Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 23
DV Stjörnustrlð ÞRIÐJUDAGUR l.APRÍL 2008 23 Leikfélag Menntaskólans viö Sund sýnir nú söng- leikinn Stjörnustríð sem byggður er á fyrstu Star Wars-myndinni. Stjörnustriðið hefur verið sett upp í sal tvö í Austurbæ og hafa nemendurnir siálfir unnið hörðum höndum að öllu tengdu upp- setningunni en eins og við er að búast liggui mi y- il vinna að baki slikum söngleik. Iris Björk Róberts er emlægur Star Wars aðdáandi. „Það voru aðallega Halldór Gylfason og Orn Huginn leikstjórar sem sömdu verkið sem þróaðist svo bara með okkur nemendun- um sem komum að sýningunni," segir Ins Björk Róberts í leikfélagi Menntaskólans við Sund, Thalíu. , « , Nú standa yfir sýningar 1 Austurbæ a söngleiknum Stjörnustríð sem unninn var upp úr fyrstu Star Wars-myndinni, A New Hope. íris segir ástæðuna fyrir því að Star Wars hafi orðið fyrir valinu hjá leikfelag- inu einkum vera þá að þau langaði að gera eitthvað nýtt sem ekki hefði verið sett upp áður. „Við vildum ekki þetta týpíska, strák- ur hittir stelpu leikrit heldur eitthvað nýtt og krefjandi. Svo er Star Wars líka svo góð saga að það' er búið að vera mjög gaman að setja þetta upp.“ Allirfáaðverameð Það eru nemendur við Menntaskólann við Sund sem starfa í sjálfboðavinnu við að setja upp leikritiö, hanna búningana, farða, setja upp ljósin og hljóðið og sjá í rauninni um allt sem tengist uppsetningunni. „Þetta gengur þannig fyrir sig hjá okkur að það er leiklistamámskeið fýrir áramót sem all- ir geta tekið þátt í og síðan eru prufur fyr- ir leikritið en það fá allir hlutverk sem wlja vera með. Ég get líka alveg sagt það að það er ekkert af hlutverkunum sem er minna eða stærra en eitthvað annað. Þau eru í raun öll frekar stór og mjög skemmtileg." Vandræði með húsnæði Það hefur hins vegar ekki gengið slysa- laust að koma Stjörnustríði á fjalirnar að sögn írisar. „Við lentum í smá vesem með að redda húsnæði til að setja verkið upp í. Und- ir eðlilegum kringumstæðum hefði leiknt- ið átt að vera sýnt í árshátíðarvikunni okk- ar en þar sem við vorum ekki komin með neitt húsnæði seinkaði frumsýningunm. Svo reddaði hann Óli í Austurbæ okkur hus- W'x'1 I Lm Einbeitingin skín úr augum leikarans Skömmu fyrir frumsýningu. næði þar í sal tvö í Austurbæ. Við fengum ekki að fara inn í salinn fýrr en tveim vikum fyrir frumsýningu því það var verið að sýna annað verk þar svo það hefur venð unrnð hörðum höndum bæði dag og nótt að þvi að setja upp leikmynd og ljós en það reddaðist nú allt saman og við erum mjög ánægð með útkomuna í dag." Heimatilbúin geislasverð Að sögn Irisar tóku krakkarnir ákvorðun um það að hafa alla umgjörðina sem ein- faldasta en jafitffamt flotta. „Búningarnir eru til dæmis ekkert það flóknir en mjög flotto samt. Svo bjuggum við til geislasverðin með því að kaupa sverð og skera ofan af þeim og setja spýtur þar í staðinn sem yið máluðum með neon-málningu. Svo er alltaf blacklight á þegar bardagaatriðin eru í gangi. Við hetð- um reyndar örugglega ekki getað sett þetta upp nema með aðstoð nýkjörins ármanns MS, Karls Sigurðssonar, sem hjálpaði okkur mikið og sá um ljósahönnunina ásamt Hlym Daða og Stefáni Jökli." Einlægur Star Wars-aðdáandi Ólíkt Star Wars-kvikmyndinni er Stjörnu- stríð þeirra MS-inga söngleikur og eru alls sjö þekkt popplög í sýningunni í nýjum buningi. Gleði á lokaæfingunum Það er ýmislegt skemmtilegt sem gengur á þegar svona margir y~pnum. hressir krakkar koma