Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Fréttir DV Erfiðar aðstæður láglaunafólks „Nauðsynlegt er að taka mið af markaðsaðstæðum sem þessa dagana eru ekki heppilegar fyrir lágtekjufólk og þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð," segir Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra um þá hugmyndavinnu sem er í gangi hjá ríkisstjórninni um aðgerðir í húsnæðismálum. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvaða hugmyndir verða ofan á og því óvíst hvenær þær verða kynntar. Missti mömmu og misnotaði börn Tæplega þrítugur karlmað- ur var dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota tvær stúlkur reglulega í fjölda ára. Afbrotin áttu sér stað árið 1994 en þá var hann aðeins fimmtán ára. Stúlkurnar tvær sem hann misnotaði voru á aldr- inum þriggja til ellefu ára. Mað- ur segist hafa átt í geðrænum erfiðleikum eftir að hann missti móður sína. Þá leiddist hann út í fíkniefnaneyslu og í kjölfarið misnotaði hann stúlkurnar. Hon- um var gert að greiða stúlkunum tvær milljónir samanlagt í miska- bætur. Skvetti áfengi á löqreqluþjón íeárastúlkavará1 föstudag sakfelld fyrir að hafa skvett áfengi framan í lögregluþjón á Akureyri í maí í fyrra. Málavextir eru þeir að lögreglumenn sem staddir voru í lögreglubíl á Akureyri fengu ábendingu um að slagsmál væru í miðbæ Akureyrar. Til þeirra hafi komið maður sem sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás og vísaði hann lögreglunni á árásarstaðinn. Þar var hópur fólks sem gerði aðsúg að lög- reglu sem var að handtaka mann sem iét ófriðlega og færa hann í lögreglubílinn. Við það fékk annar lögreglumannanna bjórgusu yfir sig frá stúlkunni. Þrátt fyrir að hafa verið sakfelld var henni ekki gerð sérstök refsing. Haldi hún skilorð í tvö ár verður henni ekki gerð sérstök refsing. Hesturíforarvilpu Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni bjargaði trippi úr forarvilpu á föstudagseftirmið- dag. Þegarbjörgunarsveitin kom á vettvang var hesturinn aðfram- kominn og borðleggjandi að ekki mátti skeika mínútum með björgun, að mati Bjarna Daníels- sonar, formanns sveitarinnar. Spil var notað til þess að draga hestinn úr forinni og tók það nokkrar tilraunir að ná honum á þurrt. Hesturinn var teymdur að bænum Útey þar sem hlúð var að honum og er hann nú allur að braggast. Smábátasjómenn kolfella nýja kjarasamninga. Hallgrímur Guðmundsson segir sjó- menn vilja samninga en ekki sætta sig við launalækkanir. Arthur Bogason segir gott að fá hugmyndir frá sjómönnum til að móta samningana frekar. Mikil óánægja hefur rikt innan Landssambands smábátaeigenda og verður klofningssamband stofn- að á næstunni að sögn Hallgrhns. Arthur kannast ekki við téða óánægju. Flýja Landssambandið Ósáttir smábátasjó- menn undir forystu Hallgríms'Guðmundsson- ar ætla að kljúfa sig frá Landssambandi smábátaeigenda og stofna nýtt samband. Són AÐ FORYSTU SMÁBÁTAMAN NA ERLA HLYNSDOTTIR bladamadur skrifar: erladpdv.is „Auðvitað viljum við samninga en það er ekki þar með sagt að við ætlum að samþykkja launalækkanir," segir Hallgrímur Guðmundsson smábáta- sjómaður um þá kjarasamninga sem Landssamband smábátaeigenda er þessa dagana að kynna félagsmönn- um sínum. Fyrsti fundur um samn- ingana var haldinn í byrjun síðustu viku á þar sem þeir voru felldir með afgerandi meirihluta atkvæða. Sama var uppi á teningnum þeim þremur fundum sem haldnir hafa verið síð- an. Bráðskemmtilegir fundir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir at- hugasemdir sjómanna vegna kjara- samninganna ekki koma á óvart þar sem þetta sé í fyrsta sinn í sögunni þar sem slíkir samningar eru gerðir. Hann fagnar þeim hugmyndum sem komið hafa fram á fundum sem að- stoða forystuna við að móta samn- ingana enn frekar: „Menn hafa kynnt sér samingana vel og fundirnir um þá hafa verið bráðskemmtilegir," seg- „Ég bíð spenntur eft- ir að heyra hvort þeir hafa einhver tromp uppi í erminni. Enn hef ég hins vegar ekki heyrt neitt í þá veru." ir hann, flókið sé að gera samninga fyrir jafnbreiðan hóp og smábátaeig- endur. Hann á jafnvel von á að við taki mánuðir þar sem samningarnir verði endurbættir í takt við þær at- hugasemdir sem ffam hafa komið. Lítilmagninn gleymdur Ágreiningur