Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Fókus DV Lýsendurtaki sér leikhlé Þegar árángur landsliðsins er ekki upp á marga fiska er til- valið að renna yfir umgjörðina sem RÚV býður upp á. Geir og Adolf Ingi eru eldri en tvævetra í bransanum og eru öllu vanir. Lýsingar þeirra á leikjunum eru fumlausar og tilfinningaríkar enda þekkja þeir íslensku leik- mennina út og inn, eftir tugi eða hundruð viðtala í gegnum árin. Handboltinn varð enn skemmti- legri á að horfa eftir að bryddað var upp á þeirri nýjung að setja hljóðnema mitt í leikmanna- hópinn þegar þjálfararnir taka leikhlé. Það er því mjög pirrandi, að hlusta á bollaleggingar Iýs- ir horfði á landsleikina um helgina. enda þegar áhorfendum heima í stofu ætti að gefast kostur á því að hlusta á þjálfarana. Mér finnst að lýsendur ættu líka að taka sér leikhlé. Nýja EM-stofan lítur vel út, en er vannýtt. Baldvin Þór Bergsson er orðinn þægilegur sjónvarps- maður en mér finnst sárvanta að eftir leikina séu sérfræðing- arnir fengnir til að brjóta þá til mergjar, ekki ólíkt því sem Sýn- armenn gera eftir Meistaradeild- arleiki. Dagskráin fyrir leikina er fín en hún er ansi bágborin eftir leikina. Þar er fátt annað á dagskrá en að þakka gestum fyrir komuna og áhorfendum fyrir samfýlgdina. Þunnur þrettándi þar. Þrjár stjörnur fyrir heildar- pakkann hjá RÚV en betur má ef duga skal. Ný sýning í Deiglunm Hin ástralska Amy Rush opnar sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardag, klukkan tvö. Á sama tíma verður Djonam Saltani frá Frakklandi með opna gestavinnu- stofu á sama tíma. Sýningin verður opin til 27. janúar en sýningartími er eftir samkomulagi við mynd- listarmennina. Hægt er að senda tölvupóst á Amy á netfangið amy- onholidayz@hotmail.com. Yfirvofandi Jörundur Ragnarsson, Ingvar E. Sigurösson og Edda Arnljótsdottir í hlutverkum sínum í sýningunni Yfirvof- andi eftir Sigtrygg Magnason. LEIKDOMUR eftir Sigtrygg Magnason Leikstjóri: Bergur Þór Ingolfsson Sýnt á heimili hófundar, Lokastíg 5 Jonviöar Jonsson Leikhústræðmgur DRENGURINN LITLISEM DÓ Móðir kæfir ungan son sinn í vöggunni nokkrum vikum eftir fæðinguna. Hún gerir það í hreinu æði, að minnsta kosti eru ekki gefnar neinar sálfræðilegar skýringar á verknaðinum. Þetta er fyrsta barn hennar og eiginmannsins, þau eignast ekki fleiri og hún segir honum ekki frá því með hvaða atvikum barnið dó. En ein- hvern tímann kemst hann að því og vitneskjan eitrar samband þeirra. Þau ganga áfram til dag- legra starfa eins og ekkert hafi í skorist, ár eftir ár, æ meir einangruð hvort í sínum sjúka hugar- heimi. Að lokum er svo komið að sjálfsmorðið virðist liggja beinast við. Drengurinn lifir auðvit- að áfram í huga þeirra. í stofunum hjá Sigtryggi skáldi á Lokastíg 5, þar sem sýningin fer fram, er hann enn á sveimi, segir áhorfendum frá, teng- ir sundurlaus atriði leiksins saman, talar beint og óbeint við manninn og konuna, foreldra sína. Þetta er ágæt hugmynd og hún virkar nokkuð vel; afturgangan er stundum skemmtilega kaldhæð- in og veitir ekki af í öllum þessum drunga. Vand- inn við að skrifa leikverk af þessu tagi er gam- alkunnur: dramað er í eðli sínu form athafna, atburða, átaka, en hér er efniviðurinn í rauninni kyrrstæður, sálrænn veruleiki fólks sem er staðn- að í tilfinningum og hugsunum, kemst ekki út úr þeim vítahring þagnar og vanlíðunar sem líf þess er orðið. í fortíðinni er eitthvað óútkljáð, einhver leynd sekt sem smátt og smátt er afhjúpuð, af- leiðingar hennar dregnar fram og jafnvel leiddar til lykta. Leikskáld hafa glímt við þennan vanda að minnsta kosti frá tíma Ibsens og fundið ýms- ar lausnir. Það er bara verst hvað við sjáum verk þeirra sjaldan í virkilega góðum uppfærslum hér á landi; þó að bíómyndir og sjónvarp séu ágæt- is miðlar eru þeir annað en lifandi leikhús. Og