Són - 01.01.2005, Síða 164

Són - 01.01.2005, Síða 164
VÉSTEINN ÓLASON164 Birtingur stórt skarð í íslenska menntakerfinu og þeirri upplýsingu sem aðgengileg var á íslensku. Í fyrsta lagi með frásögnum af erlendri list og myndum sem gáfu manni skýra hugmynd um hvað var á seyði, andstætt nótnapári tónskálda sem var hebreska þeim sem ekki voru læsir á nótur, en vakti þó grun um eðli nýjunganna. En mesta afrek þessa brautryðjendarits nýjungamanna og heimsborgara í list- um voru þó líklega skrif Harðar Ágústssonar um íslenska bygging- arlist, forna og nýja. Þar hóf hann með festu, nákvæmni og skarpri hugsun og framsetningu það starf sem hann síðan hefur haldið áfram og birt í hverju stórvirkinu á fætur öðru. Hörður byrjar á að fjalla um nýjustu listina í París og sameinar jafnan alþjóðlegt sjónarhorn hlut- verki fræðarans sem vill vekja lesanda sinn til vitundar um það sem verðmætt er og skilnings á því. Hörður veit að lesandann skortir undirstöðumenntun í myndlistinni og tekst undravel að bæta úr því. Fljótlega fjallar hann á gagnrýninn hátt um nýjustu byggingarlist í Reykjavík en víkur svo þegar árið 1958 máli sínu og myndum að íslenskri byggingarhefð: skálanum á Keldum, gömlum kirkjum og torfbæjum ellegar timburhúsum í kaupstöðum. Hörður gefur hvar- vetna gaum að formum, handbragði, heildarsvip. Vanþekking á lista- sögu hefur lengi verið ein stærsta gloppan í menntun Íslendinga. Birtingur bætti úr því fyrir þá sem hann sáu, og Birtingsmennirnir Hörður Ágústsson og Björn Th. Björnsson lyftu grettistaki á þessu sviði með skrifum sínum í Birtingi og annars staðar, meðal annars í grundvallarritum um lista- og byggingarsögu. Nýkominn til Reykjavíkur og sestur í Háskóla Íslands átti ég erindi við afgreiðslu Birtings, líklega til að tilkynna nýtt heimilisfang og hitti fyrir Einar Braga í eldhúsinu heima hjá sér (á Bjarnarstíg, minnir mig). Þá tókust vinarkynni sem síðan héldust, þótt við áttuðum okkur ekki á því fyrr en löngu síðar að við vorum fjórmenningar, báðir komnir af Ragnheiði átjánbarnamóður, örsnauðri skaftfellskri konu. Mörg af ágætustu kvæðum Einars Braga komu í Birtingi, og skrif hans um bók- menntir og önnur menningarmál voru afbragðsgóð, skýr og drengileg. En hinn þátturinn var ekki síður mikilsverður, og hafa þeir ekki farið dult með það, samverkamenn hans, að Einar Bragi var sú kjölfesta sem tryggði með óþrjótandi elju að Birtingur héldi áfram að koma út, meðal annars með margvíslegu snatti sem ekki var af andlegu tagi. Það var áreiðanlega ekki auðvelt að halda þessu riti úti. Það barðist auðvitað í bökkum alla tíð, og ekki get ég ímyndað mér að ritstjórarnir hafi nokkurn tíma borið krónu úr býtum fyrir störf sín og skrif, miklu frem- ur að þeir hafi þurft að leggja ritinu til fé þegar að kreppti, svo að ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.