saman. Slagsmálaatriði aeft (Stjörnustríði er slegist með geislasverðum og fleiri undarlegum mmm 1 M m* Leikhópurinn úr Stjörnustríði Halldór Gylfason og Orri Huginn leikstýrðu verkinu sem sýnt er í Austurbæ. „Albert tónlistarstjóri setti lögin í mjög speis- aðan rafbúning en það eru lög eftir til dæm- is Megas og Dr. Spock og lögin Back in Black eftir AC/DC og Helter Skelter sem Bítlamir g Sjálf segist íris vera mikill aðdáandi Star Wars-myndanna og hafi því fagnað því vel «I Raddböndin þanin Alls eru sungin sjö þekkt popp- og rokklög í sýningunni. þegar ákveðið var að setja upp umtalaðan söngleik. „Það má eiginlega alveg segja að ég sé Star Wars-nörd. Ég ætti kanski ekkert að vera að segja ffá því neitt en ég átti til dæm- is einn búninginn sem notaður er í sýnmg- unni. Ég fékk mömmu mína til að sauma á mig Obi-Wan Kenobi-búning fyrir eitthvað grímuball þegar ég var yngri. Svo var bún- ingnum skipt í tvennt í sýningunm. Obi er ennþá með skikkjuna en Yoda fékk að vera í afgangnumafbúningnum." Sýningar á Stjörnustríði standa yfir til m- unda apríl en allar nánari upplýsingar um leikritið og sýningartíma er að finna á heima- síðunni stjomustrid.com. kmta@dv.is I^LfanHarTsoícreðaHans'óíaTsöngteikmirn S^tjörnustríð^ogfetórTfót^orílarrisons'Ford • jr mt _ __ _ _ —_ — m m m ■ MH ■ K MF 1 ■P* I eika í íslensku leikriti Taylor Theodore Selsback er skiptinemi frá Minneapolis í Bandaríkjunum og hefur verið á íslandi síðustu átta mánuðina. Hann fer með hlutverk Hans Óla í uppsetnmgu Menntaskólans við Sund á Stjömustríði. Taylor talar furðugóða íslensku miðaðvið tímann sem hann hefur dvalið á Islandi og óskar eftir því að blaðamaður taki bara við- talið við sig á íslensku. „Ég er búinn að fara pínulítið á einhver íslenskunámskeið en annars hef ég bara lært íslenskuna sjálfur. Eg kom til íslands fýrir tveimur árum með fjol- skyldunni minni og heillaðist af landinu. Svo ákvað ég að koma hingað í skiptinám þvi mig langaði að fara á einhvem stað sem væri frá- brugðinn," segir Taylor. Hann segir það hafa venð mjog góð- an tíma að leika í leikritinu og ekkert allt of strembið að leika í leikriti á íslensku. „Það var kannski pínulítið erfitt fyrst en siðan hefur þetta bara verið mjög gaman. Eg tala reyndar líka á ensku í leikritinu og syng tvo d Taylor Theodore Selsback hefur búið á (slandi siðastliðna átta mánuði og talar mjög goða íslensku. löa Annars vegar Helter Skelter og hins veg- ar Friends-lagið, I'U Be There For You, en með öðruvísi texta." Aðspurður hvað hafi verið skemmtileg- ast við þátttökuna í Stjörnustríði svarar Tayl- or. „Það er gaman að hitta skemmttlegt fólk, æfingarnar og svo eftirpartíin sem em allt- af mjög skemmtileg. Mér finnst líka algjor sniUd að það sé verið að setja upp songleik úrStarWars." Taylor fer aftur heim ttl Bandaríkjanna í júní eftir ársdvöl á landinu en hann hefur búið hér hjá íslenskri fjölskyldu. „Ég bý hjá æðislegri fjölskyldu og er búinn að bralla ým- islegt á Islandi. í frítímanum tjilla ég og fer i bfltúr og hef farið í sumarbústað og skoðað landið. Ég mæli alveg með því við vini mína heima í Minneapolis að fara í svona skipti- nám til íslands. Mér finnst miklu skemmu- legra á fslandi og kem jafnvel hingað aftur tíl að fara í háskóla." , Að lokum er skemmtilegt að segja fra þvi að Taylor fagnar átján ára afmæli sínu í dag og óskum við honum að sjálfsögðu til ham- ingju með daginn. krista@dv.is I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.