Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2012, Blaðsíða 11
RáðningaRfeRli hjá VR sViðsett Fréttir 11Mánudagur 3. desember 2012 n Laganemi ráðinn í yfirmannsstöðu hjá VR n Er orðin sambýliskona formannsins „Það er ekkert leyndarmál hér á skrifstofunni, eða nokkurs staðar annars staðar, að Sara Lind er sambýliskona mín. dómstólinn, lagasetningu og laga- framkvæmd hér á landi. Það voru einu kynnin sem ég hafði haft af henni áður.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki boðið Söru Lind að flytja fyrirlesturinn, segir Stefán Einar að svo hafi verið. „Já, já, ég las rit- gerðina og bað hana að koma.“ Stefán segir aðspurður að hann kannist ekki við að sambandið á milli hans og Söru Lindar hafi valdið titringi innan VR. Segir hann að hann hafi ekki tekið eftir því. „Við höldum okkar einkalífi fyrir utan skrifstofuna. Ég tek engar ákvarð- anir varðandi hennar störf heldur er það framkvæmdastjóri sem ger- ir það.“ Skilur spurningarnar Stefán Einar segir að hann skilji vel þann áhuga sem fjölmiðlar sýni því að vel sé staðið að ráðningum starfs- manna innan VR – sjálfur tjáði hann sig alloft opinberlega um siðferði við stjórnun fyrirtækja og stofnana áður en hann varð formaður VR og var um tíma sá eini hér á landi sem titlaði sig viðskiptasiðfræðing. „Ég skil vel að þið veltið fyrir ykkur ráðningarferli fólks og öðru slíku. Ég svara þeim hlutum eins skilmerki- lega og ég get.“ Umhugað um siðferði Í framboðsræðu sinni hjá VR í fyrra ræddi Stefán Einar um að VR væri þannig stofnun í íslensku samfé- lagi að hún þyrfti að vera í lagi. „VR er einn af þessum hlutum í íslensku samfélagi sem þarf að vera í lagi til að samfélagið funkeri vel,“ sagði Stefán en eitt af þeim atriðum sem hann staldraði við í ræðu sinni var launamunur kynjanna. Sagði hann að ekki væri líðandi að konur væru með lægri laun en karlmenn í sam- bærilegum störfum og að hann hygðist beita sér gegn kynjabundn- um launamun. Í máli Stefáns Einars kom fram að hann, sem við- skiptasiðfræðingur, væri nokkuð vel til þess fallinn að lagfæra slíkt siðleysi í stjórnun fyrirtækja á markaði. „Ég tel að stjórnendur fyrirtækja vilji ekki fá formann VR, og síst af öllu ef hann kennir við- skiptasiðfræði í háskólanum, til þess að segja að þeir séu að standa í veginum fyrir því að konur séu að fá sanngjörn laun á markaði.“ Ljóst var á máli Stefáns að hann ætlaði sér að beita sér fyrir siðvæð- ingu, og nota meðal annars til þess þá fræðilegu þekkingu á siðfræði sem hann gaf sig út fyrir að hafa, í rekstri þeirra fyrirtækja sem félags- menn VR starfa hjá. n „Smækkuð útgáfa af Eirarmálinu“ Í búar í leiguhúsnæði Elliða, hús- næðissamvinnufélags eldri borg- ara í Þorlákshöfn, eru slegnir eftir að upplýst var um það á fundi á dögunum að félagið væri tækni- lega gjaldþrota. „Þetta er bara eins og smækkuð útgáfa af Eirarmálinu,“ sagði Þorlákshafnarbúi, sem tengist manni sem bjó á heimilinu fjöl- skylduböndum, í samtali við DV. Óvæntar fréttir Félagið var stofnað árið 2004 af íbú- um í kringum byggingu og rekstur íbúðarhúsa fyrir 60 ára og eldri í bænum. Félagið lét byggja hús við Sunnubraut og Mánabraut í bænum og voru byggingarnar fjármagnaðar með lánum frá Íbúðalánasjóði. Hús- næðissamvinnufélag virkar á þann hátt að íbúi greiðir fyrir búseturétt í húsunum en borgar einnig leigu. Þegar fólk flytur svo úr húsunum þá fær það eða eftirlifandi ættingjar greiddan til baka höfuðstólinn af því sem borgað var inn. Hjá Elliða hafa íbúar greitt 6–8 milljónir fyrir búseturéttinn en ný- lega var fólki, sem átti heimtingu á að fá höfuðstólinn