Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 34
Náttúrufræðingurinn 34 kyrru fyrir þar um daginn, nema hvað það fékk sér vatn að drekka einstaka sinnum. Frekari undirbúningi fyrir komu Carstens Grøndahl dýralæknis var haldið áfram um morguninn, þ.e. 17. júní. Sérfræðingur Umhverf- isstofnunar hafði þá verið í sam- skiptum við Carsten og Christian Sonne, dýralækni og sérfræðing í hvítabjarnafræðum við Árósahá- skóla, og dönsku Umhverfisstofn- unina. Til stóð að Christian Sonne fylgdi Carsten til Íslands og annaðist sýnatökur úr birninum, en af komu hans varð ekki og því tók Umhverf- isstofnun ábyrgð á öflun umræddra sýna. Drög að aðgerðaráætlun við föngun hvítabjarnarins voru ákveð- in af yfirlögregluþjóni, dýralækni Umhverfisstofnunar og forstöðu- manni Náttúrustofu Norðurlands vestra. Yfirlögregluþjónn var sá sem stýrði aðgerðum að Hrauni með tilliti til öryggisþátta en ábyrgð á aðgerðum við föngun dýrsins hvíldi á starfsmanni Umhverfisstofnunar. Kallaðir voru til þrír dýralæknar á vegum Matvælastofnunar til aðstoð- ar við aðgerðina og fyrirhugaðar sýnatökur. Vél Icelandair Cargo lenti á Akur- eyrarflugvelli um kl. 14:30 með Carsten Grøndahl dýralækni og búr fyrir björninn. Búrinu var ekið landleiðina út á Hraun en Carsten fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar (5. mynd). Hvítabjörninn var enn rólegur í æðarvarpinu og hafði lítið hreyft sig. Þegar Carsten kom að Hrauni var haldinn fundur þar sem hann var kynntur fyrir öllum þeim aðilum á staðnum sem komu að aðgerðum og ábyrgðar- skipan auk þess sem farið var almennt yfir stöðu mála. Aðgerð varðandi föngunina var ákveðin í smáatriðum og í framhaldinu gengu aðilar til undirbúnings. Búr- ið kom að Hrauni um kl. 17:00 og hófst björgunaraðgerðin skömmu síðar. Ákveðið var að nálgast dýrið á tveimur bílum og senda fyrri bílinn í hvarf við björninn, helst milli hans og sjávar til að koma í veg fyrir að dýrið ætti undankomu þangað. Bíll- inn komst í um 50 m fjarlægð við dýrið og staðnæmdist þar án þess að dýrið yrði hans vart að því er virtist. Seinni bíllinn, með Carsten inn- anborðs, nálgaðist björninn í hans augsýn og kom hreyfing á dýrið áður en komist varð í fullnægjandi færi til að skjóta það með deyfipílu (6. mynd). Fyrstu viðbrögð hvíta- bjarna við hættu eru að leita í sjó eða vatn og eins og sést á 3. mynd er stutt í vatn og sjó á utanverðum Skaga. Í stuttu máli fældist dýrið og eftir stuttan eltingarleik var ljóst að það var á leiðinni í sjóinn. Á því augnabliki var ákveðið að fella það og var það gert á fagmannlegan hátt. Því miður tókst ekki að ná birninum lifandi þrátt fyrir allan undirbúning- inn, en við þær aðstæður sem eru á utanverðum Skaga er ekki hlaupið að því. Fjölmiðlafár varð svipað og við komu fyrri bjarnarins en ljóst var að reiðiöldurnar hafði lægt töluvert, enda eflaust aukinn skilningur á því hvað við er að eiga þegar slíka gesti ber að garði. Sú tilraun sem gerð var 6. mynd. Tveir bílar voru notaðir til að komast að dýrinu, en það varð vart við seinni bílinn (til hægri á myndinni) þar sem Carsten Grøndahl dýralæknir var innanborðs. Dýrið liggur við vatnið á milli bílanna. Ljósm.: Þórdís V. Bragadóttir 2008. 5. mynd. Búrið komið út á Skaga, en það var flutt landleiðina frá Akureyri. Ljósm.: Þórdís V. Bragadóttir 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.