Peningamál - 01.05.2009, Side 8

Peningamál - 01.05.2009, Side 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 8 mánuði. Frá þeim tíma hafa áhrifin á heimsbúskapinn magnast þar sem auður heimila og fyrirtækja hefur snarminnkað og lánsfjárkreppan dýpkað. Í síðustu spá Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) er gert ráð fyrir 2,7% samdrætti í heimsframleiðslu á þessu ári, sem er fyrsti samdráttur hennar í sextíu ár. Fjármálakreppan hefur komið sérlega harkalega niður á iðnframleiðslu og viðskiptum með sam- keppnisvörur; af þessum sökum eru horfur á enn snarpari niðursveiflu í alþjóðaviðskiptum. Spáin kveður á um 13% samdrátt í alþjóðavið- skiptum og því er spáð að innflutningur helstu viðskiptaþjóða Íslands dragist saman í svipuðum mæli. Aðlögun innlends þjóðarbúskapar er þegar hafin ... Endurskipulagning efnahags heimila og fyrirtækja og aðlögun innlends þjóðarbúskapar er þegar hafin og endurspeglar bæði hve áföllin eru alvarleg og hve aðlögunarhæfni þjóðarbúskaparins er mikil. Því er spáð að innlend eftirspurn dragist meira saman en gert var ráð fyrir í janúar þar sem spáð er veikari fjárfestingu og töluverðum samdrætti í útgjöldum hins opinbera, sem er mikilvægur liður í því aðhaldi í ríkisfjármálum sem þörf er á næstu árin. Landsframleiðsla mun því dragast meira saman en áður var gert ráð fyrir þótt meiri samdráttur innflutnings vegi á móti. Enn er því þó spáð að fram- leiðsluslakinn nái hámarki um mitt ár 2010, áður en þjóðarbúið tekur við sér á ný. Ofangreind þróun endurspeglast í horfum á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki snemma árs 2010 en smám saman dragi úr því eftir það. Í ljósi þess hve þjóðarbúskapurinn hefur orðið fyrir miklum áföllum mun vera slaki á vöru- og vinnumarkaði fram á árin 2013–2014. ... og verðbólguþrýstingur er á hröðu undanhaldi Horfur eru á að gengi krónunnar verði heldur veikara næstu þrjú árin en spáð var í janúar. Þetta endurspeglar m.a. verri horfur í heimsbú- skapnum sem hægir á bata á greiðslujöfnuði við útlönd. Raungengið mun því lækka heldur meira á næstu misserum en gert var ráð fyrir í janúar. Enda þótt gengi krónunnar hafi lækkað um 11,4% frá því í janúarspánni er líklegt að áhrifin á verðbólgu verði takmörkuð. Þótt eitthvað af gengislækkuninni eigi mögulega enn eftir að koma fram í verðlagi er líklegt, í ljósi snarps samdráttar innlendrar eftirspurnar, að lækkuninni verði mætt með minni álagningu. Með hliðsjón af slakanum á vinnumarkaði og versnandi afkomu fyrirtækja er einnig ólíklegt að gengislækkunin þrýsti á launahækkanir. Þess vegna er því spáð að hjöðnun verðbólgunnar sem hófst í janúar haldi áfram óhindruð. Horfur eru á því að verðbólgan fari niður fyrir 10% strax á þriðja fjórðungi þessa árs og muni verða við verðbólgumarkmiðið snemma á næsta ári. Vísbendingar um verðbólguvæntingar af fjár- málamarkaði og úr viðhorfskönnun stjórnenda fyrirtækja styðja þetta. Á hinn bóginn benda vaxandi verðbólguvæntingar sem komu fram í nýlegri viðhorfskönnun heimilanna og sveiflur í verðbólguvæntingum út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa til þess að verð bólguvæntingar verði áfram næmar fyrir skammtíma hagvísum Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2009/1 % af framleiðslugetu PM 2009/2 PM 2009/1 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2009/1 % af mannafla PM 2009/2 PM 2009/1 0 2 4 6 8 10 12 ‘1220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur - samanburður við PM 2009/1 % PM 2009/2 PM 2009/1 -15 -10 -5 0 5 10 ‘1220112010200920082007

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.