Són - 01.01.2005, Blaðsíða 33

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 33
JÓÐMÆLI 33 ekki skrifað.4 Um sumt í skinnhandritunum orkar tvímælis hvernig lesa má. Kvæðið Barngæludiktur / Barngælubálkur ber þess merki að vera upphaflega ort undir áhrifum kaþólskra siðaboða áður en tekið var við lútherskum sið hérlendis að skipan danskra yfirvalda. Sumstaðar gætir þess í Barngælubálki að hugsunin hafi verið hneigð að lútherskum boðskap þar sem aftur Barngæludiktur virðist staðfastari í kaþólskum sið. Dæmi má taka. Í 2. erindi í Barngæludikti ákallar ljóðmælandi Jesú Maríuson að geyma barnið. Samsvarandi er 3. erindi í Barngælubálki; í stað þess að fela Maríusyni barnið er skaparinn beðinn að lúthersk- um hætti að láta góðan engil sinn geyma þess. Annað dæmi er að í 10. erindi í Barngæludikti er meynni ráðið að fara til messu og hlýða „tíðum öllum“ en í samsvarandi erindi í Barngælubálki (nr. 39) er farið nær lútherskum boðum og henni sagt að fara til kirkju og hlýða „guðspjalls orðum“. Í 16. erindi í Barngæludikti gætir þess kaþólska siðar að falla á knébeð í tilbeiðslu, en knébeðjarfall tíðkast ekki á sama hátt í lútherskum sið. Samsvarandi erindi er ekki í Barngælubálki. Í 68. erindi í Barngælubálki ræður ljóðmælandi meynni til þess að forðast „bragna þá alla / sem bann gjöra“ og næsta erindi lýsir eldum vítis sem bannsmenn kynda sjálfum sér. Víslega er hér varað við umgengni við þá sem sjálfir felldu á sig bann af verkum sínum og kölluðu yfir sig vítisloga eftir kaþólskum siðaboðum sem þó eldi eftir af í lútherskum sið ef svo bauð við að horfa. Í 71. erindi í Barngælubálki segir: „Heiðra skaltu / helgar tíðir / og skipa svo / skötnum þínum / fasta þú jafnan / ef fullstyrk er / svo sem klerkar / köppum bjóða.“ Eftir orðunum haldast hér áherslur kaþólsks siðar á helgar tíðir og föstur. Tvö síðastnefnd erindi (68. og 71.) eiga ekki hliðstæður í Barngæludikti sem er óheill einsog fyrr segir. Af dæmunum má ráða að í báðum gerðum kvæðisins er kaþólskri trúarhugsun haldið, en þegar samanburði verður við komið virðist Barngælubálkur vera hollari kenningum sem mótmælendur aðhylltust. Því mun óhætt að giska á að Barngæludiktur standi nær eldri og upprunalegri gerð og er því prentaður hér á undan Barngælubálki. Skáldið felur nafn sitt og meyjarinnar sem ort er til eftir aðferð 4 Minnilegasta frásögn íslensk úr héruðum Eistlands er í Brennu–Njáls sögu; þar segir að í bardaga við víkinga í Eysýslu fékk Gunnar Hámundarson atgeirinn sem fylgdi honum síðan. Brennu-Njáls saga (Íslenzk fornrit XII). Einar Ól. Sveinsson gaf út. Rvk. 1954, 79–82.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.