Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 35

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 35
35 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 sem út úr því kom“. Hann telur að kennarar séu almennt jákvæðir í garð sjálfsmats en stundum upplifi þeir það eins og verið sé að „þröngva einhverju upp á þá“ og vilji fá að vera í friði við sína kennslu. Aðstoðarskólastjóri segir fólk jákvætt en það komi alltaf upp „taut,“ en fólk sé „ekki neikvætt“. Kennarar segja að ekki sé mikil umræða meðal þeirra um sjálfsmat. Telja þeir að andstaða við sjálfsmat sé lítil en kennurum með langa starfsreynslu finnist sumt sem tengist matinu óþarfi. Kennarar leggja áherslu á að ekki megi taka of mikið fyrir í einu og ræða þurfi forgangs röð. Að mati kennaranna hefur sjálfsmatið leitt til umbóta, ekki hvað síst hafi það stuðlað að auknum samræðum milli kennara, sem sé af hinu góða. Í Unnarskóla hefur að mati skólastjóra talsverð umræða verið í skólanum um mat, sem endurspegli áhuga starfsfólks. Aðstoðar- skólastjóri telur jarðveginn frjóan innan skólans fyrir vinnu af þessu tagi. Hann segir að tekist hafi að skapa „jákvætt starfsumhverfi“ sem er „tilbúið í breytingar“. Að hans mati hafa stjórnendur skólans ekki fylgt málum nægilega vel eftir en kennarar „verði að sjá að sú vinna sem þeir hafa lagt í sjálfsmatið skili árangri“. Hann álítur að sjálfsmatshópurinn í heild sé ekki nægilega áhugasamur um viðfangsefnið og það sé keyrt áfram af einum til tveimur úr hópnum. Í viðræðum við kennara kemur fram að þeir telja starfsfólk skólans jákvætt og að enginn andstöðuhópur sé til staðar en stundum gæti hlutleysis. Að mati kennara hafa niðurstöður sjálfsmatsins ekki vakið nægilega mikla athygli og skort hafi á að umbótaáætlunum sem fylgdu í kjölfarið hafi verið nægilega vel fylgt eftir. Kennarar telja að það hafi „aldrei verið gert af alhug“. “Þegar fólk fór að sjá að þetta var til einhvers fór það að verða jákvæðara“ segir einn kennari skólans. Í Bylgjuskóla gætir mikillar gagnrýni í umræðum um Skólarýni og telja viðmælendur hann allt of flókið tæki. Þeir telja sig hafa verið óheppna að því leyti að margar aðrar kannanir hafi verið gerðar í öðru samhengi sem hafi skapað „pirring“ meðal kennara sem fannst að alltaf væri verið að kanna það sama. Sjálfsmatið hafi því ekki farið vel af stað og mikið hafi safnast af upplýsingum sem erfitt var að henda reiður á og vinna úr. Í viðræðum við umsjónarhópinn sagði einn viðmælendanna: „Og við erum eiginlega búin að vera í heilmiklu brölti að fóta okkur í þessu verkefni ..., við þurftum að læra vinnubrögðin í þessu samhengi.“ Fram kom að umsjónarhópurinn telur að virkja þurfi almenna kennara enn meira en gert hefur verið. Einn úr hópnum sagði: Já, en ég vil virkja kennara meira. Mér finnst fólk ekki almennt vita mikið um hvað við erum að gera yfirleitt. Þeim finnst þetta ekki vera sitt mál. Samt fara þeir yfir próf og annað sem við leggjum fyrir en sérkennararnir vinna nánar úr gögnunum. Þrátt fyrir þessa gagnrýnu afstöðu telur umsjónarhópurinn að niðurstöðurnar úr matinu hafi verið „mjög gefandi fyrir skólasam- félagið“ og að það megi örugglega rekja til þess að skólinn hafi staðið sig vel. Í röðum kennara virðast nokkuð skiptar skoðanir um gildi sjálfsmatsins. Telja sumir mikla vinnu tengjast matinu og að það taki ekki á raunverulegum vandamálum eins og þeirri stýringu sem samræmd próf hafa á skólastarfið. Einn kennari segist ekki hafa verið viss um ágæti sjálfsmats en vera „í dag sannfærð um það“. Annar viðmælandi segir: „Ég held að góðir kennarar í góðum skólum hafi í raun verið í stöðugu sjálfsmati, þótt það hafi ekki verið formlegt, kerfisbundið með skýrslugerð. Það er eðli góðra skóla.“ Annar segir að sér finnist matið „gefa náminu meiri tilgang, að þurfa að standa svolítil skil á því sem þú ert búin að vera að vinna, þetta eru svona ákveðin lok á verkefninu“. Í Ölduskóla er sjálfsmat vel samþætt hefðbundinni starfsemi skólans og segir skólastjórinn að meðvitað hafi verið reynt að skipuleggja sjálfsmatið þannig að það félli að meginstarfsemi skólans, fremur en litið væri á það sem viðbótarverkefni. Hann sagði: Þetta stressaði okkur ekkert þegar þetta kom upp. Við tókum okkur bara tíma, við Sjálfsmat í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.