Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 8

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 8 mánuði. Frá þeim tíma hafa áhrifin á heimsbúskapinn magnast þar sem auður heimila og fyrirtækja hefur snarminnkað og lánsfjárkreppan dýpkað. Í síðustu spá Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) er gert ráð fyrir 2,7% samdrætti í heimsframleiðslu á þessu ári, sem er fyrsti samdráttur hennar í sextíu ár. Fjármálakreppan hefur komið sérlega harkalega niður á iðnframleiðslu og viðskiptum með sam- keppnisvörur; af þessum sökum eru horfur á enn snarpari niðursveiflu í alþjóðaviðskiptum. Spáin kveður á um 13% samdrátt í alþjóðavið- skiptum og því er spáð að innflutningur helstu viðskiptaþjóða Íslands dragist saman í svipuðum mæli. Aðlögun innlends þjóðarbúskapar er þegar hafin ... Endurskipulagning efnahags heimila og fyrirtækja og aðlögun innlends þjóðarbúskapar er þegar hafin og endurspeglar bæði hve áföllin eru alvarleg og hve aðlögunarhæfni þjóðarbúskaparins er mikil. Því er spáð að innlend eftirspurn dragist meira saman en gert var ráð fyrir í janúar þar sem spáð er veikari fjárfestingu og töluverðum samdrætti í útgjöldum hins opinbera, sem er mikilvægur liður í því aðhaldi í ríkisfjármálum sem þörf er á næstu árin. Landsframleiðsla mun því dragast meira saman en áður var gert ráð fyrir þótt meiri samdráttur innflutnings vegi á móti. Enn er því þó spáð að fram- leiðsluslakinn nái hámarki um mitt ár 2010, áður en þjóðarbúið tekur við sér á ný. Ofangreind þróun endurspeglast í horfum á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki snemma árs 2010 en smám saman dragi úr því eftir það. Í ljósi þess hve þjóðarbúskapurinn hefur orðið fyrir miklum áföllum mun vera slaki á vöru- og vinnumarkaði fram á árin 2013–2014. ... og verðbólguþrýstingur er á hröðu undanhaldi Horfur eru á að gengi krónunnar verði heldur veikara næstu þrjú árin en spáð var í janúar. Þetta endurspeglar m.a. verri horfur í heimsbú- skapnum sem hægir á bata á greiðslujöfnuði við útlönd. Raungengið mun því lækka heldur meira á næstu misserum en gert var ráð fyrir í janúar. Enda þótt gengi krónunnar hafi lækkað um 11,4% frá því í janúarspánni er líklegt að áhrifin á verðbólgu verði takmörkuð. Þótt eitthvað af gengislækkuninni eigi mögulega enn eftir að koma fram í verðlagi er líklegt, í ljósi snarps samdráttar innlendrar eftirspurnar, að lækkuninni verði mætt með minni álagningu. Með hliðsjón af slakanum á vinnumarkaði og versnandi afkomu fyrirtækja er einnig ólíklegt að gengislækkunin þrýsti á launahækkanir. Þess vegna er því spáð að hjöðnun verðbólgunnar sem hófst í janúar haldi áfram óhindruð. Horfur eru á því að verðbólgan fari niður fyrir 10% strax á þriðja fjórðungi þessa árs og muni verða við verðbólgumarkmiðið snemma á næsta ári. Vísbendingar um verðbólguvæntingar af fjár- málamarkaði og úr viðhorfskönnun stjórnenda fyrirtækja styðja þetta. Á hinn bóginn benda vaxandi verðbólguvæntingar sem komu fram í nýlegri viðhorfskönnun heimilanna og sveiflur í verðbólguvæntingum út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa til þess að verð bólguvæntingar verði áfram næmar fyrir skammtíma hagvísum Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2009/1 % af framleiðslugetu PM 2009/2 PM 2009/1 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2009/1 % af mannafla PM 2009/2 PM 2009/1 0 2 4 6 8 10 12 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur - samanburður við PM 2009/1 % PM 2009/2 PM 2009/1 -15 -10 -5 0 5 10 ‘1220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.