Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 34

Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 34
PENINGAMÁL 2000/3 33 til að koma á viðskiptum með verðbréf. Hann ýtti undir þróun sýnilegs eftirmarkaðar með skuldabréf en ekki með hlutabréf. Þegar hér er komið sögu áttu enn eftir að líða sex ár fram að lögunum um skattfrá- drátt vegna fjárfestingar í atvinnurekstri, eða „hluta- bréfaafslættinum“ góðkunna og langlífa. Framboð hlutafjár skorti Af framansögðu sést að lengst af öldinni báru til- burðir til að koma á fót markaði með hlutabréf lítinn árangur. Orsakir þess lágu víða og voru sambland af stjórnmála-, menningar- og efnahagslegum þáttum. Hér verður ekki velt upp hugsanlegum dragbítum eftirspurnarhliðarinnar en hins vegar nefnd nokkur atriði sem stóðu í vegi fyrir framboði hlutabréfa hér á landi. • Fyrirtæki voru lengi fá og smá vegna smæðar hagkerfisins og hinnar stuttu atvinnusögu þess. • Stærstur hluti fyrirtækja var stofnaður sem fjöl- skyldu- eða vinafyrirtæki með fáa hluthafa, lítið hlutafé og hömlur á framsali hluta. Í þeim tilvik- um þegar slík fyrirtæki verða almenningshluta- félög er aðdragandi oft langur. • Fram á níunda áratuginn voru hömlur á framsali hluta í samþykktum flestra stórra hlutafélaga. Þessum fyrirtækjum mátti líkja við lokaða kassa, og hvorki árangur né eigendur þeirra voru í kastljósi almennrar umræðu. • Sú atvinnustefna sem rekin var mestan hluta þessarar aldar studdi ekki myndun opinna hluta- félaga. Efnahagsumhverfið var að mörgu leyti ekki hliðhollt atvinnurekstri og arðsemi fyrir- tækja lág. • Flest stór fyrirtæki sem stofnuð voru á fyrstu 70- 80 árum aldarinnar voru í eigu opinberra eða erlendra aðila eða voru samvinnu- eða samlags- félög. Hugarfar þjóðarinnar virtist almennt ekki hliðhollt stórum fyrirtækjum í íslenskri einka- eign. • Raunvextir voru lágir, skattkerfið hyglaði skuld- urum en var óhagstætt hluthöfum og hlutafjárút- gáfu. Lánsfé var stýrt til fyrirtækja og atvinnu- greina. • Skipulegan verðbréfamarkað vantaði. • Einkavæðing hófst seint og hömlur voru á fjár- festingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Hlutabréf í íslenskum hlutafélögum voru einna helst álitin „einhvers konar kvittun fyrir óafturkræfu framlagi til atvinnurekstrar“ og viðskipti með hluta- bréf á frum- og eftirmarkaði voru hverfandi og lítt sýnileg allt fram til ársins 1984.2 Um það leyti jók hækkun vaxta þörf fyrirtækja fyrir sterka eiginfjár- stöðu auk þess sem hlutafjármarkaðir voru í fram- þróun í nágrannaríkjum okkar. Það var því að vonum að tilraun yrði gerð til að skipuleggja viðskipti með hlutabréf hérlendis. Það tók þó mörg ár fyrir stjórn- völd, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja að leggjast á 2. Tilvitnun í Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi (1991), „Framþróun og framtíð íslensks hlutabréfamarkaðar“, útg. Verðbréfamarkaður Íslands- banka hf. Þróun íslensks hlutafjármarkaðar 1984-2000 1984 Lög um skattfrádrátt vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. Einkavæðing hefst. 1985 Hlutabréfamarkaðurinn hf. hefur starfsemi. Verðbréfaþing Íslands stofnað. 1986 Lög um verðbréfamiðlun. Fyrsti svokallaði hlutabréfasjóðurinn hefur starfsemi. 1988 Reglur um skráningu hlutabréfa á VÞÍ. 1989 Lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði (m.a. ákvæði um almenn útboð verðbréfa). 1990 Fyrstu hlutafélög skráð á VÞÍ. 1991 Fyrstu viðskipti með hlutabréf á VÞÍ. 1992 Átak VÞÍ til að fjölga skráðum fyrirtækjum. Opni tilboðsmarkaðurinn hefur starfsemi. 1993 Lög um VÞÍ. 1997 Upptaka fjármagnstekjuskatts. Vaxtarlisti og aðallisti VÞÍ teknir upp. Hlutabréf verða stærsta tegund markaðsverðbréfa á VÞÍ. 1998 Lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Hlutafélagavæðing ríkis- banka og byrjun einkavæðingar þeirra. Úrvalsvísitala VÞÍ byrjar. 1999 VÞÍ verður hlutafélag. 2000 Rafræn skráning hlutabréfa hefst. VÞÍ verður aðili að NOREX. Erlent hlutafélag skráð á VÞÍ. Reglur settar um nafnbirtingu í innherja- viðskiptum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.