Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 102

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 102
Efnahagsleg og fjármálaleg áhrif Efnahagsleg áhrif lífeyriskerfisins eru mikilvæg. Það eru alltaf þeir sem eru starfandi á hverjum tíma sem halda uppi ellilífeyrisþegum, óháð því hvernig kerfið er byggt upp, en ef kerfið stuðlar að meiri framleiðni en ella og ef það eru að hluta þeir sem starfa í öðrum löndum sem bera byrðarnar með arðgreiðslum af er- lendum eignum, verður lífeyrisbyrðin léttari en ella. Hver hafa þá áhrif lífeyriskerfisins á þjóðarbúskapinn og fjármálakerfið verið? Ljóst er að kerfið hefur ekki skapað of neikvæðan hvata til atvinnuþátttöku af hálfu hinna eldri. Opinber eftirlaunaaldur er 67 ár og 37% af 65-74 ára fólki unnu launavinnu í að minnsta kosti eina stund á viku á árinu 2002. Þetta grundvallast auðvitað að hluta á hefð og þeirri staðreynd að atvinnuleysi hefur yfirleitt verið lítið. En það hjálpar einnig til að lífeyriskerfið hefur ekki innbyggðan hvata til snemmtöku lífeyris, þótt það sé mögulegt að hefja lífeyristöku fyrir 67 ára aldur. Uppbygging lífeyriskerfis með sjóðsöfnun gæti við viss skilyrði stuðlað að auknum þjóðhagslegum sparnaði og þannig aukið framleiðslufjármuni og hagvöxt. Auðvitað er erfitt að vita hvað hefði gerst án uppsöfnunar lífeyrissjóða og hingað til hefur reynst erfitt að staðfesta þessi áhrif. Tiltölulega lítill sparnaður einkageirans hefur í raun verið vandamál á undanförnum árum. Einnig er umhugsunarefni að ís- lensk heimili eru meðal þeirra skuldsettustu í heimin- um. Í Danmörku og Hollandi eru skuldir heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur reyndar enn meiri. Í báðum þessum löndum eru lífeyriseignir í annarri og þriðju stoð lífeyriskerfisins mjög miklar. Það er hugs- anlegt að fólk treysti slíkum kerfum betur en opinber- um gegnumstreymiskerfum og sé því viljugra til að safna skuldum í þeirri trú að lífeyrir þess sé tryggur. Áhrifin á þróun fjármálamarkaða eru mun skýr- ari. Augljóst er að lífeyrissjóðirnir hafa stuðlað veru- lega að vexti fjármálamarkaða. Ef eitthvað er, er vandamálið að þeir eru í sumum tilfellum of yfir- gnæfandi. Nokkrar tölur gefa til kynna hlutfallslegt mikilvægi lífeyrissjóðanna á innlendum fjármála- mörkuðum. Svo að dæmi séu tekin er hlutdeild þeirra í útistandandi markaðsskráðum skuldabréfum 39% í árslok 2002. Á sama tíma er talið að þeir hafi átt 46% af útistandandi húsbréfum. Að lokum má nefna að vegna uppbyggingar er- lendra eigna hafa lífeyrissjóðirnir haft áhrif á hreina eignastöðu íslenska þjóðarbúsins. Erlendar eignir líf- eyrissjóða námu minna en 2% af heildareignum þeirra 1995 en voru orðnar 22% árið 2001. Þær minnkuðu hins vegar á árinu 2002 vegna neikvæðrar ávöxtunar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og námu í lok þess 16%. Stærstur hluti erlendu eignanna eru hlutabréf og hlutdeildarskírteini í erlendum verðbréfasjóðum. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu 61% af verðbréfaeign Íslendinga erlendis í lok árs 2002 og 25% allra erlendra eigna sem skráðar eru í erlendri eignastöðu þjóðarbúsins. Það er ljóst að þetta miklar eignir hafa áhrif á áhættumynstur erlends efnahagsreiknings þjóðarbúsins. Ennfremur geta er- lend viðskipti lífeyrissjóðanna haft marktæk áhrif á gengi krónunnar, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Styrkleiki og veikleiki? Ég býst við að styrkleikar íslenska lífeyriskerfisins hafi komið skýrar fram í máli mínu hingað til en veikleikarnir. Mikilvægustu styrkleikarnir eru nánast full þátttaka allra, sjóðsöfnun í annarri stoð kerfisins, hlutleysi varðandi snemmtöku eða seintöku lífeyris og samsett eðli lífeyrissjóðanna. Af þessu leiðir já- kvæð áhrif á vinnumarkaðinn og fjármálakerfið sam- anborið við önnur lífeyriskerfi. En það eru einnig veikleikar. Í fyrsta lagi geta réttindi orðið nokkuð mismunandi milli sjóða ef ávöxtun fjárfestingar er mismunandi yfir lengri tíma- bil. Ef hreyfanleiki á milli sjóða er takmarkaður, eins PENINGAMÁL 2004/1 101 Mynd 6 2 22 16 1990 2001 2002 0 5 10 15 20 25 % Erlendar eignir sem hlutfall af heildar- eignum lífeyrissjóða 1990, 2001 og 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.