Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Haustveðráttan og varmahagur Í lok september og byrjun október hefst kæling vatnsins fyrir alvöru. Í byrjun nóvember er yfirborðs- hitinn í venjulegu árferði kominn niður undir 4°C og vatnið er gegn- umblandað nánast niður á botn.2 Rétt er að hafa í huga að við 4°C er eðlisþyngd vatns mest, yfirborðslög- in sökkva og við þann hita gengur því lóðrétt blöndun greiðlega og þarf ekki öldugang til. Í nokkra daga síðla haustsins, oftast snemma í nóvember, ríkir hitajafnvægi. Allur vatnsbolurinn hefur álíka hitastig og lindavatnið sem streymir inn, eða um 3,5°C. En kælingin heldur áfram uns yfirborðshitinn er kominn niður undir 0°C. Í meðalárferði er vatnið allt orðið nægjanlega kalt til þess að ís myndist við rétt veðurskilyrði um áramót. Eins og áður er getið kólnar Þing- vallavatn á þrennan hátt. Í fyrsta lagi verður varmatap við beina útgeislun (sjá rammagr.), í öðru lagi með skyn- varma við beina snertingu vatnsflat- arins við loftið og í þriðja lagi fellur vatnshitinn við uppgufun vatns. Þar sem upphitun frá sólu er lítil sem engin í nóvember og des- ember nemur geislunarjöfnuðurinn á hverjum tíma um 20 til 80 W/m2 og varmi tapast sem því nemur. Neikvæður geislunarjöfnuður er breytilegur og fer eftir m.a. skýja- fari og yfirborðshita vatnsins. Til samanburðar nær inngeislun sól- ar hæglega yfir 500–600 W/m2 á hádegi þegar sólargangur er hvað lengstur og er þá ekki tekið tillit til endurkasts yfirborðs vatnsins. Ekki er einfalt að koma við mæl- ingum á flæði skynvarma og guf- unarvarma. Byggt á niðurstöðu fjölda rannsókna hefur verið sett fram eftirfarandi samband á milli flæðis skynvarma og vindstyrks og við mun á yfirborðshita og hita loftsins:10 H = 1,259 • Uz ( Ts - Tz) Uz er mældur vindur í hæðinni z Ts er yfirborðshiti og Tz er hiti lofts í hæðinni z -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 19 35 19 38 19 41 19 44 19 47 19 50 19 53 19 56 19 59 19 62 19 65 19 68 19 71 19 74 19 77 19 80 19 83 19 86 19 89 19 92 19 95 19 98 20 01 20 04 20 07 °C Me alhiti 1961-1990 Sjálfvirk stöð Fjöldi athugana: 17446 Logn: 6,1 % Breytileg átt: 0% 10. mynd. Tíðni vindátta (%) í nóvember og desember 1996–2007 á veðurathugunarstöð- inni á Leirum við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Vindáttir á milli norðurs og austurs eru tíðastar og veðurhæð áberandi mest þegar hann er á hánorðan. – Wind distibution in Nov.– Dec. at the Þingvellir weather station. 9. mynd. Meðalhiti í nóvember–desember ár hvert. Vel sést hvað hitafarið er breytilegt og skiptast á mild og köld haust. (Gögn frá Veðurstofu Íslands. Leiðrétt er fyrir flutningi á mælistað.) – Mean temperature at the Þingvellir weather station for Nov.–Dec.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.