Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1.APRIL2008 Fréttir DV Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa boðað björgunaraðgerðir með þeim hætti að gjaldeyris- forði Seðlabankans verði stóraukinn. Viðskipta- bankarnir njóti síðan góðs af. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kallar aftur á móti á alþjóð- lega rannsókn á því hvort óprúttnir aðilar hafi markvisst og vísvitandi unnið gegn krónunni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra spyr hins vegar hvort hér sé á ferðinni hin fræga smjörklípuaðferð seðlabankastjórans. TRAUSTI HAFSTEINSSON blodamodi.it skrifar: trausti{«'dv.is „Við höfum ekki vitað hverjir eiga að spila sókn og hverjir vörn. Það er eins og þjálfarinn hafi sett alla í sókn án nokkurra fyrirmæla um hvað eigi að gera í vörninni. Við höfum séð það nokkrum sinnum með íslenska handboltalandsliðinu hvernig það endar," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Ríkisvaldið boðar nú björgun- araðgerðir til aðstoðar íslensku viðskiptabönkunum og hjálpar ís- lensku krónunni. Það verði með stórfelldri lán- Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Hefur boðaö til aðgerða til að verja islenskt efnahagskerfi. töku ríkisins þannig að gjaldeyris- forði Seðlabankans aukist til muna. Bæði Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra, formenn stjórnarflokkanna, hafa boðað að- gerðirnar til að verja íslenskt efna- hagskerfi. Smjörklípan fræga Á sama tíma fullyrðir Dav- íð Oddsson seðlabankastjóri að óprúttnir aðilar hafi markvisst og vísvitandi unnið gegn krónunni í hagnaðarskyni. Hann hefur ekki viljað gefa upp hvern eða hverja hann hefur í huga en nú hefur Fjár- málaeftirlitið hafið rannsókn á því hvort rétt reynist. Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra telur hins vegar að hér sé á ferðinni hin víðfræga smjörklípuaðferð seðla- bankastjórans. Því lýsti hann yfir í Silfri Egils um helgina. Björn Ingi Hrafnsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi, tekur í sama streng á vefsvæði sínu og segir ljóst að það ásakanir Davíðs séu til þess fallnar að leiða athyglina ffá óþægi- legri umræða fýrir Seðlabank- ann. „Mér finnst hraustlega mælt hjá viðskiptaráðherranum okkar, að seðlabankastjórinn hefði beitt smjörklípu þegar hann sakaði ein- hver ótilgreind öfl um að hafa með óeðlilegum hætti stuðlað að falli krónunnar. En auðvitað er mik- ið til í því, að umræða um stöðu- töku bankanna gegn krónunni getur tímabundið dregið úr annarri umræðu sem ekki þykir kannski mjög þægileg eða heppileg í Seðlabank- anum, nefnilega um skil- virkni peningastefnunn- ar, óheyrilegt vaxtastig og gagnsemigjaldmiðilsins," segir Björn Ingi. Ekki benda á mig Þórólfur telur ómögu- legt að skamma spákaup- menn fýrir það eitt að vinna vinnuna sína. Hins vegar segir hann mikilvægt að stjórnvöld vinni heimavinnu sína og hugi að vörn- um efnahagskerf- isins. „Auðvit- að er það voða þægilegt að benda á ein- hverja söku- dólga úti í hin- um stóra heimi en við getum ekkert litið fram- hjá því að mark- aðsaðilar eru iðulega að leita að hagnaðar- tækifær- um. Það er hins veg- ar viðfangs- efni stjórnvalda að koma hlutunum þannig fyrir að auðvelt hagnaðartækifæri skap- ist ekki fyrir erlenda spákaup- menn," segir Þórólfur. Reynir Kristinsson, deildarfor- seti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, hefúr ekki mikla trú á því að víðtæk alþjóðleg rannsókn skili til- ætluðum árangri. Hann telur mik- ilvægara að Seðlabankinn leiti leiða til að mæta þörfum viðskiptabank- anna. „Þó að við gerum einhverja könnun á því hvað menn eru að gera á fjármálamörkuðum erlend- is fara þeir ekki