greiddan, neitað um hann. Í kjölfarið var haldinn fundur þar sem lögmaður félagsins málaði upp afar dökka mynd af stöðu fé- lagsins. Samkvæmt heimildum DV komu fregnirnar íbúum Elliða í opna skjöldu, enda höfðu þeir fengið afar takmarkaðar upplýsingar um fjár- hagsstöðu Elliða fram að þessu. Skilaði ekki ársreikningum Ný stjórn tók við félaginu árið 2010 og er núverandi formaður Elliða Ás- berg Lárenzínusson. Þegar DV bank- aði upp á hjá honum á föstudag þá vísaði hann því á bug að félagið stæði frammi fyrir gjaldþroti og sagði stöðu félagsins ekki vera fréttamál. Það væri verið að leysa málin. Kona hans, Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir, tók í sama streng og sagði að til allr- ar hamingju væri ekki um gjaldþrot að ræða. Sagði hún að ef til vill hefðu íbúar fengið dálítið óskýrar upplýs- ingar um stöðu mála á fundinum. Ljóst er að félagið vanrækti skil á ársreikningum árum saman og var ársreikningum áranna 2006–2010 ekki skilað fyrr en árið 2011, ári eftir að ný stjórn tók við. Samkvæmt heimildum DV voru heldur ekki haldnir ársfundir á árunum 2004– 2010. Fyrir vikið höfðu íbúar ekki vit- neskju um stöðu mála. Einn af við- mælendum blaðsins sagði að þeir sem spurt hefðu spurninga um fjár- mál félagsins hefðu einfaldlega verið sakaðir um „röfl og frekju“. „Upplýsingarnar sem fólk fékk í upphafi voru bara bull og kjaftæði,“ sagði hann. „Og eftir að fólkið hafði borgað búsetugjaldið þá fékk það bara aldrei neinar upplýsingar. Fólk er auðvitað sárt og ósátt við að ekk- ert hafi verið gert í þessu allan þenn- an tíma.“ „Sama þó ég fái ekki peninginn“ Þegar blaðakona DV mætti á svæðið til þess að ræða við íbúa í húsunum fékk hún dræmar undirtektir og vildu fáir tjá sig um málið. „Hér er allir vin- ir og við stöndum saman. Þetta er allt í góðu hér á milli allra og við ætlum að leysa þetta. Mér líður vel hérna og persónulega er mér sama þótt ég fái ekki peninginn til baka. Við erum örugg hérna og líður vel og fáum að vera hérna áfram,“ sagði einn íbú- inn en tók það fram að það væri sín persónulega skoðun. „Við vitum bara svo lítið, við erum nýbúin að heyra af þessu. Það er bara eins hérna og er alls staðar annars staðar, það er kreppa og öll lán hafa hækkað upp úr öllu valdi,“ sagði ann- ar íbúi. Enginn vildi koma fram undir nafni. „Ekki fallegt umræðuefni“ Eins og áður segir eru áhöld um hvort félagið er gjaldþrota eða ekki. Ef sú er raunin er ólíklegt að íbúar í leiguhús- næði Elliða fái búsetugjaldið greitt til baka, en þar er í flestum tilvikum um 6–8 milljónir að ræða. Ætla má að íbúarnir fái áfram að búa í hús- unum taki Íbúðalánasjóður þau yfir en þá er ekki útilokað að leiguverðið hækki. Fjögur hús eru laus og fá fyrr- verandi íbúar eða ættingjar þeirra ekki búsetugjaldið greitt nema ein- hver flytji inn í þau. Svo virðist sem bæjarstjórn Þor- lákshafnar hafi ekki verið gert við- vart um ástandið hjá Elliða og að sögn bæjarstjórnarfulltrúa sem DV ræddi við hefur málið ekki verið rætt á fundum stjórnarinnar. „Þetta er nú ekki fallegt umræðuefni,“ sagði hann þegar blaðamaður DV minntist á Elliða við hann. n n Búsetufélag í Þorlákshöfn tæknilega gjaldþrota n Íbúar slegnir„Eftir að fólkið hafði borgað búsetu- gjaldið þá fékk það bara aldrei neinar upplýsingar. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ónafngreindir viðmælendur Fæstir þeirra sem DV ræddi við um málefni Elliða vildu koma fram undir nafni. Tæknilega gjaldþrota Óvíst er hvort íbúar í leiguhús- næði Elliða fái búsetugjaldið greitt til baka. Mynd SigTryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.