Peningamál - 01.02.2000, Síða 4

Peningamál - 01.02.2000, Síða 4
PENINGAMÁL 2000/1 3 hækkun húsnæðisliðar. Enn virðist ekki farið að draga verulega úr hækkun markaðsverðs húsnæðis því að í desember og janúar hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 2% sem er meira en á sama tíma fyrir ári. Verður að líta á það sem vísbendingu um áframhaldandi mikla eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu því að árstíðasveifla gefur ekki tilefni til svo mikillar verðhækkunar. Matvara hefur hækkað mun meira í verði en í helstu viðskiptalöndum Auk húsnæðiskostnaðar er það ekki síst verðþróun innlendra og erlendra matvæla sem skilur á milli Ís- lands og helstu viðskiptalanda. Innlend matvara hækkaði um 6,8% á síðasta ári og 7,4% ef búvara er undanskilin. Innflutt mat- og drykkjarvara hækkaði á sama tíma enn meira eða um 7,8%. Síðustu tvo mán- uði ársins hækkuðu þessir liðir (innlend matvara án búvöru) um 2,3% og 2,2%. Umskiptin í verðþróun matvæla urðu tiltölulega skyndileg, því að í júlí nam 12 mánaða verðhækkun mat- og drykkjarvöru ein- ungis 2,1%. Þessi hækkun er ekki einungis athyglis- verð vegna þess hve mikil hún er, heldur virðist verð- þróun innlendra og erlendra matvæla einkennilega samstíga, þrátt fyrir að erlend verðþróun matvæla sé allt önnur og töluverðar gengisbreytingar hafi orðið sem ætla mætti að leiddu til verðlækkunar á innflutt- um matvælum, eins og ráða má af innflutnings- skýrslum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun lækkaði meðalverð á innfluttum mat- og drykkjar- vörum, öðrum en áfengi, til dreifingaraðila um 2% á tímabilinu janúar til nóvember 1999 frá sama tíma- bili árið áður. Á sama tímabili hækkaði meðalverð á innfluttum mat- og drykkjarvörum í vísitölu neyslu- verðs um 1%. Frá desember 1998 til desember 1999 hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum hér á landi um 6,8% en stóð í stað á evrusvæðinu, eftir tímabil verðhjöðn- unar síðastliðið sumar. Heldur meiri hækkun varð í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum var einnig um hóflega hækkun að ræða, en í Bretlandi og Þýska- landi lækkaði matvælaverð um rúmlega 1½%. Sá munur sem er á verðhækkunum á mat- og drykkjarvörum á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum verður ekki heldur skýrður með gengisþróun krón- unnar, enda hefur gengi hennar hækkað gagnvart vegnu meðaltali gjaldmiðla viðskiptalandanna og mest gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Það er því eðlilegt að leita skýringa í mikilli innlendri eftirspurn Breyting síðastliðna 12 mánuði Vísitala neysluverðs 1998-2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F 1998 1999 2000 0 1 2 3 4 5 6 % Mynd 1 Tafla I Framlag undirliða til hækkunar vísitölu neysluverðs 1999 Vísitölubreytingar Áhrif á hækkun síðastliðna vísitölu síðastl. Allar tölur eru í % 3 m. 12 m. 3 m. 12 m. (1) Búvörur án grænmetis ...... 5,3 2,8 7,7 3,2 (2) Grænmeti .......................... -47,6 2,4 -12,2 0,4 (3) Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur............... 10,7 7,4 14,8 8,2 (4) Aðrar innlendar vörur....... 3,8 3,0 4,1 2,5 (5) Innfl. mat- og drykkjarv. .. 11,5 7,8 7,6 4,1 (6) Nýir bílar og varahlutir..... 1,3 1,5 2,2 2,1 (7) Bensín ............................... -4,3 24,7 -3,7 16,2 (8) Aðrar innfluttar vörur ....... -1,3 -0,5 -4,2 -1,2 (9) Áfengi og tóbak................ 1,9 1,6 1,4 0,9 (10) Húsnæði............................ 8,4 14,8 21,9 31,1 (11) Opinber þjónusta .............. 14,8 5,3 35,4 10,4 (12) Önnur þjónusta ................. 5,0 5,5 25,1 21,9 Samtals ...................................... 4,4 5,8 100,0 100,0 Innlendar vörur (1-4) ................ 2,9 4,4 14,4 14,3 Búvörur og grænmeti (1-2)....... -3,9 2,7 -4,5 3,6 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis (3-4).................... 7,7 5,5 18,9 10,7 Innfluttar vörur alls (5-9) .......... 0,4 3,7 3,3 22,2 verð hefur einnig hækkað mjög mikið í Bretlandi sem þó býr við verð- bólgu á svipuðu stigi og önnur Evrópulönd, en þar er öðrum aðferðum beitt við mælingu húsnæðiskostnaðar sem kann að skýra hvers vegna hækkun á markaðsverði húsnæðis kemur ekki fram með jafnskýrum hætti í bresku neysluverðsvísitölunni. Gengi breska pundsins hefur að auki hækkað mun meira en krónan á síðustu árum og hefur það haldið verðbólgu niðri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.