úr límingunum. Mér finnst þetta snúa meira að því hvernig við verjum okkur. Hvort sem við finnum eitthvað eða ekki hef ég ekki trú á því að við höfum afl tii hegninga," segir Reynir. Líta í eigin barm „Við getum hins vegar farið fram á það við íslensku bankana að þeir spili með eins og allir aðrir. Á með- an við siglum í gegnum þetta þurfa allir að leggja sig í framkróka um það. Ef maður horfir til þess sem seðlabankar víða erlendis gera tel ég mjög eðlilegt að hér á landi sé hliðrað til fyrir bönkunum og stutt við atvinnugreinina. Ég fagna því ef Seðlabankinn sýnir frumkvæði í þá veru því svo hefur ekki verið und- anfarin ár,“ segir Reynir. Aðspurður telur Þórólfur meira vit í því að líta í eigin barm en skamma aðra. „Ef hægt verður að sanna á fýrirtæki að þau hafi vís- vitandi búið til svarta mynd af hag- krefinu íslenska er það auðvitað stóralvarlegur hlutur. Mér finnst hins vegar hrausdegra af okkur að líta í eigin barm í stað þess að böl- sótast út í aðra úti í heimi," segir Þórólfur. Máttlaus vörn „Við erum að reyna að halda uppi fljótandi gengi, með verð- bólgumarkmiði, án þess að hafa unnið heimavinnuna okkar. Hún snýst fyrst og fremst um að vera með nægjanlega stóra gjaldeyris- forðasjóði til þess að ekki sé hægt að gera áhlaup á krónuna. Sökum þess hversu sjóðurinn hefur ver- ið lítill höfum við staðið á veikum grunni," bætir Þórólfúr við. Ólafur fsleifsson, lektor í við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir ekki rétt að skella sökinni að öllu leyti á aðra. Hann fagnar boð- uðum aðgerðum stjórnvalda, þó svo enn sé óljóst hversu viðamikl- ar þær verði. „Hvenær er maður óprúttinn og hvenær er maður að sinna viðskiptum sem geta gefið af sér hagnað? Ég er ekkert að afsaka nokkurn mann því aðfarirnar geta verið ógeðfelldar en sumir kunna einfaldlega að hafa veðjað á að svona færi. Samantekin ráð um að ófrægja lýðveldið eru náttúrulega einstaklega ógeðfelld og hljóta að baka þeim ábyrgð sem í hlut eiga," segir Ólafur. Hefðbundin aðferð „Varnir okkar hafa ekki verið miklar og við höfum ekki séð mik- inn árangur af þeim. Út af fyrir sig er jákvætt að gripið sé til aðgerða og stórfelld lántaka er alveg hefð- bundin aðferð," segir Ólafur. „Þannig er baksvið bankanna styrkt og Seðlabankinn reynist þeim sterkari bakhjarl. Hins veg- ar þarf auðvitað meira að koma til. Það þarf að skapa bönkunum að- gang að erlendu lausafé, sérstak- lega þar sem þeir eiga í vandræðum með að fjármagna sig erlendis." Til bjargar bönkunum Þórólfur segir mikilvægt að rík- isvaldið aðstoði bankana með skammtímaaðgerðum. „Vandinn liggur í því að Seðlabankinn hefur getað útveg- að bönkunum endalaust magn af krónum en þá hefur hins vegar vant- að gjaldreyri. Mjög mikill skortur á gjaldeyri hefurhins vegar endur- speglast í hækk- andi verði gjaldeyris og lækk- un krónunnar. Að vissu leyti kemur Seðla- bankinn bönkunum til aðstoðar með auknum gjaldeyr- isforða en það lagar ekki nettó stöðu þeirra að taka meira lán," segir Þórólfur. „Utanríkis- viðskiptin eru rekin með tals- verðum halla og íslenska hagkerf- ið vantar gjaldeyri til að fjármagna viðskiptahallann. Seðlabankinn er trú- verðugri til lántöku þessa stundina held- ur en fyrirtækin sjálf. Að vissu leyti er þetta mikilvæg skammtímaaðgerð því gjaldeyr- isskorturinn er mikill. Að því leyti er ríkisvaldið í gíslingu og þarf að koma bönkunum til aðstoðar." Veikt kerfi Reynir telur augljóst að fslend- ingar þurfi að skoða önnur mynt- svæði í náinni ffamtíð. „Við höfum engin tök á spákaupmönnum úti í heimi og í stað- inn kemur í ljós hversu veikt umhverfi okkar er. Að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.