Peningamál - 01.02.2002, Side 12

Peningamál - 01.02.2002, Side 12
PENINGAMÁL 2002/1 11 Óvissa og áhættuþættir Spá Seðlabankans er sem fyrr háð töluverðri óvissu og því varhugavert að leggja of mikið upp úr túlkun á ákveðnum gildum. Því er spáin sýnd ásamt mati á óvissubili hennar á mynd 5. Samkvæmt metinni óvissu spárinnar eru 90% líkur á að verðbólga verði innan alls skyggða svæðisins, 75% líkur á að hún verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur á að hún verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem spáð er til lengri tíma, sem endurspeglast í víkkun óvissubilsins.3 Óvissu um framgang spárinnar má í megin- atriðum skipta í tvo hluta, óvissu að gefnum for- sendum spárinnar og óvissu um sjálfar forsendurnar. Fyrrnefnda óvissan snýr m.a. að tengslum undir- liggjandi þátta verðbólguferilsins og verðbólgunnar sjálfrar. Líkön sem taka í ríkari mæli tillit til lang- tímasambands verðlags og undirliggjandi þátta sem hafa áhrif á það, eins og launakostnaðar og gengis, og taka auk þess tillit til áhrifa framleiðsluspennu, benda til þess að hali verðbólgukúfsins geti jafnvel orðið nokkru lengri en hér er gert ráð fyrir. Mikil óvissa ríkir hins vegar um stöðugleika undirliggjandi sambanda. Óvíst er t.d. að hve miklu leyti gengis- lækkun krónunnar muni koma fram í hækkun verðlags og hve langan tíma það tekur áhrifin að koma fram. Reynsla landa sem tekið hafa upp fljót- andi gengi bendir til þess að skammtímagengis- sveiflur komi hægar fram í verðlagi en áður.4 Því er hugsanlegt að skammvinnar gengissveiflur séu það lengi að koma fram í verðlagi að minni spenna og betra ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og hækkun gengis síðar leiði til þess að verðbólguáhrif þeirra komi aldrei fram að fullu. Af forsendum spárinnar ríkir mest óvissa um þróun gengis krónunnar og horfur á innlendum vinnumarkaði. Í kjölfar yfirlýsingar aðila almenna vinnumarkaðarins um frestun endurskoðunar kjara- samninga hækkaði gengi krónunnar og virðist gengisvísitalan hafa náð tímabundnu jafnvægi í kringum 140 stig. Horfur eru á nokkuð hraðri hjöðnun viðskiptahallans næstu misseri og að fjár- mögnun hans muni ganga greiðlega fyrir sig án atbeina ríkissjóðs eða Seðlabankans. Líkur á áfram- haldandi styrkingu krónunnar hafa því vaxið. Seðla- bankinn hefur áður látið í ljós þá skoðun að raun- gengi krónunnar muni hækka til lengri tíma litið. Betri horfur um fjármögnun viðskiptahallans auka líkur á því að hækkun raungengis verði með hækkun nafngengis fremur en verðbólgu. Framvindan á innlendum vinnumarkaði mun hafa talsverð áhrif á þróun gengis krónunnar á næstunni. Frestun endurskoðunar kjarasamninga stuðlaði að hækkun gengisins með því að draga úr óvissu um efnahagshorfur, en mikil hækkun neysluverðsvísi- tölunnar í janúar dró úr líkum þess að verðlagsmark- mið samkomulagsins gengi eftir. Verði samningum sagt upp í maí og samið um meiri launahækkanir en gert er ráð fyrir í spá bankans er hætt við að gengi krónunnar lækki og verðbólga verði meiri en hér er spáð. Ólíklegt yrði þá að verðbólgumarkmið Seðla- bankans næðist innan ásættanlegs tíma nema bank- inn yki aðhald peningastefnunnar, en það gæti leitt til meiri samdráttar og atvinnuleysis. Nokkur óvissa ríkir sem fyrr segir um þróun húsnæðisverðs. Lækk- un húsnæðisverðs, sem bankinn hefur gert ráð fyrir í síðustu spám, gæti þrátt fyrir allt komið fram að endingu. Verðbólga yrði þá minni að öðru óbreyttu. Veruleg lækkun húsnæðisverðs gæti einnig haft3. Matið á óvissu í verðbólguspánni byggist í meginatriðum á sögulegumspáskekkjum bankans þar sem það á við og á einföldum framreikningi á spáóvissu fyrir þær tímalengdir sem bankinn hefur ekki áður spáð. Á sama hátt og spár um einstök gildi eru háðar óvissu er matið á spáóvissu það einnig. Því þarf að fara varlega í túlkun á matinu á spáóvissunni. Þessu mati er fremur ætlað að draga fram innbyggða óvissu spágerðar- innar en að vera nákvæmt mat á líkindadreifingu verðbólguspárinnar. Mynd 5 Efri þolmörk Neðri þolmörk Verðbólgumarkmið Heimild: Seðlabanki Íslands. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 2 4 6 8 10 12 % 0 2 4 6 8 10 12 % Verðbólguspá Seðlabankans 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil 200320022001200019991998 2004 8 6 4 2 0 0 -2 8 6 4 2 0 10 -2 Efri þolmörk Neðri þolmörk Verðbólgu- markmið Neysluverðs- vísitala 4. Sjá t.d. grein Þórarins G. Péturssonar, „Miðlunarferli peningastefn- unnar“, Peningamál, 2001/4, bls. 59-74.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.