um kjarsamninga er aðeins eitt íjölmargra deiluefna sem sprottið hafa upp innan Landssam- bandsins. Nú er svo komið að lögð hafa verið drög að stofnun nýs félags. Hallgrímur Guðmundsson segir mikla óánægju með störf sambands- ins: „Þeir virðast hættir að sinna litlu röddunum innan sinna raða, þeim kvótalitlu og kvótalausu. Markmiðin sem Landssambandið stóð fyrir við stofnun þess eru löngu gleymd," seg- ir hann. Hallgrímur er harðorður í garð kvótakeríisins sem honum finnst Landssambandið vera of hliðhollt: „Kvótasetningin kallaði á samþjöpp- un. Menn sitja nánast í gæsluvarð- haldi. Maður á níræðisaldri sem fer út á sitt einsdæmi með netstubb má búast við að þegar hann komi til baka taki á móti honum tveir jakka- fataklæddir fiskistofukarlar. Það er eitthvað stórkostlegt að í þessu kerfi. Mér finnst algjör vitleysa að kvóta- setja þessa litlu báta nema þegar um þorskveiðar er að ræða," segir hann. Eftír að Hallgrímur kynnti hug- myndir sínar um klofningssamband hafa undirtektirnar ekki látið á sér standa: „Samhljómurinn sem við höfum fengið er alveg gríðarlegur," segir hann. Hallgrímur treystír sér ekki til að segja um fjölda þeirra sem segja munu sig úr Landssamband- inu og ganga tíl liðs við hið nýja fé- lag, en það skýrist vonandi á næstu dögum. Gagnrýnin hittir ekki í mark Arthur Bogason seg- ist ekki hafa orðið var við þá óánægju innan sam- bandsins sem Hallgrímur talar um. Einnig furðar hann sig á þeim mál- flutningi að sambandið hafi einungis unnið fyrir stærri eigendur að und- anförnu því helsta gagnrýnin sem Arthur hefur heyrt kemur einmitt ffá eigendum stærri báta sem segja sambandið of stíft á settum reglum. „Þessi gagnrýni Hallgríms hittir því ekki í mark," segir hann. Eftir áratugi í þessum bransa segir Arthur að fátt komi sér á óvart og því kippir hann sér ekki mikið upp við hugmyndir um nýtt samband. „Ég bíð spenntur eftir að heyra hvort þeir hafa einhver tromp uppi í erminni. Enn hef ég hins vegar ekki heyrt neitt í þá veru," segir hann. Viðbúin andstaða Artliur Bogason segir ekki koma á óvart að smábátasjómenn felli kjarasamningana þar sem þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem slíkir samningar eru gerðir við þá og mikil mótunarvinna eftir. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari íhugar dómararáðningu: Sjálfstæðið mikilvæqast Sigríður Ingvarsdóttir Héraðsdómari setur spurningarmerki við ráðningu Þorsteins Davlðssonar þar sem hún geti rýrt traust á dómstól- ana. „Dómstólarnir þurfa að njóta trausts til að þeir verði færir um að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað. Þess er hins vegar ekki að vænta að dómstólarnir njóti trausts nema sjálfstæði þeirra og hlutleysi sé tryggt," segir Sigríður Ingvarsdóttir, dómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur. Sigríður telur afar brýnt að dómsvaldið sé aðgreint ffá öðrum þáttum ríkisvaldsins, bæði löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi. Hún telur þá aðgreiningu þurfa að vera sýnilega þannig að borgararnir, og aðrir sem réttinda njóta, geti séð og þar með treyst því að dómstólar leysi úr ágreiningsmálum sem hlutlausar og sjálfstæðar stofnanir. Sigríður setur spumingarmerki við nýlega ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara. „Dómarar mega ekki vera háðir öðrum eða tengdir þeim þannig að hætta sé á að hlutleysi þeirra sé ógnað. Ef sú væri raunin væri dómsvaldið að bregðast hlutverkinu sem því er ætlað að þjóna í réttarríkinu. Þar á því við eins og endranær að hlutleysið verði að teljast ein meginforsendan fyrir því að dómstólarnir njóti trausts," segir Sigríður. „Einnig er mikilvægt að til dómarastarfa veljist þeir sem hafa mesta hæfileika til að beita lögum á úrlausnarefnin, sem dómstólarnir fá til meðferðar, og færni til að gegna starfinu af fagmennsku. Mikilvægt er að hver og einn dómari sé ekki því marki brenndur að vera hallur undir ákveðin pólitísk rök. Slíkt er mjög til þess fallið að skapa tortryggni og vekja efasemdir um hlutleysi, en miklu skiptir að hver og einn dómari njóti trausts. Af öllu þessu er ljóst að vel þarf að standa að vali á hæfasta umsækjanda um dómarastarf hverju sinni." trausti@

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.