Peningamál - 01.02.2002, Page 39

Peningamál - 01.02.2002, Page 39
SAXESS er öflugt viðskiptakerfi sem ræður við að afgreiða yfir 2000 færslur á sekúndu. Það veitir þing- aðilum aðgang að fjölda aðgerða sem styðja og auð- velda verðbréfaviðskipti, þar á meðal tengd tilboð, meðalverðspörun o.s.frv. Kerfið heldur utan um seljanleika hvers verðbréfs í einni tilboðaskrá, sem fer eftir gjaldeyri og markaði bréfsins. Kerfið býður jafnframt upp á sjálfvirka skráningu tilboða þar sem fjárfestar geta sjálfir sett tilboð inn í kerfið fyrir milligöngu þingaðila. Upplýsingar eru birtar sam- tímis á skjám verðbréfamiðlara sem tilboðaskrár, viðskiptaupplýsingar og ýmsar skýrslur. Meðlimir í NOREX-samstarfinu eru nú kauphallirnar í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Osló auk Verðbréfaþings Íslands. Seðlabanki Íslands hefur ekki nýtt sér aðild sína að Verðbréfaþingi undanfarin ár til að hafa áhrif á peningamagn í umferð (e. open market operation). Þó er alltaf sá möguleiki fyrir hendi fyrir Seðla- bankann að hafa áhrif á peningaframboðið með því að kaupa eða selja verðbréf, t.a.m. ríkisvíxla. Það er til dæmis þekkt aðferð hjá öðrum seðlabönkum að jafna peningaframboð eftir inngrip á gjaldeyris- markaði með inngripum á verðbréfamarkaði (e. ster- ilization). Ef Seðlabankinn keypti krónur á gjald- eyrismarkaði gæti hann selt þær aftur fyrir verðbréf á skuldabréfamarkaði. Það væri ein aðferð til að eyða lausafjáráhrifum gjaldeyrissölunnar. Seðlabanki Íslands hefur hingað til notað aðrar aðferðir, þ.e. með endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir. Viðskiptavakar Hlutverk viðskiptavaka (e. market maker) er að vera jafnan reiðubúinn að kaupa og selja þá flokka verðbréfa sem hann hefur tekið að sér að sjá um á auglýstu verði. Viðskiptavaki kaupir bréf þau sem hann hefur tekið að sér jafnvel þó að engir aðrir kaupendur finnist á markaðinum. Hann selur jafn- framt af eigin bréfum þegar enginn annar seljandi finnst. Með þessu jafnar viðskiptavaki sveiflur sem gætu orðið á endursölumarkaðinum. Viðskiptavakar hafa tekjur sínar af því að kaupa sjálfir verðbréf á ákveðnu verði og selja þau síðan aftur á nokkru hærra verði. Árlega endurskoða bæði Lánasýsla ríkisins og Íbúðalánasjóður viðskiptavakasamninga sína við innlendar fjármálastofnanir. Viðskiptavakasamn- ingur ríkisverðbréfa tekur til þriggja flokka spari- skírteina og tveggja flokka ríkisbréfa. Viðskiptavaka- samningur Íbúðalánasjóðs tekur til fimm flokka hús- bréfa og tveggja flokka húsnæðisbréfa.7 Markmið samningsins er að auka seljanleika bréfanna á eftir- markaði. Skyldur viðskiptavaka eru í gildi á af- greiðslutíma Verðbréfaþings eða á milli klukkan 10:00 og 16:00. Réttindi og skyldur viðskiptavaka með markflokka ríkisverðbréfa og hús- og húsnæðisbréfa Samningum við viðurkennda viðskiptavaka er ætlað að bæta verðmyndun og tryggja seljanleika á stærstu flokkum verðbréfa sem útgefin eru af ríkissjóði og Íbúðalánasjóði. Viðskiptavakasamningar eru gerðir til eins árs í senn. Helstu skuldbindingar sem fram koma í samningunum eru sýndar í yfirliti á næstu síðu. Réttindi og skyldur aðalmiðlara með ríkisvíxla Samningum við aðalmiðlara um sölu ríkisvíxla er ætlað að tryggja útgáfu á ríkisvíxlum og efla verð- myndun þeirra á eftirmarkaði. Betri verðmyndun á ríkisvíxlum ætti einnig að bæta verðmyndun annarra skammtímaverðbréfa, svo sem bankavíxla, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á millibankamarkaðinn með krónur. Helstu skuldbindingar aðalmiðlara eru eftir- farandi: Aðalmiðlari verður að kaupa ríkisvíxla í þremur útboðum á 6 mánaða tímabili fyrir samtals 3 ma.kr. að nafnverði. Jafnframt skuldbindur aðalmiðlari sig til þess að leggja fram kaup- og sölutilboð á Verð- bréfaþingi í þá flokka ríkisvíxla sem samningurinn nær yfir og skal hvert tilboð ekki vera lægra en 100 m.kr. að nafnverði. Aðalmiðlara er skylt að endurnýja tilboð sín innan 10 mínútna frá því að tilboði hans hefur verið tekið uns heildarviðskipti í viðkomandi flokki hafa náð 400 m.kr. yfir daginn. Verðmunur á kaup- og sölutilboðum má ekki vera meira en 0,03%. Lánasýslan greiðir aðalmiðlara þóknun sem er umsamin 0,39% af nafnverði samþykktra tilboða. Ef samþykkt tilboð aðalmiðlara nær ekki lágmarki sem 38 PENINGAMÁL 2002/1 7. Nú eru Búnaðarbanki Íslands hf., Sparisjóðabanki Íslands hf., Lands- banki Íslands hf. og Kaupþing hf. viðskiptavakar fyrir ríkisverðbréf. Íslandsbanki hf., Kaupþing hf., Landsbanki Íslands hf. og SPRON eru viðskiptavakar hús- og húsnæðisbréfa. Sparisjóðabanki Íslands hf., Landsbanki Íslands hf. og Íslandsbanki hf. eru aðalmiðlarar ríkisvíxla.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.