Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Alfreð Gíslason er sonur kratafor- ingja eins og Páll Magnússon. Páll er Ijósvakamaður sem hefur stýrt blaði eins og Stefán Jón Hafstein. Stefán Jón hefur skrifað ferðabók <■ eins og Andrea Róbertsdóttir. Andrea er fyrrverandi fyrirsæta eins og Linda Pétursdóttir. Linda er fyrrverandi fegurðardrottn- ing eins og Bryndfs Schram. ‘ Bryndís skyggir oft á stjórnmála- manninn, maka sinn, eins og Dorrit Moussaieff. Dorrit hefur heillað landann eftir að hafa komið hingað til lands líkt og Jaliesky Garcia. Jaliesky berst fyrir fslands hönd I Noregi líkt og Alfreð Gíslason. NÚGETURÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði n Síðast en ekki sist DV HELDURMEST UPPÁBUBBA Sigríður Arnardóttir, sjónvarpskona með meiru, hefur sagt skilið við Stöð 2 þar sem þáttur hennar, Örlagadagurinn, hefur runnið sitt skeið. Sirrý situr nú við skriftir, dansar argentínskan tangó og miðlar reynslu sinni og geislandi framkomu með hinum ýmsu fyrirlestrum og námskeiðahaldi. Hver er konan? „Sigríður Arnardóttur, kölluð Sirrý, félags- og fjölmiðlafræðingur með ástríðu fyrir mannlegu eðli." Hvaðan ert þú? „Ég er úr Reykjavík, en við komum öll víða að og ég er til dæmis mjög stolt af uppruna mínum if á Búðum á Snæfellsnesi." Átt þú stóra fjölskyldu? „Nei, ekki mjög, en hún hjarta mitt." fyllir Hver eru þín áhugamál? „Argentínskur tangó og bók- menntír." Hver er uppáhaldsbókin þín? „Rétt í þessu var ég að loka bók- inni Þúsund bjartar sólir. Bókin er um konur í Afganistan og er hún að mínu mati alveg stórkostleg." Á hvernig tónlist hlustar þú? „Argentínsk tangótónlist er eitt það fallegasta sem ég veit en sá ein- staki tónlistarmaður sem ég held mest upp á er Bubbi." Hvar á íslandi erfallegast? „Mér finnst Snæfellsnesið falieg- as't." Hver er eftirminnilegasti viðmæl- andinn þinn? „Ég hef verið svo heppin að ég hef fengið tækifæri tíl að tala við fólk sem býr í fangaklefum og í höllum. Ég hef setið í fangelsi og rætt við fólk sem hefur orðið fólki að bana og svo hef ég rætt við alþýðlegt efnafólk eins og Jóhannes í Bónus. Einnig er mér mjög eftirminnilegt þegar ég ræddi við fólk í fátækrahverfum í Kenýa en þar var ég á vegum UNICEF." En skemmtilegasti? „Skemmtiiegast hefur mér fundist að tala við heimspekilega þenkjandi fólk. Einnig elska ég að taka viðtöl við sigurvegara. Fólk sem hefur upplifað mikla eríiðleika og lært af þeim." m Hvers vegna ákvaðst þú að hætta í sjónvarpi? „Serían örlagadagurinn var búin og þetta var orðið gott. Þau verkefni sem stóðu mér tíl boða hjá Stöð 2 stóðu hjarta mínu ekki næst. Ég hef vanið mig á að láta hjartað ráða för minni og treysta á það sem innsæið segir mér. Mér fannst því gott að fylgja því. Maður á að passa að vera þar sem maður finnur sig." Finnst þér hlutfall kvenna í fjölmiðlum of lítið? „Já, ég verð nú að segja það. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum og tekið viðtöl við margar konur og er ég virkilega stolt af því." Hvað þurfa þær að gera til að koma sér á framfæri? „Mér finnst ekkert sérstaklega við konur að sakast." Hvað tekur við? „Ég er að skrifa bók um Örlaga- daginn, síðan er ég með mörg járn í eldinum. Ég hef verið eftirsóttur fyr- irlesari og námskeiðahaldari þar sem ég ráðlegg fyrirtækjum og fólki um almannatengsl og örugga tjáningu og nú get ég farið að sinna því betur. Þetta finnst mér ofboðslega gefandi og í raun er þetta svipað því sem ég geri í beinni útsendingu í sjónvarp- inu. Ég fæ tækifæri til að virkja og hvetja fólk og leyfa því að blómstra og er ég því að miðla eins og í sjón- varpinu." Sjáum við Sirrý aftur í sjónvarpi? „Já, ég býst nú passlega við því." SANDKORN ■ Nemendur söngskólans FÍH æfa nú stíft fyrir söngleik með soul-ívafi sem settur verður upp í skólanum í febrúar. Meðal nem- enda sem leggja sitt af mörkum í söngleikn- um eru Sig- ursveinn Þór, með- limur í drengjabandinu Luxor, Sammi í Jagúar, Kristjana Stef- ánsdóttir, Bryndís Jakobsdótt- ir og fleiri efnilegir tónlistar- menn. í fyrra settu nemendur upp söngleikinn We Will Rock You við góðar viðtökur og því verður spennandi að sjá hvernig þessum föngulega hópi tekst til í ár. ■ Platan RommTommTechno hefur vakið þó nokkra lukku undanfarna mánuði en á henni er að finna endurhljóðblönduð lög eftir Tómas R, Einarsson. Nú hefur platan verið sett inn á tónlistarvefinn www.beatport. com en vefurinn er einn stærstí dreifingaraðili danstónlistar í heiminum í dag. Vefurinn hefúr að geyma tæp 300 þúsund lög frá um 6.500 útgáfufyrirtækjum og því ljóst að fleiri en íslend- ingar eigi eftir að dilla sér við seiðandi danstóna RommT- omm á næstunni. ■ Mexíkóski stórleikarinn Gael García Bernal er staddur hér á landi og sást spóka sig á Lauga- veginum um helgina. Hann hef- ur undan- farna daga tekið þátt í æfingum fyrir leikritið Tilsammans sem er afurð Vesmrports og I.eikfélags Reykjavíkur. Bernal er líklega best þekkt- ur fyrir leik sinn í Motorcycle Diaries og Science of Sheep en að þessu sinni leikur hann gegn hinni limafögru Elenu Anaya. Hana þekkja áhorfendur mynd- arinnar Van Helsing þar sem hún lék eina af ástkonum sjálfs Drakúla greifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.