Peningamál - 01.07.2006, Síða 41

Peningamál - 01.07.2006, Síða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 41 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Verðbólga hefur aukist mikið frá síðustu útgáfu Peningamála í marslok. Það skýrist einkum af því að á sama tíma og eftirspurn hefur haldið áfram að vaxa hröðum skrefum hefur gengi krónunnar lækk- að. Einnig hefur gætt grunnáhrifa vegna lækkunar dagvöruverðs og breytingar á húsnæðislið vísitölunnar fyrir ári. Í júní var tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs 8%, eða 5,5 prósentum yfir markmiði Seðlabankans, en á fyrsta ársfjórðungi mældist verðbólga 4,5%. Samsetning verðbólgunnar hefur breyst verulega undanfarna mánuði. Framlag húsnæðiskostnaðar er ekki lengur jafn yfirgnæfandi þáttur hennar, þótt enn megi skýra 3,3 prósentur af hækkun vísitölunn- ar með hækkun húsnæðisliðarins. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hafði í júníbyrjun hækkað um 6% á tólf mánuðum, en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis var nálægt núlli þegar hún fór lægst í fyrra og einungis 1% í byrjun þessa árs. Gengislækkun krónunnar síðustu mán- uði og væntingar um gengisþróun eru mikilvægir áhrifaþættir. Gengi krónunnar var í júní að meðaltali rúmlega 8% lægra en í lok mars. Hækkun á verðlagi nokkurra sveiflukenndra liða, t.d. bensíns, ávaxta og grænmetis, hefur aukið á verðbólguna að undanförnu. Kjarnavísitölurnar tvær hafa þó fylgt hækkun vísitölu neysluverðs nokkuð þétt eftir. Af þessu má ráða að undirliggjandi verðbólgu- þrýstingur nái til flestra undirþátta vísitölunnar. Kjarnavísitala 1 hefur hækkað um 7% á síðustu tólf mánuðum og kjarnavísitala 2 um 7,6%. Nokkru minni hækkun kjarnavísitölu 1 skýrist af því að breytingar á verðlagi opinberrar þjónustu eru innifaldar en þær hafa verið litlar undanfarna tólf mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hafði hækkun á verðlagi húsnæðis, nýrra bíla, bensíns og innfluttrar vöru mest áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Verðbólga á öðrum ársfjórðungi meiri en reiknað var með Í þeirri verðbólguspá sem birt var í síðasta hefti Peningamála var gert ráð fyrir 4,6% verðbólgu á fyrsta fjórðungi ársins, sem er einungis 0,1 prósentu meira en raunin varð, enda langt liðið á fjórðunginn þegar spáð var. Spáð var 4,5% verðbólgu á öðrum fjórðungi ársins, en nú stefnir í að verðbólgan verði rúmlega 7½%. Að mestu leyti skýrist frávikið af óhagstæðri gengisþróun en einnig er mögulegt að kostn- aðarþrýstingur, sem gæti verið mikilvægari við núverandi aðstæður en oft áður, hafi verið vanmetinn. Tímabundið bakslag í hjöðnun húsnæðisverðbólgu Húsnæðisverðbólga var komin niður í 12,3% í apríl, eftir að hafa lækkað jafnt og þétt síðan í október 2005. Í maí kom bakslag í hjöðn- un húsnæðisverðbólgu, sem rekja má til þess að áhrifa breytinga sem gerðar voru á húsnæðisliðnum í maí 2005 gætti ekki lengur í vísitöl- unni. Hagstofan stytti þá viðmiðunartímabil raunvaxtakostnaðar úr fimm árum í tólf mánuði. Áhrif þessarar breytingar námu 0,45% til lækkunar vísitölunnar í maí 2005. Þeirra gætti ekki lengur í maí sl. auk þess sem hin nýja aðferð leiðir nú til þess að verðbólga mælist lítið eitt meiri en ella vegna þess að áhrif hækkunar vaxta húsnæðislána koma Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - júní 20061 0 2 4 6 8 10 12 200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Húsnæðisliður og markaðsverð húsnæðis janúar 2002 - júní 2006 12 mánaða breyting (%) Húsnæði á landinu öllu Húsnæði á landsbyggðinni Einbýli á höfuðborgarsvæði Fjölbýli á höfuðborgarsvæði Húsnæðisliður -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 20062005200420032002 Heimild: Hagstofa Íslands. 80 120 160 200 240 280 200620052004200320022001200019991998 Reiknuð húsaleiga Greidd húsaleiga 1992 = 100 Mynd VIII-3 Greidd og reiknuð húsaleiga janúar 1998 - júní 2006 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.