Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 42
Náttúrufræðingurinn 42 4. mynd. Ljósmynd af þunnsneið úr beinlímslagi framtannar birnu sem synti á land á Skaga 16. júní 2008. Rauð punktalína sýnir mörk tannbeins og beinlímslags- ins. Birnan er talin hafa verið komin á fimmtánda ár og hafa eignast afkvæmi að minnsta kosti þrisvar sinnum (6, 9 og 12 ára gömul). Breiðar sumarlínur (S) fara á undan áberandi vetrar- línum þegar talið er að birnan hafi lagst í híði (H) og alið og fóstrað húna. Næstu tvær árs- línur innan hvers þriggja ára tímgunarferils eru auðkenndar tölustöfunum 2 og 3. Mögulegt er að birnan hafi einnig átt af- kvæmi þegar hún var talin vera 5 ára en ekki náð að ala þau upp (merkt með H?). Línur sem taldar eru vera millilínur í sumarlögum eru auðkenndar bókstöfunum a–f. – Photograph of stained thin-section showing growth layer groups in the ce- mentum region of I1 of a female polar bear that swam ashore in Skagi, N-Iceland, on June 16, 2008. The segregation between the dentary and the cementum layers is shown with a dotted red line. White arrows point to dark-staining, dense bands that are suggested to be incremental lines. The estimated age of the female was 14½ years. It is hypothesized that the female had successfully raised cubs three times, born when she was 6, 9, and 12 years old, respectively. In each case a wide, translucent summer band (S) was followed by a broad, dark staining, dense incremental line (H) when the female was expected to have spent the winter in a den with the newly born cubs. The two following, narrow growth layer groups are indicated with 2 and 3, respectively. When five years old the female might also have given birth to cubs that were not raised (marked with H ?). Six lines, probably all accessory lines during the warmer parts of the year, are marked with the letters a–f. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. raunverulegar vetrarlínur. Vel er þekkt að vetrarlínur dýra af þekkt- um aldri getur vantað eða þær verið óskýrar.16,17,18 Mestu ónákvæmninnar við mat á aldri Skagabjarnarins gætir um miðbik æviskeiðsins en síðustu 12 árin (árin 1997–2008) mynd- uðust skýrar og reglulegar vetrar- línur sem gætu bent til þess að óverulegar breytingar hafi orðið á högum bjarnarins eftir að hann var kominn á miðjan aldur. Sér- staka athygli vekur breiða, dökka vetrarlínan sem myndaðist þegar dýrið var álitið vera þriggja vetra (5. mynd). Þessi lína er áberandi breiðari en aðrar línur. Þykktin er ekki ósvipuð línunum sem taldar voru hafa myndast híðisveturna hjá birnunni (4. mynd). Talið er að þessi lína endurspegli langan vetur og hálfgert sultarlíf eftir að forsjár móðurinnar naut ekki lengur við og húnninn þurfti að fara að spjara sig á eigin spýtur. Aldurssamsetning hvítabjarnarstofna Forvitnilegt er að skoða aldurssam- setningu hvítabjarnarstofnanna sem lifa næst landinu. Við merkingar á dýrum úr Svalbarðastofninum á árunum 1988–2002 var fremsti forjaxlinn tekinn úr 1062 dýrum og aldurinn metinn.15 Veiðar eru aftur á móti stundaðar á hvítabjörnum á Grænlandi og því er aldurssam- setning dýranna sem þaðan voru rannsökuð frá árunum 1988–1996, alls 238 talsins, talsvert öðruvísi (6. mynd).22 Athygli vekur að sárasjald- gæft er að ísbirnir í þessum stofnum nái meira en 23 ára aldri. Auknar og endurskoðaðar athug- anir á hvítabjörnum úr Svalbarða- stofninum (1073 dýr frá árunum 1988–2003) sýndu að einungis 1,5% þessara dýra náðu því að verða 23 ára og meðalaldur í stofninum var ekki nema ríflega 8 ár. Ef björn- um sem ekki voru búnir að ná þriggja ára aldri var sleppt í þessum útreikningum hækkaði meðalaldur- inn í 11,3 ár.17 Það verður að fara varlega í að túlka gögn um aldurssamsetningu spendýra. Dreifing dýranna er oft háð kyni og aldri. Því er ekki hægt að ganga að því vísu að úrtak endurspegli viðkomandi stofn. Gögnin frá Svalbarða byggjast á 
 H
 S 
 2 
 
 H
 S 
 2 
 3 
 
 H
 S 
 2 
 3 
 3 
 2 
 H 
? 
 1 
 5 
 6 
 9 
 2 
 3 
 4 
 3 
 a 
 c 
 b 
 d f 
 e 
 Tannbein 
 
 
Beinlím 
 14 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.