Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 72

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 72
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR 72 ingar.14 Aðrir nota hugtakið barokktexti og „nálgast barokkið sem „modus“ eða hátt skáldskapar en ekki tímabil í bókmenntasögunni“.15 Barokkskáldin voru mjög upptekin af forminu sjálfu og léku sér að tungumálinu með skrauti, torskildum vísunum og ýkjum. Heimssýn þeirra var myrk og grótesk og einkenndist af spennu, biturð og örvæntingu. Flóknar myndlíkingar, samhverfur og hljómfall bera því oft innihaldið ofur- liði. Ekki þarf að líta lengra en á nöfnin á bókunum sem gefnar voru út með verkum Sor Juönu til að sjá góð dæmi um slík stílbrögð. Heimsmynd 17. aldar með Guð sem óumdeilanlega miðju og undirstöðu alls er sá jarðvegur sem barokkið sprettur úr.16 Octavio Paz lýsir spænska barokkinu sem afleið- ingu sögulegra, sálfræðilegra og trúarlegra þátta svo sem kreppu kaþólskunnar, baráttu siðbótar og gagnsiðbótar, áfalls- ins vegna Flotans ósigrandi, verðbólgu og efnahagskreppu á Spáni, uppgötvana stjörnu- og eðlisfræði sem komu róti á tómhyggjuna og nýskólaspekina […]. Allt þetta olli, eða gerðist samhliða, andlegri kreppu sem einkenndist af stöðugri spennu milli líkama og sálar, trúar og efa, losta og vitundar um dauð- ann, augnabliks og eilífðar. Þetta ósætti sálarlífs og siðferðis umbreyttist í ofsafengna og kvika list sem var gagntekin tví- greindri meðvitund um klofningu heimsins og um einingu hans, list rökkurs, andstæðna, þverstæðna, flókinna umsnúninga og leiftrandi staðhæfinga.17 Orðin snilli (sp. ingenio) og hugtak (sp. concepto) eru lýsandi fyrir ljóð bar- okkskálda að mati Paz. Hann lítur á snilldina sem skapandi afl og telur að hugtakið sé afurð hennar.18 Spænska barokkinu hefur verið skipt í tvær greinar: culteranismo og conceptismo. Culteranismo var skrautlegur stíll sem leitaðist við að skapa heim hinnar fullkomnu fegurðar þar sem skynjunin er í forgrunni. Gott dæmi um hann eru ljóð Luis de Góngora (1561–1627). Hin grein spænska barokksins, conceptismo, er líka tengd við Góngora og eru þessir tveir stílar stundum báðir kallaðir gongorismo. Það skáld sem þó er tákngervingur 14 Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Pét- urs sonar, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2005, bls. 1–2. 15 Sama rit, bls. 43. 16 Sama rit, bls. 51. 17 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 77. 18 Sama rit, bls. 80.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.