Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 60

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 60
58 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 fólks. Í ljósi þess má taka undir með Jerome Bruner (1977) sem segir að menntun þjóni þeim tilgangi að mennta góða, yfirvegaða þegna til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Skýrsla UNESCO um nám á 21. öldinni lýsir í raun með skýrum hætti þeim markmiðum sem stefna ætti að á öllum skólastigum og jafnframt í hverju starf kennara er fólgið. Þeirra er að auka þekkingu og skilning en veita einstaklingum jafnframt tækifæri til að þroska skapandi eiginleika og verða færir um að taka tillit til annarra. Hlutverk kennara í menntun felst þannig í því að gera nemendur færa um að meta ólík sjónarmið, draga ályktanir en taka jafnframt til greina tilfinningar, skoðanir og skuldbindingar annarra, ýmist einir eða með öðrum. Nám nemenda í grunnskólum byggist á því hvernig kennarar eru undir það búnir að takast á við starf sitt. Miklar kröfur eru gerðar til kennarastarfsins og það er margbrotið. Jónas Pálsson (1978) segir að kennarinn sé haldreipi skólastarfsins; hann sé ekki aðeins fræðari og heyrari, heldur sé hann verkstjóri, ráðgjafi og leiðsögumaður. Ólafur Proppé (1992) segir að starfið byggist á alþjóðlegri fræðilegri þekkingu og veruleika þess þjóðfélags sem um ræðir hverju sinni; kennarar þurfi því að hafa góð tök á tungumáli og skilning á menningu og félagslegum veruleika. Kennarar þurfa bæði að huga að samfélaginu og menningararfinum, en einnig að nemandanum sem einstaklingi. Nám nemandans og líðan er hornsteinn starfsins. Kennarar þurfa því að skapa aðstæður sem stuðla að frjórri hugsun nemenda, samstarfi og sjálfstæðum vinnubrögðum, um leið og þeir efla þekkingu þeirra og skilning. Ekki er hægt að lýsa starfi kennara án þess að nefna hve viðhorf þeirra og skilningur tengist náið allri kennslu. „Tengsl nemenda og kennara eru líftaug uppeldisstarfsins - af þeim tekur daglegt starf skólans svip og einkenni“ (Jónas Pálsson, 1978). Hæfni kennara til að skilja tilfinningar, viðhorf og hegðun nemenda er stór þáttur í starfi þeirra. Á síðasta áratug hefur mikilvægi þessa komið skýrar í ljós en oft áður (Cooper og McIntyre, 1996; Hewitt, 1997; Kristín Aðalsteinsdóttir, 2000 og 2002). Hlutverk kennara felst í að samtvinna alla þessa þætti uppeldis og menntunar, leggja mat á starfið og tengja viðfangsefnin skilningi sínum á nemendum. Það krefst skipulags, þekkingar, áhuga, innsæis og mikillar leikni í mannlegum samskiptum. Ólafur Proppé (1992) leggur á það áherslu að geti kennarar ekki ráðið fram úr vandamálum þurfi þeir að vera færir um að beina málum á aðrar brautir. Viðurkennt er að ekkert hefur meiri áhrif á einkenni og gæði skóla og á nám nemenda en eðli þess samstarfs sem kennarar eiga við fagfólk, nemendur og foreldra (Bart, 2006). Jónas Pálsson (1983) telur að sá sem ætli sér að lýsa kennarastarfinu sé jafnframt óhjákvæmilega að gera grein fyrir verkefni og starfsháttum grunnskólans og þar með að kynna viðhorf sín til helstu markmiða uppeldis og menntunar. Hlutverk og markmið grunnskóla sem skilgreint er í Aðalnámskrá grunnskóla (1999) er í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO. Fræðimenn (Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993) hafa bent á það að leiðirnar að markmiðum menntunar séu margþættar og mörg ljón virðist vera á veginum. Menntastofnanir eða kennarar eru í raun ekki einráðir um val markmiða og viðfangsefna. Því er haldið fram að yfirvöld innleiði umbætur í menntamálum í þeim tilgangi að tryggja samræmi á milli menntakerfisins og yfirlýstra markmiða stjórnvalda í efnahags- og menningarmálum. Þessar miðstýrðu aðgerðir hafa umbreytt menntastofnunum í tímans rás og um leið skapað vettvang fyrir nýja hugmyndafræði. Íslensk menntaumræða er stöðugt undir áhrifum frá þessum öflum. Þróun kennaramenntunar hér á landi má skipta í tímabil eftir ríkjandi menningu og félagslegum veruleika samfélagsins hverju sinni. Oft hafa átök orðið milli stjórnvalda og stjórnenda menntastofnana og annars fagfólks. Í þeirri glímu hafa álitamál verið mörg, ekki síst vegna ólíkra viðhorfa ráðamanna og fagfólksins. Mikilvægt er að skilja þá baráttu, þróun og árangur sem sagan hefur látið okkur í té. Til að efla þann skilning verður leitað svara Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.