Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 16
14 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 fólks í þjóðfélagi sem hafði vaxandi þörf fyrir fjölbreytta menntun. Þegar komið var fram um 1960 varð stöðnun í stærðfræðimenntun æ ljósari: ü Hún virtist stuðla að því að viðhalda og þróa menningu og hugmyndafræði samfélags sem var horfið ü og búa einstaklinginn undir að takast á við líf í annars konar samfélagi en beið hans. ü Menn vissu ekki hvernig stærð- fræðimenntun gæti stuðlað að tækni- legri og efnahagslegri þróun sam- félagsins. Menntamálaráðuneytið var lítil skrifstofa í Stjórnarráðinu og vanmegnug. Niðurstöður alþjóðauppeldismálaþinga, sem haldin voru í Genf árin 1950 og 1956, voru kynntar í tímariti barnakennara, Menntamálum 1961, ekki af hálfu Menntamálaráðuneytisins heldur gerði það almennur kennari á Vesturlandi, Gestur O. Gestsson. Þar segir: ... reikningsnám er réttur og hagur sérhvers manns, án tillits til kyns hans eða kynstofns, stéttar, stöðu eða starfs. ... Reikningur, með þeim hugsanamáta sem hann skapar, ætti að vera mikill þáttur í uppeldi hvers manns jafnt þótt störf hans verði hvorki á sviði tækni né vísinda. ... Nauðsynlegt er a) Að varðveita áhugann á reikningnum og hagnýtingu hans. b) Að taka fullt tillit til eigin hugsanamáta hvers nemanda ... (Gestur O. Gestsson, 1961: 120–122). Ný viðhorf til stærðfræðimenntunar voru að skjóta rótum, að reikningsnám sé réttur hvers manns og taka skyldi tillit til hugsanamáta nemenda. Námskrá var gefin út árið 1960 en þótti heldur takmörkuð. Gestur gagnrýndi námskrána í sömu grein í Menntamálum. Hann hafði eftir þjóðkunnum manni að telpa þyrfti ekki að læra mikinn reikning til að geta afgreitt í brauðbúð. Gestur sagði: Stjórnendur fræðslumálanna ... skilji það ekki, að stúlka, sem afgreiðir í brauðbúð sé maður, að hún eigi rétt á að lifa eigin menningarlífi, taka þátt í þjóðmálum og vera, eða verða, góð móðir ... (1961: 125). Gagnrýni á steinrunnin viðhorf voru þarna að koma fram frá grasrótinni. Reikningsnám væri mannréttindi sem stuðluðu að því að fólk gæti lifað eigin menningarlífi og tekið þátt í þjóðmálum. Hér má greina annað atriðið í upptalningu Niss á meginástæðum stærðfræðimenntunar, að gera einstaklinginn hæfari til þátttöku í samfélaginu. Gestur kynnti líka fyrir kennurum reikningsaðferðir úr ritgerðinni Algorismus, leiðarminni um forna þekkingu (Gestur O. Gestsson, 1962). Umræðan á uppeldismálaþingunum var bergmál af hræringum sem voru að búa um sig erlendis. Eftir seinni heimstyrjöld fór fram endurskoðun á námsefni í stærðfræði, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. OEEC, síðar OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, setti fram kenningar um að menntun, sér í lagi í stærðfræði og raungreinum, stuðlaði að efnahagslegum og félagslegum framförum. Samtökin fólu sérfræðingum að endurskoða kennslu þessara greina og gengust fyrir fundi stærðfræðinga, stærðfræðikennara og sérfræðinga í stærðfræðimenntun í Royaumont, Frakklandi, í nóvember 1959 (OEEC, 1961). Ætlunin var að auka veg hagnýttrar stærðfræði, en á fundinum vógu þyngra rök þeirra sem mæltu með rökfræði, mengjafræði og algebru sem umgjörð að skólastærðfræði, allt niður í barnaskóla. Svonefnd „nýstærðfræði“ tók að breiðast út um heiminn. Íslendingar áttu ekki fulltrúa í Royaumont, en hugmyndir um nýstærðfræðina bárust stærðfræðikennurum á Íslandi frá dönskum kollegum. Stærðfræðingarnir Guðmundur Arnlaugsson og Björn Bjarnason, kennarar við Menntaskólann í Reykjavík og verkfræðideild Háskóla Íslands, höfðu báðir dvalið í Danmörku á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Þeir þekktu Svend Bundgaard, prófessor í stærðfræði við Árósaháskóla, en hann var helsti forvígismaður um innleiðingu nýstærðfræðinnar í Danmörku. Þeir Guðmundur og Björn hófu breyting- arnar á því að taka bandaríska kennslubók, Principles of Mathematics eftir Allendoerfer og Oakley (1963), til kennslu við Menntaskólann í Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.