Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 40

Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 40
GRIPLA38 legt, sbr. (1d). Niðurstöður eru dregnar saman í 6. kafla en þær eru í stuttu máli á þá leið að lýsingarorðið göróttur, sem líkast til hefur merkt ‘með agni, sem tál er í’, hefur verið gjƒróttr í forníslensku og með eðlilegri hljóðþróun hefði afkomandi þess í nútímamáli verið gjöróttur. Heimildir benda þó til þess að gjöróttur hafi ekki lifað fram til nútíma heldur horfið úr málinu (en erfitt er að segja hvenær) og verið endurvakið sem göróttur á nítjándu öld; nútímamáls- orðið göróttur reynist því vera eins konar tökuorð úr fornu máli.1 2. Merking orðsins göróttur í elstu heimildum Eins og þegar hefur verið getið kemur orðið göróttur aðeins fyrir í frásögninni af dauða Sinfjötla, sonar Sigmundar Völsungssonar, sem lýst er bæði í Kon- ungsbók eddukvæða og Völsunga sögu. Fyrst verður hugað að frásögninni í Konungsbók eddukvæða en hún er í lausamálskafla framan við Grípisspá. Það er upphaf þeirra viðskipta Borghildar og Sinfjötla sem hér koma við sögu að Sinfjötli og bróðir Borghildar „báðu einnar konu báðir, og fyrir þá sök drap Sinfjötli hann“, eins og segir í Konungsbók eddukvæða (útg. Gísli Sig- urðsson 1998:208). „En er hann kom heim þá bað Borghildur hann fara á brott en Sigmundur bauð henni fébætur og það varð hún að þiggja. En að erfinu bar Borghildur öl. Hún tók eitur, mikið horn fullt, og bar Sinfjötla.“ Til skýrleiks- auka er það sem gerist næst skilið sundur í þrennt og sýnt í (2a–c) (útg. Gísli Sigurðsson 1998:208; leturbreytingar hér). (2) Sinfjötla borin þrjú drykkjarhorn: Konungsbók eddukvæða a. En er hann sá í hornið skildi hann að eitur var í og mælti til Sig- mundar: „Göróttur er drykkurinn, ái.“ Sigmundur tók hornið og drakk af. Svo er sagt að Sigmundur var harðgör að hvorki mátti honum eitur granda utan né innan, en allir synir hans stóðust eitur á hörund utan. 1 Grein þessi er að stofni til fyrirlestur sem ég flutti á Hugvísindaþingi í Háskóla Íslands 18. nóvember 2005; áheyrendum þar þakka ég gagnlegar umræður. Guðrúnu Þórhallsdóttur og Guðvarði Má Gunnlaugssyni þakka ég ábendingar og athugasemdir við eldri gerð greinar- innar. Guðrúnu þakka ég enn fremur tækifæri til að kynna efni greinarinnar í námskeiðinu 05.41.22 Orðsifjafræði á meistarastigi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands á haustmisseri 2006 og nemendum þar hjálplegar athugasemdir og umræður. Sigurði Péturssyni þakka ég aðstoð og ónafngreindum ritrýni Griplu gagnlegar ábendingar. Ég ber að sjálfsögðu einn ábyrgð á göllum sem enn kunna að finnast. Verk þetta var styrkt af Vísindasjóði Rannsókna- miðstöðvar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.