Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 30

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 30
PENINGAMÁL 2003/1 29 Í þessum viðauka er fjallað um efnahagsleg áhrif fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda, þ.e. byggingar álvers Alcoa Inc. á Reyðarfirði og raforkuvers sem Landsvirkjun reisir á Austurlandi til að sjá álverinu fyrir orku. Hugsanleg stækkun Norðuráls er ekki tek- in með í þessari greinargerð, enda óljóst um tíma- setningu hennar og umfang fjárfestingarinnar. Mat á stóriðjufjárfestingum á Austurlandi nægir til að lýsa þeim áhrifum sem stórframkvæmdir af þessu tagi hafa og þeim hagstjórnarviðbrögðum sem þær kalla á. 1. Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður eftirfarandi greinargerðar eru: 1. Fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir eru mjög um- fangsmiklar í samanburði við stærð íslenska hagkerfisins. Fjárfestingin er að magni til líklega sú stærsta í sögu þjóðarinnar en að tiltölu við landsframleiðslu svipuð og bygging Búrfells- virkjunar og álversins í Straumsvík á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. 2. Framkvæmdirnar verða mestar á árunum 2005 og 2006, en þá munu um 2/3 hlutar fjárfestingarinnar eiga sér stað. Þegar fjárfestingin verður mest á árinu 2006 mun hún nema 9% af landsfram- leiðslu. Þá nær vinnuaflsnotkunin einnig hámarki í tæplega 2.500 ársverkum, eða sem nemur um 1¼% af áætluðu vinnuafli í landinu. 3. Gera verður greinarmun á tímabundnum áhrifum byggingar orkuvera og álbræðslu annars vegar og langtímaáhrifum af starfrækslu þeirra hins vegar. Fyrri áhrifin fela í sér tímabundna aukningu eftir- spurnar en seinni áhrifin styrkja framboðshlið hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir út- flutning. 4. Áhrifin á byggingartíma felast í aukinni eftir- spurn sem fjármögnuð er með erlendu eiginfé og lánsfé. Því fylgir tímabundinn viðskiptahalli, sem ekki er vandamál, og eftirspurnarspenna og verð- bólguþrýstingur. Þar sem framkvæmdirnar eru að mestu fyrirséðar er við því að búast að gengi krónunnar, vextir og eignaverð verði fyrir áhrif- um um leið og ljóst er að af framkvæmdum verður. Hækkun gengis krónunnar að undanförnu á a.m.k. að hluta rætur að rekja til þessa. Hún byggist ekki aðeins á væntu gjaldeyrisinnstreymi heldur einnig á væntingum um hærri Seðlabanka- vexti á næstu misserum en ella. Hækkun gengis krónunnar verður því ekki slitin úr samhengi við það aukna aðhald í peningamálum sem óhjá- kvæmilega tengist svo stórum eftirspurnarhnykk sem hér er um að ræða. 5. Útreikningar sem gerðir eru með líkönum Seðlabankans af hagkerfinu og einstökum hlutum þess benda til þess að án gengisaðlögunar og hag- stjórnaraðgerða verði framleiðsluspenna um- talsvert meiri en varð á ofþensluárunum 2000 og 2001. Ástæðan er sú að hagvöxtur verður töluvert umfram jafnvægisvöxt, eða sem nemur 4-4½ prósentu þegar mest lætur, sem gæti þýtt um 7% hagvöxt. Afleiðing þessa er að verðbólga yrði um eða yfir 4 prósentum meiri en án stóriðjufram- kvæmda á árunum 2005 og 2006 og víki því verulega frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans. 6. Til að koma í veg fyrir þetta þurfa að koma til hagstjórnarviðbrögð. Ef gengið helst óbreytt frá því sem orðið hefði án stóriðjuframkvæmda og engar aðgerðir verða í ríkisfjármálum þurfa Seðlabankavextir að hækka þegar líður á þetta ár og verða á árunum 2004 og 2005 veruleg hærri en án stóriðju. Útreikningarnir sýna niðurstöður sem byggjast á hefðbundinni framsýnni reglu fyrir ákvörðun seðlabankavaxta sem tekur tillit til framleiðsluspennu á hverjum tíma en verðbólgu næsta árs á eftir. Þá verða Seðlabankavextir rúm- lega 4½ prósentu hærri en án stóriðju, sem gæti þýtt allt að 10% stýrivexti. Þetta nægir reyndar ekki til að halda verðbólgu innan þolmarka á árunum 2005 og 2006 og því þarf peningastefnan að verða enn aðhaldssamari ef hún nýtur ekki aðstoðar ríkisfjármálastefnu eða gengisþróunar. 7. Gengisþróun sem tæki mið af stóriðjufram- kvæmdum og/eða aðgerðir í ríkisfjármálum Viðauki Mat á þjóðhagslegum áhrifum fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda og möguleg hagstjórnarviðbrögð við þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.