Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 73

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Haustveðráttan og varmahagur Í lok september og byrjun október hefst kæling vatnsins fyrir alvöru. Í byrjun nóvember er yfirborðs- hitinn í venjulegu árferði kominn niður undir 4°C og vatnið er gegn- umblandað nánast niður á botn.2 Rétt er að hafa í huga að við 4°C er eðlisþyngd vatns mest, yfirborðslög- in sökkva og við þann hita gengur því lóðrétt blöndun greiðlega og þarf ekki öldugang til. Í nokkra daga síðla haustsins, oftast snemma í nóvember, ríkir hitajafnvægi. Allur vatnsbolurinn hefur álíka hitastig og lindavatnið sem streymir inn, eða um 3,5°C. En kælingin heldur áfram uns yfirborðshitinn er kominn niður undir 0°C. Í meðalárferði er vatnið allt orðið nægjanlega kalt til þess að ís myndist við rétt veðurskilyrði um áramót. Eins og áður er getið kólnar Þing- vallavatn á þrennan hátt. Í fyrsta lagi verður varmatap við beina útgeislun (sjá rammagr.), í öðru lagi með skyn- varma við beina snertingu vatnsflat- arins við loftið og í þriðja lagi fellur vatnshitinn við uppgufun vatns. Þar sem upphitun frá sólu er lítil sem engin í nóvember og des- ember nemur geislunarjöfnuðurinn á hverjum tíma um 20 til 80 W/m2 og varmi tapast sem því nemur. Neikvæður geislunarjöfnuður er breytilegur og fer eftir m.a. skýja- fari og yfirborðshita vatnsins. Til samanburðar nær inngeislun sól- ar hæglega yfir 500–600 W/m2 á hádegi þegar sólargangur er hvað lengstur og er þá ekki tekið tillit til endurkasts yfirborðs vatnsins. Ekki er einfalt að koma við mæl- ingum á flæði skynvarma og guf- unarvarma. Byggt á niðurstöðu fjölda rannsókna hefur verið sett fram eftirfarandi samband á milli flæðis skynvarma og vindstyrks og við mun á yfirborðshita og hita loftsins:10 H = 1,259 • Uz ( Ts - Tz) Uz er mældur vindur í hæðinni z Ts er yfirborðshiti og Tz er hiti lofts í hæðinni z -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 19 35 19 38 19 41 19 44 19 47 19 50 19 53 19 56 19 59 19 62 19 65 19 68 19 71 19 74 19 77 19 80 19 83 19 86 19 89 19 92 19 95 19 98 20 01 20 04 20 07 °C Me alhiti 1961-1990 Sjálfvirk stöð Fjöldi athugana: 17446 Logn: 6,1 % Breytileg átt: 0% 10. mynd. Tíðni vindátta (%) í nóvember og desember 1996–2007 á veðurathugunarstöð- inni á Leirum við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Vindáttir á milli norðurs og austurs eru tíðastar og veðurhæð áberandi mest þegar hann er á hánorðan. – Wind distibution in Nov.– Dec. at the Þingvellir weather station. 9. mynd. Meðalhiti í nóvember–desember ár hvert. Vel sést hvað hitafarið er breytilegt og skiptast á mild og köld haust. (Gögn frá Veðurstofu Íslands. Leiðrétt er fyrir flutningi á mælistað.) – Mean temperature at the Þingvellir weather station for Nov.–Dec.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.