Peningamál - 01.05.2009, Page 24

Peningamál - 01.05.2009, Page 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 24 Vaxtalækkun getur minnkað framtíðarútstreymi vegna nýrra skuldabréfa (einkum til skamms tíma). Hins vegar gæti hún aukið tímabundið gjaldeyrisútstreymi vegna vaxtagreiðslna af útistandandi bréfum. Lækki vextir umfram væntingar myndast gengishagnaður af útistandandi skuldabréfum sem heimilt er samkvæmt reglum að flytja úr landi. Því er ekki sjálfgefið að veruleg vaxtalækkun minnki útflæði til skamms tíma þótt hún geri það til langs tíma litið. Að sama skapi er ekki hægt að gefa sér að vextir á innstæð- um allra erlendra aðila fylgi stýrivöxtum. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans bera innstæður fyrrverandi jöklabréfaeigenda í erlend- um bönkum oft mjög lága vexti og innstæður erlendu bankanna í innlendu bönkunum eru á umsömdum kjörum sem ekki eru endilega í beinum tengslum við stýrivexti. Við mat á áhrifum stýrivaxtabreytinga á vaxtagreiðslur og gengi krónunnar er jafnframt rétt að hafa í huga að stýrivaxtabreytingar hafa einnig áhrif á hvata erlendra aðila til að endurfjárfesta í inn- lendum langtímaskuldabréfum bæði nú en einkum þó eftir að höftin hafa verið afnumin. Lækkun stýrivaxta ætti að hvetja þá sem ekki vilja komast úr landi á hvaða gengi sem er til þess að festa fé sitt í lengri skuldabréfum. Hins vegar gæti of hröð lækkun stýrivaxta grafið undan trú þeirra á gengisstöðugleika og þar með vakið efasemdir þeirra um verðbólguhorfur og fælt þá frá allri annarri fjárfestingu en í verð- og gengistryggðum skuldabréfum þegar að því kemur að höftin hverfa. Að lokum kann hröð lækkun stýrivaxta að hafa áhrif á hvata erlendra fjárfesta til að fara á svig við fjármagnshöftin. % Mynd III-10 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 30. apríl 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 08 0613 RIKB 08 1212 RIKB 09 0612 RIKB 10 0317 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 200920082007 RIKB 13 0517 RIKB 10 1210 RIKB 19 0226 Rammagrein III-2 Glímt við vandann vegna „óþolinmóðra fjárfesta“ Fram að þessu hefur verið þörf á bæði háum vöxtum og gjaldeyris- höftum til að tryggja gengisstöðugleika krónunnar. Útilokað er að losað verði hratt um gjaldeyrishöftin þar sem fjölmörg skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að fjármagnshreyfingar á milli landa geti orðið frjálsar á nýjan leik. Þrýstingur til fjármagnsútstreymis frá fjárfestum sem sitja fastir með eignir sínar vegna gjaldeyrishaftanna veldur því að munur er á gengi í viðskiptum á aflandsmarkaðnum og gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir að stýrivextir séu 15,5% og gengi á innlendum markaði lægra en samræmist jafnvægisraungengi til miðlungs langs tíma. Aflandsmarkaðurinn virðist þó vera heldur þunnur og sveiflu- kenndur. Greint var frá viðskiptum seint í apríl á genginu 215–220 kr./evru, en viðskipti í byrjun apríl höfðu verið á genginu rúmlega 250 kr./evru. Markaðsupplýsingar benda til að fjölmargir stórir fjár- festar muni ekki skipta eignum sínum á gengi á aflandsmarkaði sem er langt umfram gengi á gjaldeyrismarkaði innanlands. Markaðsupplýsingarnar eru studdar niðurstöðum úr sundur- liðun á verðbréfaeign erlendra aðila í íslenskum krónum (tafla 1). Eignunum hefur verið skipt eftir tegundum fjármálaafurða (lárétti ásinn) og með tilliti til fjárfestingarhneigðar fjárfesta (lóðrétti ásinn). Hið fyrrnefnda er byggt á gögnum Seðlabanka Íslands, en hið síðar- nefnda er byggt á markaðsathugun og upplýsingum um hvers konar fjárfesta er um að ræða. Bráðabirgðamat bendir því til að u.þ.b. 40% (um 250 ma.kr.) heildareigna erlendra aðila í verðbréfum og innstæðum í krónum séu í eigu aðila sem hafa verið flokkaðir sem „óþolinmóðir“ erlendir fjár- festar. Stór hluti af þeim eignum sem eftir eru tengist langtímabréf-

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.