Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 57

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 57
57 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Katz (1995) talar um fjórar tegundir náms- markmiða sem hún telur mikilvægt að stefna að í leikskólastarfi. Þetta eru markmið sem lúta að þekkingu, færni, tilhneigingum til náms og tilfinningum. Bertram og Pascal (2002a, 2002b) telja að í stað þess að meta leikskólastarf út frá því sem börn eiga að læra og auðvelt er að meta sé fýsilegra að tala um árangursríkan námsmann sem hafi hæfni til að skoða umheiminn með opnum og gagnrýnum huga í þeim tilgangi að bæta við þekkingu sína og skilning. Þegar fjallað er um starfshætti í leikskólum hafa fræðimenn og leikskólakennarar ígrundað og rætt hugtökin umönnun og kennsla. Ný skilgreining þessara hugtaka felur í sér að lögð er áhersla á þátt samskipta og félagslegra tengsla í námi barna og talið að börn læri best í umhverfi þar sem líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra er mætt (Smith, 1996). Á þessum grunni byggir Broström (2003) umfjöllun sína þegar hann talar um að umönnun leikskólakennara beinist að þörfum barnsins, uppeldi þess og kennslu. Markmiðssetning, viðhorf leik- skólakennara til þess hvað börn eigi að læra og hvaða starfshætti þeir aðhyllist byggjast á gildismati og skoðunum hvers og eins. Því voru eftirfarandi rannsóknarspurningar hafðar að leiðarljósi við rannsóknina: 1) Hver eru markmið leikskólastarfs að mati leikskólastjóranna? 2) Hvað telja leikskólastjórarnir að börn eigi að læra í leikskóla? 3) Hverjir eru starfshættir leikskólanna að mati leikskólastjóranna? 4) Hvaða sýn hafa leikskólastjórarnir á börn? Aðferð Þátttakendur í rannsókninni voru 60 leik- skólastjórar í leikskólum í ólíkum sveitar- félögum á landinu. Gögnum var safnað á þremur árum 2001, 2002 og 2003. Tekin voru opin viðtöl við leikskólastjórana og tóku leikskólakennaranemar á lokaári við Kennaraháskóla Íslands viðtölin sem hluta af verkefnum í tveimur áföngum, annars vegar námskeiði um aðferðafræði rannsókna og hins vegar námskeiði um stefnur og strauma í leikskólauppeldi. Hagkvæmni réð hvernig þátttakendur voru valdir. Nemar máttu til að mynda velja hvaða leikskólastjóra þeir tóku viðtal við. Fyrsta árið sem gögnunum var safnað höfðu því nemarnir nokkuð frjálsar hendur við hvern þeir ræddu, næstu tvö árin voru hins vegar þeir leikskólastjórar sem þegar hafði verið talað við útilokaðir svo færri möguleikar voru þá fyrir hendi. Leikskólakennaranemarnir skiluðu höfundum afritum af viðtölunum í tölvutæku formi og veittu leyfi til þess að þau væru notuð áfram við rannsóknina. Leikskólastjórarnir veittu leyfi fyrir rannsókninni fyrir sitt leyti sem og rekstraraðilarnir. Viðtöl Tekin voru hálfopin (semistructured) viðtöl við leikskólastjórana og viðtalsrammi notaður til viðmiðunar. Lögð var áhersla á að í viðtölunum væri fjallað um eftirfarandi efnisþætti: Markmið leikskólastarfsins, hugmyndir leikskólastjórans um nám, kennsluaðferðir leikskólans og hlutverk leikskólakennarans. Í eigindlegum viðtölum er lögð áhersla á að skilja sjónarhól þátttakenda, þ.e. það sem er mikilvægt fyrir viðmælendur og þá merkingu sem þeir leggja í það sem verið er að rannsaka. Jafnvel þótt settur væri upp viðtalsrammi var gert ráð fyrir talsverðu frelsi til umræðu og skoðanaskipta milli viðmælanda og spyrjanda. Þeir sem tóku viðtölin gátu sveigt þau og aðlagað aðstæðum og því sem upp kom í viðtalinu og leikskólastjórarnir gátu haft áhrif á það sem talað var um og í hvaða átt viðtalið stefndi. Lögð var áhersla á að samtalið og framvinda þess stýrði viðtalinu. Einnig var leikskólastjórinn hvattur til að tala um það sem hann hefði áhuga á og helst brann á honum og hann síðan spurður nánar út í það sem hann sagði. Greining gagna Við greiningu viðtalanna var byggt á aðferðum Bogdan og Biklen (1998) og Miles og Huberman Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.