Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 19

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 19
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR 19 heldur þau sneru að menningar- og menntamálum eða þjóðfélags- og stjórnmálum. Öfgar til hægri og vinstri voru algengar og málamiðlanir voru svik við einhvern tiltekinn málstað. Kúbverski kvikmyndaleikstjórinn García Espinosa kallaði eftir svonefndum „ófullkomnum kvikmyndum“, en í því fólst eins konar andsvar við fegruðum ímyndum um menn og mál- efni sem streymdu frá Hollywood.29 Bólivíski kvikmyndagerðarmaðurinn Jorge Sanjinés hafnaði hugmyndinni um imperíalískt innihald og hug- myndafræði og hvatti til þess að framleiddar væru myndir sem snerust um fólk og samfélag alþýðu.30 Hann ítrekaði að „byltingarkenndar myndir gætu einungis verið samfélagslegar, rétt eins og byltingin“.31 Til að skilja betur það sem í dag gætu virst öfgafullar og einstrengings- legar áherslur er rétt að rifja upp að einræðisstjórnir voru víða við völd í sunnanverðri Rómönsku Ameríku á þessum árum. Einræðisherrann Alfredo Strössner réði Paraguay í 35 ár – eða frá 1958 til 1993. Augusto Pinochet hershöfðingi rændi völdum í Chile árið 1973 og sat á forsetastóli allt til 1990. Í Argentínu tók herinn völdin árið 1976 og hélt þeim til 1983. Einræðisöfl með herinn í broddi fylkingar réðu Úrúgvæ á árunum milli 1973 og 1985 og herinn réði ríkjum í Brasilíu frá 1964 til 1985. Þótt stjórnaraðferðir yfirvalda væru ekki alls staðar með nákvæmlega sama hætti þá voru þúsundir mennta- og stjórnmálamanna, verkalýðsleiðtoga og vinstrisinnaðra aktívista teknir höndum á þessum áratugum. Fólki var haldið föngnu án dóms og laga, það sent í útlegð eða einfaldlega tekið af lífi. Enn aðrir hurfu sporlaust úr varðhaldi og ekkert hefur til þeirra spurst allt til dagsins í dag.32 Það er því ekki að undra að kröftug andspyrna og hörð mótmæli hafi mótað alla þjóðfélags- og stjórnmálaumræðu í álfunni á seinni hluta tuttugustu aldar og að þessar aðstæður hafi verið efniviður í bókmenntum, kvikmyndum og annarri listsköpun álfunnar á sama tíma. Breski fræðimaðurinn John King hefur vakið athygli á því að viðbrögð við kvikmyndaframleiðslu Rómönsku Ameríku frá þessum árum hafi um margt verið mótsagnakennd: Challenges, London: Thousand Oaks, 2003 og Thomas E. Skidmore og Peter H. Smith, Modern Latin America, Oxford: Oxford University Press, 1997/2004. 29 Stephen M. Hart, A Companion to Latin American Film, bls. 10. 30 Jorge Sanjinés, „Problems of Form and Content in Revolutionary Cinema“, New Latin American Cinema: Theory, Practices and Transcontinental Articulations, ritstj. Michael T. Martin, Detroit: Wayne State University Press, 1997, bls. 62–70. 31 Sanjinés, „Problems of Form and Content in Revolutionary Cinema“, bls. 34. 32 Sjá nánar t.d. www.madresfundadoras.org.ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.