Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 Frittir DV Þýski prófessorinn Roger Kusch hefur lengi barist fyrir rétti fólks sem haldið er banvænum sjúkdómi til að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf. Nú vinn- ur hann að því að kynna sjálfsvígsvél sem gerir fólki kleift að binda enda á eigið líf án hjálpar frá öðrum. ■ '* ,** * ’Éæ&'í' V KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladahwdui 'tknfar Þýski íhaldsmafturinn og íyrrver- andi stjórnmálamaðurinn, Rog- er Kusch hefur stigið ffam fyrir skjöldu sem talsmaður líknardauða sem lengi hefiir verið afar umdeilt málefni. Ekki eina er hann yfirlýstur stuðningsmaður líknardrápa held- ur auglýsir hann nú vélbúnað sem gerir fólki kleift að enda á sitt eigið líf með því að þrýsta á einn hnapp. Sjálfsvígsvélin er kölluð „Perfus- or“ sem hægt væri að útleggja sem „dælir" og dælir kalíumklóríði í þann sem kosið hefur að nýta sér þessa tækni. Hönnun og smíði „dælisins" miðar að því að sniðganga lög sem banna fólki að aðstoða aðra við að fremja sjálfsvíg. Ef fjöldaframleiðsla hefst á „dælinum" er óhætt að álykta að Þýskaland verði vinsæl endastöð fólks sem af einhverjum ástæðum kýs að binda enda á líf sitt. Hingað til hefur straumur þess fólks legið til Sviss, en þar hefur verið löglegt að veita aðstoð við sjálfsvíg frá ár- inu 1942, að því skilyrði uppfylltu að viðkomandi hafi ráðfært sig við lækni og séu að fullu ljósar afleið- ingar ákvörðunar sinnar. Plastpoki yfir höfuðið Sjálfshjálparsamtökin Dignitas í Sviss hafa hjálpað fólki að fremja sjálfsvíg, en aðferðin hefur víða ver- ið harðlega gagnrýnd. Myndband sem kynnt var fyrir ríkissaksóknar- anum í Zúrich sýndi sjúklinga setja plastpoka yfir höfuð sér og anda að sér helíumgasi. 1 fjórum málum sem ríkissak- sóknari kynnti sér dó einn sjúkling- ur eftir níu mínútur og þrír eftir tut- L- a Roger Kusch Kynnir sjálfsvígsvél sem gerir hjálp við sjálfsvíg óþarfa. ‘ÍJ' o * ****** ># B tugu og fimm til fimmtíu mínútur. „Kippir fóru um líkamana í nokkr- ar mínútur," sagði Andreas Brunner saksóknari. Svissnesk dagblöð voru ómyrk í máli og líktu aðferðinni við aðferðir sem beitt var í Þriðja ríki Adolfs Hitlers í valdatíð hans. Dignitas fullyrðir að aðferðin sé skjótvirkari en eitursprauta, því hægt sé að fá helíumgasið án uppá- skriftar ffá lækni og henni fylgi því minni tímakostnaður og hún sé aukinheldur ódýrari. Um sjö hundr- uð Bretar hafa farið til Sviss og not- fært sér þjónustu Dignitas. Viðkvæmt mál í Þýskalandi Líknardráp hafa alla tíð verið sérstaklega eldfimt málefni. Öllum finnst eðlilegt að binda enda á þján- ingar dýra, skynlausra skepna eins og sumir kaila þau. En að aðstoða sárþjáða manneskju, sem á sér enga lífsvon, eða gera henni kleift að enda sitt eigið líf er víðast hvar ólöglegt. Læknaeiðurinn, eins og hann er víða túlkaður, kemur í veg fyrir að læknar megi aðhafast í slík- um málum og ef nánustu aðstand- endur leggja dauðvona ættingja lið er hægt að sækja þá til saka. f Þýskalandi er málefnið sér- staklega viðkvæmt, því fyrir það fyrsta er aðstoð við sjáJfsvíg bönnuð samkvæmt lögum og enn þann dag í dag kveikir hugmyndin um líknar- dráp upp myndina af skipulögðum líknarmorðum nasista á líkamlega og andlega föduðu fólki rétt fyrir miðbik síðustu aldar. „Deilir", eldhúshnífur eða rakvélarblað Roger Kusch er prófessor í lög- um, en hefur snúið baki við stjóm- málum. Hann segir að „deilirinn" sé einfaldlega valmöguleiki fyrir fólk sem haldið sé banvænum sjúk- dómi. „Enginnverðurneyddurtil að nota hann, en ég hef trú á að hann verði innlegg í umræðu sem snertir þúsundir manna," sagði hann. Að sögn Kusch yrði tækið lán- að eða leigt út þannig að fólk geti sjálft komið nálinni fyrir og þrýst á hnappinn þannig að kalíumklór- íðið dælist í líkamann. Útleigufyr- irtæki yrðu ábyrg fyrir því að hafa samráð við lækni um hæfilega skammtastærð. Kalíumklóríð er einmitt notað við aftökur í sumum fylkjum Bandaríkjanna, en deildar meiningar eru um skjótvirkni eit- ursins. Gerhard Strate, varnarlögffæð- ingur frá Hamborg, segir að með því að lána „dælinn" væri ekki gengið í bága við þýsk lög. „Svo fremi sem sjúklingur er með fullri meðvitund, er ekki ólöglegra að lána honum tækið, frekar en ef um eldhúshníf eða rakvélarblað væri að ræða. Það verður fyrst ólöglegt ef viðkomandi sjúkiingur biður einhvern annan viðstaddan að þrýsta á hnappinn," sagði Strate. Chantal Sebire Fyrir hálfum mánuði var Chant- al Sebire, franskri konu, neitað um réttinn til að deyja. Þrátt fyrir að Frakkland hafi rýmkað lög sem snúa að líknardrápum úrskurðaði dómstóll þar í landi gegn beiðni Sebire. Sebire þjáðist af sjaldgæfu krabbameini í nefholum sem olli mikilli vansköpun í andliti hennar. Chantal Sebire kom ffarn í sjón- varpi vegna beiðni sinnar og lýsti því hvernig börn forðuðust hana á götu. Hún gat ekki séð almennilega og allt bragð- og lyktarskyn heyrði sögunni til hjá henni. „Dýryrði ekki látið ganga í gegnum það sem ég hef þolað," sagði Sebire. Lög sem voru innleidd í Frakk- landi árið 2005 kveða á um heimild til fjölskyldna til að slökkva á önd- unarvélum eða öðrum tækjum sem miða að því að halda ættingja á iífi. Læknar hins vegar hafa ekki heim- ild til slíks. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að mál Chantal Sebire heyrði ekki undir þau lög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.