Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 11

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 11 Í nýútgefnu fjárlagafrumvarpi er lögð meiri áhersla á tekjuöflun með beinum fremur en óbeinum sköttum miðað við þær áætlanir sem lágu til grundvallar ágústspánni. Áhrif hækkana óbeinna skatta á verðbólgu, mælda með vísitölu neysluverðs, verða því minni en í síðustu spá á þessu og næsta ári en meiri árið 2011. Eftir sem áður verður verðbólga mæld með vísitölu neysluverðs hærri en spáð var í ágúst út árið 2011. Efnahagshorfur óvissar Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Um horfurnar ríkir hins vegar mikil óvissa, m.a. vegna þess að umfang fjármálakreppunnar á sér vart fordæmi. Fráviksdæmi geta gefið gagnlega mynd af áhrifum mikilvægra forsendna í grunn- spánni á efnahagshorfur og samspili frávika og peningastefnunnar. Sýnd eru tvö fráviksdæmi, þótt vitaskuld séu áhættuþættirnir fleiri. Frekari tafir á stóriðjuframkvæmdum hægja á bata Eins og rætt er um í kafla IV, ríkir töluverð óvissa um fjármögnun álvers í Helguvík og tengdra orkuframkvæmda. Þessar framkvæmdir hafa ítrekað tafist og áætlanir breyst. Miðað við fjárhagslega stöðu framkvæmdaraðila og aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er ekki útilokað að framkvæmdir tefjist enn frekar. Fyrra fráviksdæmið sýnir því áhrif tafa frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir því að mun minni fjárfesting verði í tengslum við þessa framkvæmd á þessu og næsta ári og að meginþungi fjárfest- ingarinnar verði ekki fyrr en árið 2012, eða ári síðar en í grunnspánni. Samkvæmt fráviksdæminu hefst framleiðsla í Helguvík því ekki að marki fyrr en árið 2013 í stað 2012 í grunnspánni. Tafir leiða til þess að bati atvinnuvegafjárfestingar hefst mun síðar en í grunnspánni. Hagvöxtur verður minni framan af spátíman- um og atvinnuleysi meira. Á næsta ári dregst landsframleiðslan saman um rúmlega 4% í stað rúmlega 2% í grunnspánni og atvinnuleysi fer yfir 11% í stað tæplega 10% í grunnspánni. Framleiðsluslakinn verður því mun meiri á nánast öllum spátímanum. Efnahagsbati er því seinna á ferðinni en í grunnspánni. Gengi krónunnar yrði af þeim sökum lægra. Það hefur jákvæð áhrif á framlag utanríkisviðskipta, sem vegur á móti neikvæðum áhrifum á hagvöxt þegar líður á spátímann. Lægri vextir og veikara gengi draga einnig úr áhrifum meiri slaka í þjóðarbú- skapnum á verðbólgu sem er svipuð og í grunnspánni. Kröftugri alþjóðlegur efnahagsbati Eins og rætt er um í kafla II er staða alþjóðlegra efnahagsmála erfið og útlit fyrir hægan bata. Horfurnar eru hins vegar háðar mikilli óvissu. Batahorfur hafa heldur vænkast að undanförnu, eins og áður hefur verið rakið. Mögulegt er að stöðvun samdráttar og frekari merki um viðsnúning og bata auki bjartsýni og vilja heimila og fyrirtækja til að leggja út fyrir nýjum gjöldum. Efnahagsbatinn gæti því orðið hraðari en grunnspáin gerir ráð fyrir. Í seinna fráviksdæminu er því gert ráð fyrir því að heimsbúskapurinn nái sér hraðar á strik sem eykur eftir- spurn eftir innlendum útflutningi miðað við grunnspána. Hraðari bati alþjóðlegra fjármálamarkaða veldur því einnig að alþjóðlegt fjármagn Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-16 Gengi krónu gagnvart evru - samanburður við PM 2009/3 Kr./evra PM 2009/4 PM 2009/3 80 100 120 140 160 180 200 201220082007 201120102009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-17 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2009/3 % PM 2009/4 PM 2009/3 Verðbólgumarkmið -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-18 Verðbólga - samanburður við PM 2009/3 % PM 2009/4 PM 2009/3 Verðbólgumarkmið 0 4 8 12 16 20 201220112010200920082007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.