Peningamál - 01.02.2002, Side 24

Peningamál - 01.02.2002, Side 24
PENINGAMÁL 2002/1 23 Vaxtalækkun og gengissig ... Þann 8. nóvember tilkynnti Seðlabankinn um 0,8 prósentustiga lækkun stýrivaxta. Í kjölfarið lækkuðu innlánsstofnanir vexti sína á óverðtryggðum inn- og útlánum sem nam vaxtalækkun Seðlabankans. Þetta var önnur vaxtalækkun Seðlabankans á árinu en hin fyrri, 0,5 prósentustig, átti sér stað 28. mars. Gengi krónunnar lækkaði fyrst eftir vaxtalækkunina. Hæst var vísitala gengisskráningar 28. nóvember, 151,16 stig, en innan dags fór vísitalan hærra í einhverjum tilvikum. Teikn voru þó á lofti sem bentu til þess að ekki væri langt í að lágmarki veikingarinnar yrði náð, þar eð raungengi krónunnar var í áratuga sögulegu lágmarki og einkavæðingaráformum virtist miða vel áfram. Þá vitnaðist um áhuga aðila vinnumarkaðarins á að ræða hugsanlega frestun á endurskoðun kjara- samninga sem átti að fara fram í febrúar 2002. Að auki bárust fréttir af góðri afkomu fyrirtækja í út- flutningsgreinum og annarra fyrirtækja sem virtust hafa náð að aðlaga rekstur sinn erfiðari ytri skil- yrðum, þótt fjármagnsliðir væru enn neikvæðir m.a. vegna gengissigsins. Þann 29. nóvember voru birtar tölur um vöruskiptajöfnuð sem var jákvæður. Brugðust aðilar á gjaldeyrismarkaði skjótt við og vísitala gengisskráningar hækkaði um 1,6% þann dag og hinn næsta. Þessi styrking gekk þó til baka að nokkru á næstu dögum og var vísitalan skráð 149,8 hinn 7. desember. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Snúningur á gjaldeyrismarkaði - hækkandi gengi krónunnar 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. janúar 2002. Fyrst eftir vaxtalækkun Seðlabankans í nóvember sl. hélt gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum áfram að lækka og náði sögulegu lágmarki 28. nóvember þegar vísitala gengisskráningar var 151,16 stig. Eftir að tiltölulega góðar fréttir bárust í lok nóvember af vöru- og viðskiptajöfnuði og spurðist að samkomulag aðila vinnumarkaðarins um frestun á endurskoðun uppsagnarákvæðis kjarasamninga kynni að vera í burðarliðnum tók gengi krónunnar að hækka. Frá ársbyrjun til 28. nóvember hafði vísitala gengisskráningar hækkað um 24,6% en hún lækkaði síðan um 6,2% til loka ársins. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri námu rúmlega 1.200 milljörðum króna á árinu 2001. Seðlabankinn hefur ekki gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn síðan 12. október 2001. Hann átti hins vegar viðskipti við tvo viðskiptavaka í byrjun desember þar sem um var að ræða sérstök viðskipti sem kynnu að hafa haft óæskileg áhrif á gengi krónunnar hefðu þau farið um markaðinn. Markaði með gjaldeyrisskiptasamninga var komið á laggirnar undir lok nóvember og var honum vel tekið. Ætla má að þessi markaður hafi átt sinn þátt í að draga úr lausafjárþrengingum sem gert höfðu vart við sig hjá einstaka banka. Endurhverf viðskipti við Seðlabankann hafa verið með mesta móti og nam fjárhæð úti- standandi endurhverfra lána bankans hæst tæplega 85 ma.kr. upp úr miðjum janúar. Vextir á milli- bankamarkaði með krónur hafa verið háir en ávöxtunarferillinn hallar niður sem bendir til væntinga um minnkandi verðbólgu. Verðbólguvæntingar sem lesa má úr ávöxtun skuldabréfa benda einnig til auk- innar trúar á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist. Hlutafjármarkaður hefur verið að hjarna við eftir mikla verðlækkun á síðustu misserum.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.