minni fyrirtækja. Eignir: Á diskótek á Algarve undir nafninu Seven og fata- hönnun og verslanir undir nafninu CR7. Heimili: Hann býr í 900 fermetra villu í úthverfi Madrid, Pozuela de Alarcón. Aðdáendur: 51,4 milljónir aðdáenda á Facebook og 11,2 milljónir á Twitter Bílafloti: Lamborghini Aventador, Ferrari 955 GTB, Bentley Continental, Audi R8, Audi A8, Audi Q7, Audi RS6, Aston Martin DB9, McLaren MP4, Bugati Veyron auk ómerkilegra bifreiða. liONEl MESSi Barcelona Árslaun: 1,71 milljarður króna. Styrktaraðilar: Adidas, Pepsi, Herbalife, EA Sports, Chery, Audemars Piget, Dolce y Gabbana, Lays auk smærri aðila. Eignir: Á í samvinnu við föður sinn fjárfestinga- og leigufyrirtækið Limecu. Fjölskylda hans á allan rétt á öllu er ber nafn hans. Aðdáendur: 39,4 milljónir á Facebook. Heimili: Stór villa í Pedralbes-hverfi í Barcelona auk eigna heima í Argentínu. Bílafloti: Dodge Charger STR, Audi R8, Audi Q7, Maser- ati Stradale, Porsche Panamera, Ferrari Spider. Mikel Arteta Enginn skortur á hæfileikum hjá Arsenal en illa gengur að hala inn stigin. Einn eða tveir lánsmenn Stjóri Liverpool, Brendan Rodg- ers, hugsar aldeilis stórt. Hann hefur lýst yfir vilja til að bæta við leikmannahóp liðs síns í janúar eftir að hafa viðurkennt mikil mis- tök þegar hann lánaði Roy Carroll snemma leiktíðar. Stórkaupin eru þó engin kaup heldur ætlar Rodg- ers að fá „einn eða tvo leikmenn að láni.“ Ekki veitir af. Liðið slefaði þrjú stig gegn botnliði Southamp- ton á heimavelli um helgina en hangir í meðalmennsku um miðja úrvalsdeildina. Tóm í Skotlandi Einn allra frægasti rígur milli nokkurra knattspyrnuliða í heim- inum er milli Glasgow Rangers og Celtic og kveður svo rammt að hatri milli stuðningsmanna fé- laganna að þeir vingast ekki einu sinni við hvern annan utan bolt- ans. Nú er hins vegar tómarúm í hjörtum Celtic-aðdáenda eftir að Rangers varð gjaldþrota og sent niður í þriðju deildina í Skotlandi. Væri allt eðlilegt væri Celtic fyrir löngu komið með gott forskot í annars lélegri skoskri deild en svo er ekki. Stórliðið er aðeins einu stigi á undan Hibernian eftir helgina. Rafa í ruglinu Roman Abramovich hlýtur að klóra sér duglega í hausnum eftir að hafa ráðið Rafa Benitez í skyndingu sem nýjan en tímabundinn þjálfara Chelsea. Liðið hefur halað inn heil tvö stig undir hans stjórn í þremur leikj- um og með slíkan mannskap að það er ekkert minna en ömur- legt. En þó Rússinn ráði og reki menn jafnt ört og aðrir karlmenn skipta um nærbuxur er ólíklegt að Benitez fjúki áður en tímabilinu lýkur. Hann kostaði skildinginn og er með fínan samning þótt tímabundinn sé. Bale til Spánar Margir telja Gareth Bale hjá Tottenham besta bakvörð heims en hann er þekktari fyrir sóknar- tilburði sína en varnarleik. Slíkt á meira skylt við sóknarbolta þann sem leikinn er af liðum á Spáni en Englandi enda telur fyrrverandi félagi Bale hjá Tottenham, Luka Modric sem nú er hjá Real Madrid, að Bale eigi að drífa sig sem fyrst suður eftir. Bale mundi falla eins og flís við rass hjá stórliðunum þar í landi en hann er nú ekki beint að standa sig illa í London heldur. Þjálfari Tottenham, Villa-Boas, er óánægður með slíkar bolla- leggingar enda er Bale lykilmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.