Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 96

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 96
94 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 það er númer eitt.“ Margir hafa bent á að ímynd námsgreina eins og náttúruvísinda sé einmitt ofurseld því að fremur sé horft til yfirferðar skilgreinds námsefnis og skilvirkni en uppeldislegrar orðræðu sem taki mið af hugmyndum og séraðstæðum nemenda (Sjá t.d. Atkin og Black, 2003; Bencze og Hodson, 1999). Umræðan um fjölbreytta kennsluhætti og það að gefa nemendum tíma til að laga forhugmyndir sínar að vísindalegum hugmyndum kennslubókanna sé að vísu ljóslifandi, en hún lifi fyrst og fremst „á vörum fólks“ fremur en í raunverulegu starfi (sbr. orðalag Zilversmit, 1993). Sú hugmynd að fyrri reynsla og forhugmynd- ir barna skipti sköpum í náttúruvísindanámi hefur verið tengd svonefndri hugsmíðikenn- ingu (constructivist theory) sem hefur haft vaxandi áhrif á rannsóknir og þróun í nátt- úrufræðimenntun allt frá 9. áratug síðustu aldar. Þar má nefna til dæmis rannsóknir Rosalind Driver og fleiri (Driver, 1983; Driver og Bell, 1986), sem sögðu að sýn hugsmíðikenningar á nám og kennslu fælist í því að nemandi byggði upp þekkingu og skilning, jafnvel stundum rangan skilning, með því að tengja ný hugtök og hugmyndir við fyrri reynslu og hugmyndir. Enn fremur væri það fyrst og fremst háð áhuga og ábyrgð nemandans sjálfs hvort nám færi fram; samskipti hans við umhverfi sitt og það tungumál sem þar væri beitt skipti sköpum um það hvers konar merkingu hugmyndir og hugtök fengju í huga hans. Síðastliðinn aldarfjórðung hafa augu rannsakenda í náttúruvísindamenntun beinst í æ ríkari mæli að þessu (Bennett, 2003) og þar með skipulagi skólastarfs sem tekur mið af skyggðu flötunum í sjö-ramma-líkaninu. Þar hefur svonefnd félagsleg hugsmíðikenning líklega haft mest áhrif með vísan í mikilvægi tungumáls, félagslegra aðstæðna og umhverfis. Að minnsta kosti tveir viðmælenda okkar sýna tilburði í þessa átt með skipulagi sínu, þ.e. þeir Jakob og Símon. Ákvarðanataka og fagmennska Margir þættir liggja til grundvallar ákvarðana- töku kennara og þeir axla margvíslega ábyrgð í starfi sínu. Viðmælendur í þessari rannsókn voru kennarar í náttúruvísindum á miðstigi og unglingastigi grunnskóla. Öll hafa þau aflað sér þeirrar sérþekkingar á sviðinu sem felst í almennu kennaranámi, en auk þess hafa þau sérþekkingu á inntaki námsgreinarinnar, kennslu hennar og heppilegum námsaðferðum, námsaðstæðum og viðfangsefnum. Þetta kemur nokkurn veginn heim og saman við það sem Shulman (1986) sagði um sérþekkingu fagkennara, sem hann taldi þrenns konar, til viðbótar almennri þekkingu á menntun og uppeldi, þ.e. þekkingu á inntaki fagsins og þekkingu á ákjósanlegum aðferðum og leiðum. Síðast en ekki síst er svo þekking á heildarskipulagi, námskrám, námsefni og gögnum, sem Shulman nefndi curricular knowledge. Þar vegur sýn á heildarsamhengi skólastarfsins og samábyrgð á skipulagi þess þungt, bæði lárétt (lateral curriculum knowledge) og lóðrétt (vertical curriculum knowledge). Trausti Þorsteinsson (2003) bendir á að krafan um slíka yfirsýn og samábyrgð starfs- manna stofnana eins og skóla hafi farið vaxandi með auknum rétti fólks til aðgengis að upplýsingum og staða fagstétta hafi því tekið breytingum er varði siðferðileg gildi og samvirkni (2003, bls. 190). Þessar breytingar hafi fræðimenn eins og Hargreaves fjallað um undir yfirskriftinni „hin nýja fagmennska“ (the new professionalism), sbr. titil bókar Hargreaves frá 1994. Trausti vísar til rannsókna sem bendi til þess að svonefnd „ósjálfstæð fagmennska“, þar sem kennarar fylgi nákvæmlega aðalnámskránni og öðrum fyrirmælum sé á undanhaldi og „sjálfstæð fagmennska“ þar sem kennarar hafi frelsi til að ákvarða námsefni og kennsluaðferðir gangi vart upp vegna tilhneigingar yfirvalda til að taka fagleg yfirráð af kennurum. Eftir standi hin nýja eða „samvirka fagmennska“ er einkennist af því að kennarar hverfi frá einyrkjahlutverki sínu í skólastofunni til samvirkra starfshátta þar sem jafnt samkennarar, foreldrar og nemendur séu samstarfsaðilar. Slík þróun leiði til þess að kennarar lúti sameiginlegum hagsmunum Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.