Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 115

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 115
115 segja. nefna mætti sem dæmi gangandi vegfaranda sem tekur völdin í sínar hendur og fer „garðaleið“ í stað þess að ganga eftir sérstökum, þartil- gerðum gangstígum. Þannig má t.d. sjá fyrir sér safngest sem velur sér sína eigin leið inni á safni – byrjar sem dæmi frá öfugum enda eða stelst til að borða nestið sitt á klósettinu. Sýningarhönnuðir og safnafræðingar hafa undanfarið lagt töluverða áherslu á þetta virka hlutverk áhorfenda. Í grein sinni „Performing the Museum“ ræðir Charles R. Garoian um söfn sem leikrænan vettvang (e. performative site). Að hans mati eiga safngestir að taka þátt og gefa um leið hinum sjónræna texta mismunandi merkingu eftir þeim bakgrunni sem þeir hafa. Til þess að slík samræða geti orðið gefandi og frjósöm þurfa söfn þó að vera „opin“ og ráða yfir tækni sem virkjar áhorfendur til þátt- töku og umhugsunar.28 Þegar hefur verið nefnt hvernig hið undirliggjandi vald safna geri áhorfandann í reynd valdalítinn. Það setur safngestinn strax í ákveðið form hvernig honum er gert að borga aðgangseyri, fylgja ákveðn- um reglum og hafa hægt um sig. Hann er „gestur“ og þeir fá yfirleitt ekki að ráða miklu. Að virkja safngesti reynist því oft erfitt. Kannski má líkja þessu við þá reynslu að fara í bíó eða leikhús þar sem vaninn er að njóta sýningarinnar án verulegrar þátttöku. Í þennan sama streng togar Susan E. Crane en hún hefur m.a. velt fyrir sér hlutverki safna þegar kemur að því að móta og miðla ákveðinni þekk- ingu. Menntun, menning og minningar eru alltumlykjandi þræðir um hvern safngest – ef heimsóknin er vellukkuð. Í póstmódernískum anda telur Crane gesti vissulega hafa ýmislegt um merkingarmótunina að segja en bendir þó á að merkingarheimur safnsins sé ævinlega sá sami. Að henn- ar mati er þar oftar en ekki að finna leiðbeiningar í hinum ýmsu samfélags- legu reglum og kóðum, ákveðin innræting hvað varðar menningarlegt læsi og viss upphafning á fortíðinni, vísindum og listum.29 Í framhjáhlaupi má einnig velta fyrir sér hvers vegna neyslumenningin sé í þeim forgrunni sem raun ber vitni en víðast hvar eru nú safnbúðir og/eða kaffihús hluti af hverju safni.30 Crane virðist að mörgu leyti sammála Garoian því að bæði telja þau að líta megi á söfn sem einhvers konar leikrænan samræðuvett- 28 Charles R. Garoian, „Performing the Museum“. 29 Susan A. Crane, „Memory, Distortion and History in the Museum“, bls. 46. 30 Í þessu samhengi má benda á áhugaverða umfjöllun Zigmunt Bauman í Consuming Life (2007) þar sem hann ræðir um aukna áherslu á manneskjuna sem neytanda í opinberu rými. MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.