skáld á borð við Ibsen, Pinter og Beckett skrifuðu fyrir leiksvið, EKKI bíó. Skáld eins og Sigtryggur þurfa að sjá sem mest af slíkum skáldskap í sín- um rétta miðli, ekki endilega til að herma eftir, heldur til að eiga auðveldara með að finna eigin leiðir. í því efni hygg ég að hann eigi enn nokk- urn spotta eftir: mér fannst að minnsta kosti eins og verk hans skorti einhverja skýra burðargrind sem héldi flæði tilfinninga og hugaróra í ákveðn- um farvegi, njörvaði athygli okkar niður við framvinduna á sviðinu. Það er líka mikill vandi að halda því stíllega jafnvægi milli upphafinnar ljóðrænu og hversdagsleika sem einkennir hinn talaða texta, útfærsla þess var misjafnlega sann- færandi fyrir smekk þess sem hér ritar. En það er alltaf gaman þegar höfundar sækja á brattann og spreyta sig á torleystum verkefnum. Ég hef ekki séð fyrri verk Sigtryggs, en hann er augljós- lega gáfaður höfundur sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Og hann hefur sann- arlega verið heppinn með leikara: Ingvar E. Sig- urðsson og Edda Arnljótsdóttir eru frábær í hlut- verkum hjónanna. Takið eftir því hvernig þau leika með svipbrigðum, augnaráði, þögnum, litl- um athöfnum, til dæmis Edda þegar hún er að sauma sokkinn á barnslíkið í einu tilfinninga- þrungnasta atriði leiksins. Mikið óskaplega væri nú gaman að fara að sjá þau leika einhver af hin- um stóru pörum Ibsens og Strindbergs. Það er ekki lítill skóli fyrir ungan leikara eins og Jörund Ragnarsson, sem leikur dána soninn, að fá að vinna með jafngóðum listamönnum. Sonurinn er talsvert annars eðlis en þær kómísku týpur, sem Jörundur hefur mest sést í að undanförnu; ariegum numor personunnar nettnega. Sviðsetning Bergs Þórs Ingólfssonar er vel unnin út frá þeim aðstæðum sem þarna eru. Aðalatriðið í svona verkum er að leikstjórinn sé ekki að þvælast fyrir leikurum og texta með eig- in uppáfinningum, heldur leyfi orðum og leik að lifna í beinni snertingu við áhorfendur. Það er auðvitað sérstök leikhúsreynsla að koma heim í stofu hjá höfundi sem hentar einnig sem real- istísk umgerð um dramað sjálft. Samt er ég ekki viss um að ég myndi hvetja menn almennt til að leggja mikla stund á svona tilraunastarfsemi. Þó að áhorfendur séu þarna í mikilli nánd við leik- endur, og sú nánd henti verkinu vel, þá held ég sé óhjákvæmilegt að þeir sem sitji til hliðar eða aft- ast nái ekki jafngóðu sambandi við leikinn og þeir sem eru fremst. Það er ekki alveg út í bláinn að leik-HÚSIÐ hefur orðið til í þeirri mynd sem við þekkjum, með sviðspalli og upphækkuðum sæt- um fýrir áhorfenduma. Rétt að taka fram í lokin að höfundur hefur gefið út textann í bókarformi ásamt enskri þýðingu á honum. Bókin er mjög vel úr garði gerð. Ég er að vísu ekki sannfærður um að Sigtryggur sé albúinn í útrás á þessu stigi, en það skiptir engu höfuðmáli. fslensk leikskáld hafa mátt sæta því að kröftugri leikverk en þetta hafa ekki dugað til að koma þeim á framfæri er- lendis. Sjálfstæð innlend leikritun hlýtur fyrst og fremst að verða til í samskiptum við íslenska áhorfendur, en til lengdar er vafalaust að skáldin þurfa að koma verkum sínum inn á stærri svið. Ibsen hefði til dæmis aldrei orðið það heims- skáld sem hann varð hefði hann verið bundinn við hinn smáa norræna markað með öllum sín- um útúrboruskap. Og erum við ekki alltaf að bíða eftir hinum íslenska Ibsen ... ?! DÝRLEGIR TÓNAR f HAFNARBORG Aukatónleikar meðTríói Reykjavikur ásamt DIDDÚ og BERGÞÓRI verða í kvöld klukkan 20 í Hafnarborg. Vínartónlisttónskáldanna Wolfgangs Amadeus Mozart. Lehárs, Strauss, Kálmáns og Kreislers munu koma við sögu ásamt ýmsum öðrum. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri, en mörg ár eru síðan Bergþór og Diddú hafa sungið ásamt tríóinu. SwKWvr -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.