Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 74
74 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 sem kostur er (International Test Commission, 2001). Þýðing og staðfærsla á texta mælitækis Þessi verkhluti lýtur að vali á þýðendum og vinnu við þýðingu og staðfærslu á texta mælitækisins. Þýðendur eru að sjálfsögðu valdir eftir færni og þekkingu sem æskileg er og vinnulag mótast af því hvort ein eða tvær þýðingar eru gerðar og hvernig gengið er frá lokaútgáfu textans þegar tveir þýða (Grisay, 2003, 2004; van de Vijver og Hambleton, 1996; Maxwell, 1996). Viðfangsefni þýðenda er að þýða texta, atriði og leiðbeiningar, sjá til þess að málfar sé við hæfi markhópsins og inntak atriða sé í samræmi við aðstæður hans. Vinnulag getur ýmist verið með þeim hætti að einn þýðandi vinni verkið eða tveir þýðendur geri hvor sína þýðingu. Þegar tvær sjálfstæðar þýðingar eru gerðar sér þriðji þýðandi eða vinnuhópur um að ganga frá lokatexta á grunni beggja þýðinganna (Grisay, 2003, 2004; Maxwell, 1996). Kostir þess að tveir þýði eru að þeir geta dregið fram ólíkar hliðar á viðfangsefninu, farið ólíkar leiðir í orðalagi eða efnistökum þegar atriði er breytt. Þessi atriði geta verið málfarsleg, t.d. val á orðum, þýðing margræðra orða, markviss framsetning á góðri íslensku og fleira. Jafnframt koma fram ólíkar leiðir til að færa efni atriða að íslenskum aðstæðum og ólíkar leiðir til að finna nýjan efnivið þegar efniviður í frumútgáfu á ekki við á Íslandi. Þegar lokaútgáfa er gerð upp úr báðum þýðingum blasa við atriði sem á milli ber og þriðji þýðandi eða vinnuhópurinn velur þá útfærslu sem betri þykir eða kemur með nýja tillögu. Þegar ákveðið er hvort einn eða tveir þýðendur komi að verkinu er nauðsynlegt að huga að því hvaða færni er mikilvægust fyrir verkið og hvort völ sé á þýðanda sem hefur allt til að bera. Einnig verður að meta hvort ásættanlegt sé að fórna þeim ávinningi sem fæst með því að tveir þýði (Grisay, 2003, 2004; Maxwell, 1996). Val þýðenda verður að byggja á því hver markmið þýðingarinnar eru. Æskilegt er að þýðendur hafi færni á fimm sviðum, þ.e. þýðandi verður að hafa gott vald á báðum tungu- málum, hafa góða þekkingu á menningarlegum sérkennum beggja samfélaga, á hugsmíðinni sem mæld er, á markhópnum og þekkingu á prófagerð. Æskilegt er að velja þýðendur sem hafa sem flesta þessara þátta á valdi sínu og forgangsraða ólíkri færni eftir mikilvægi hverju sinni (Hambleton og Bollwark, 1991; van de Vijver og Hambleton, 1996). Þessi atriði vega misþungt eftir aðstæðum hverju sinni. Færni í báðum tungumálum er undantekningarlaust nauðsynleg til að skynja blæbrigði í frumútgáfu og skila þeim á lipru máli í þýðingu (Grisay, 2004; Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson, 1988). Mýmörg dæmi um stirt orðalag sem gerir atriði flókin eða illskiljanleg, t.d. ensk setningaskipan, benda til að góðri færni í íslensku sé ekki síður ábótavant hjá þeim sem þýtt hafa mælitæki hér á landi en færni í frummáli. Þýðandi verður bæði að þekkja til hugsmíðar sem mæld er og til markhópsins, þeirra sem ætlað er að svara mælitækinu. Þetta er mikilvægt til að meta hvenær efnistök atriðis (hegðun, staðhæfing, skoðun) henta ekki til að mæla sama flöt hugsmíðar í báðum löndum og hvenær þarf að velja annan efnivið. Þessi þekking er þýðanda einnig nauðsynleg til að velja orðafar í takt við tungutak og þankagang markhóps, til dæmis að nota einfalt og hlutbundið orðalag þegar við á, nota faglegt orðfæri einungis fyrir sérmenntaðar fagstéttir, meta hvenær nota má slangur sem beitt er hjá markhópi og nota hluti eða atburði úr hversdagslegu umhverfi þegar efnivið atriðis er breytt (Grisay, 2004; Hambleton, 1993, 2005; Hulin, 1987; International Test Commission, 2001). Þekking á hugsmíð er einnig nauðsynleg til að beiting faglegs orðafars verði markviss (van de Vijver og Hambleton, 1996). Líta má svo á að þetta falli undir yfirborðsréttmæti (face validity) og getur verið nauðsynleg forsenda þess að þeir sem svara taki mælitækið alvarlega og svari af heiðarleika (Messick, 1989). Æskilegt er að þýðendur séu vel að sér um gerð prófa og spurningalista og um orðalag Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.